Ský - 01.08.2007, Qupperneq 58

Ský - 01.08.2007, Qupperneq 58
58 ský Það er fallegur haustdagur við Eyjafjörð, sólin skín og Vaðlaheiðin speglast í Pollinum á leiðinni frá flugvellinum og inn í miðbæ Akureyrar. Í hjarta bæjarins stendur hið virðulega, gamla rauða hús sem hýsir einn ástsælasta veitingastað landsins: Bautann. Þar er tekið vel á móti hungruðum ferðalöngunum sem gæða sér á ljúffengum, grilluðum silungi með möndlum og vínberjum. Einn elsti veitingastaður landsins Guðmundur Karl Tryggvason, sem oftast kennir sig við Mýri í Bárðardal, tekur glaður í bragði á móti gestum og segir að Bautinn sé fyrir löngu orðinn eitt af kennileitum Akureyrar, auk kirkjunnar og KEA. „Já, fólk man varla ekki eftir öðru en Bautanum í þessu húsi, enda var hann stofnaður 1971 og er einn elsti veitingastaður landsins. Það fer vel á því að hann skuli vera í þessu húsi, svona gömlu og virðulegu, það gefur honum góðan blæ. Á 35 ára afmælisdegi staðarins í fyrra buðum við gestum upp á rétti af fyrsta matseðli staðarins, á því verði sem þá var í gangi. Gestir tóku þessu framtaki okkar mjög vel og var fullt út úr dyrum allan daginn. Taldist okkur til að um 1000 manns hefðu heimsótt okkur þennan dag. Greinilegt var að margir vildu upplifa gömlu dagana aftur,“ segir Guðmundur og brosir kankvíslega. Lífið er yndislegt Ítalskur veitingastaður, La Vita é Bella, er rekinn í sama húsi og Bautinn. „Árið 1999 opnuðum við La Vita é Bella en áður rákum við Smiðjuna í þeim hluta hússins. Okkur langaði að breyta til og komumst að því að Akureyri vantaði veitingastað sem byði upp á mat frá Miðjarðarhafinu og varð ítölsk matargerð því fyrir valinu. Ég myndi segja að þetta væri þægilegur fjölskyldustaður og hin suðrænu áhrif matarins hafa alveg slegið í gegn. Enda eru einkunnarorðin „La Vita é Bella“ eða lífið er yndislegt!“ Ekkert of smátt né stórt „Í raun höfum við alltaf verið duglegir að finna okkur skemmtileg verkefni. Veisluþjónusta Bautans er líklega það veigamesta í rekstrinum. Við tökum t.d. að okkur fermingar- og brúðkaupsveislur Bautinn í 36 ár: Galdurinn við langlífi Texti: Hrund Hauksdóttir Myndir: Geir Ólafsson Guðmundur Tryggvason, veitingamaður á Bautanum: „Mottó veisluþjónustunnar okkar er að engin veisla sé of lítil eða of stór.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.