Ský - 01.08.2007, Side 61

Ský - 01.08.2007, Side 61
 ský 61 á fót og afleiðumarkaði eins og ég nefndi. Jafnframt hefur erlendum kauphallaraðilum (alþjóðleg fjármálafyrirtæki sem geta átt viðskipti í Kauphöllinni) fjölgað verulega frá því sameiningarferlið hófst fyrir tæpu ári. Á þeim tíma voru þau aðeins tvö en nú eru þau átta og fimm að auki í sjónmáli. Ég á von á að þessi fjölgun leiði til umtalsverðrar þátttöku alþjóðlegra fjármálafyrirtækja á markaðnum hér á landi á næstu misserum.“ Hvað um áhuga Nasdaq og Dubai á að eignast OMX? „Ég er þeirrar skoðunar að sameining OMX og Nasdaq feli í sér tækifæri til að efla íslenska markaðinn enn frekar. Með slíkri sameiningu fengist ný vídd í starfsemina; greiðari aðgangur að bandaríska markaðnum og miklir möguleikar í þróun þjónustu og skilvirkni. Kostirnir við Dubai eru ekki eins augljósir út frá hagsmunum íslenska markaðarins.“ Þú nefndir First North markaðinn - geturðu lýst honum nánar ? „First North er hliðarmarkaður fyrir félög í vexti, félög sem þurfa betri aðgang að fjármagni en eru ekki reiðubúin að stíga skrefið á aðalmarkað. Á First North gilda vægari skráningarskilyrði og upplýsinga- skylda er ekki eins víðtæk. Einnig gerir markaðurinn kröfu um að félag leiti þjónustu viðurkennds ráðgjafa (e. Certified Advisor) við undirbúning skráningar og meðan hún varir. Þetta er sameiginlegur markaður fyrir OMX, þ.e. Norðurlöndin (fyrir utan Noreg) og baltnesku löndin. First North markaðurinn hefur gengið ákaflega vel. Nú eru 118 félög á markaðnum og hefur þeim fjölgað um tæplega 40 á árinu. Einungis þrjú fyritæki hafa verið tekin til viðskipta á First North á Íslandi og því eigum við verk fyrir höndum að byggja upp markaðinn hér. Við teljum að mörg félög geti blómstrað á First North eins og þau hafa gert á aðalmarkaðnum á liðnum árum.“ Hvað er framundan - fer að hægjast um? „Þegar horft er um öxl hafa undanfarin ár óneitanlega verið viðburðarík og ekki verður annað séð en að framhaldið verði jafnvel enn meira spennandi. Í því sambandi ber hæst hvernig yfirstandandi sameiningartilraunum lyktar. Við bætist að nýta tækifærin sem sameiningin við OMX býður upp á, svo sem með því að efla viðskipti erlendra fjárfesta, hleypa lífi í afleiðumarkaðinn og koma First North almennilega í gang. Þá þarf að ljúka TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR UM MARKAðINN því verkefni að gera íslenska markaðinn þannig úr garði að hann verði að allri gerð eins og algengast er erlendis, bæði með tilliti til framkvæmdar viðskipta í Kauphöllinni og uppgjörs og frágangs þeirra. Við erum komin langt í því efni en smiðshöggið vantar. Loks má nefna að nokkur félög eru í þann veginn að færa hlutafé sitt í evrur - það kann að vera að stór hluti markaðarins verði innan tíðar í evrum. Við teljum því að verðbréfamarkaðurinn muni halda áfram að þróast hratt. Breytingar á löggjöf, sameiningar á heimsvísu og ör tækniþróun mun gera það að verkum að kauphallir þurfa að bregðast við síbreytilegum kröfum viðskiptavina og öðrum breytingum í umhverfinu.“ „First North hefur gengið ákaflega vel. Nú eru 118 félög á markaðnum og hefur fjölgað um ríflega 30 á árinu.“ sky , Fjöldi nýskráninga til júní 2007 0 10 20 30 40 50 60 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Félög eftir atvinnugeira 0,0 5,0 10,0 15,0 20,0 25,0 30,0 35,0 40,0 Ne ys luv ör ur Ne yte nd av ör ur Or ku vin ns la Fj ár m ála jón us ta He ilb rig isg eir i I na ur Up pl sin ga tæ kn i Hr áv ör ur Fj ar sk ipt i Ve itu r % Fjöldi félaga Markaðs- virði

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.