Ský - 01.08.2007, Side 59

Ský - 01.08.2007, Side 59
 ský 5 Hið sívinsæla veitingahús Bautinn er í virðulegu, gömlu húsi í hjarta Akureyrar. og erum nokkuð fyrirferðarmiklir í stórum veislum. Við höfum séð um veisluföng fyrir Landsmót hestamanna í þrjú skipti en það eru miklar hátíðir með 10.000-14.000 manns. Í kringum uppbygginguna á Austurlandi höfum við haldið nokkrar veislur og vorum til að mynda síðastliðinn vetur með árshátíð fyrir Alcoa á Fáskrúðsfirði. Höfuðborgarbúar hafa einnig kynnst veisluþjónustu okkar allvel. Við höfum t.d. haldið afmælishátíðir fyrir Hauka og Breiðablik, en það voru um 1000 manna veislur. Í gegnum árin höfum við komið okkur upp miklum útbúnaði og vílum ekki fyrir okkur að ferðast með hann hvert á land sem er. Okkar mottó hefur ávallt verið að ekkert sé of smátt né of stórt.“ Jákvætt hugarfar En hver skyldi vera galdurinn við langlífi staðarins? „Ætli hluti galdursins sé ekki sá að Bautinn hefur fylgt tíðarandanum í matreiðslu og alltaf lagt sig fram við að hafa góða og þægilega þjónustu. Við leggjum líka mikla áherslu á bragðgóðan og skemmtilegan mat fyrir gesti okkar. En það mikilvægasta í mínum huga er að vakna og takast á við hvern dag með jákvæðu hugarfari.“ „Ætli hluti galdursins sé ekki sá að Bautinn hefur fylgt tíðarandanum í matreiðslu og alltaf lagt sig fram við að hafa góða og þægilega þjónustu.“ sky ,

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.