Ský - 01.08.2007, Síða 63

Ský - 01.08.2007, Síða 63
 ský 63 Næsta skrefið í þessari stefnubreytingu var tekið þegar Lífeyrissjóður Norðurlands fjárfesti í félaginu árið 2001. Um leið og það gerðist fór boltinn að rúlla og félagið hefur vaxið ört síðan. Nú um stundir eru flestir af stærstu lífeyrissjóðum á Íslandi á meðal viðskiptavina, auk fjölda annarra fagfjárfesta, fyrirtækja og einstaklinga.“ Í hverju er þjónusta félagsins fólgin? „Meginmarkmið félagsins er að ávaxta fjármuni viðskiptavina þannig að samband árangurs og áhættu sé hámarkað. Við leggjum einnig mikla áherslu á uppbyggingu trúnaðarsambanda og góða, trausta og persónulega þjónustu. Íslensk verðbréf bjóða viðskiptavinum sínum þjónustu á öllum helstu sviðum verðbréfaviðskipta, svo sem á sviði fjárvörslu, eignastýringar, verðbréfamiðlunar, sjóðastýringar og almennrar ráðgjafar við val á ávöxtunarleiðum. Eignastýringin felur í sér bæði fjárfestingu í verðbréfasjóðum en einnig stýrum við sérgreindum verðbréfasöfnum fyrir fjárfesta sem vilja klæðskerasniðnar lausnir. Hver fjárfestir er skráður eigandi bréfanna á hverjum tíma en felur okkur stýringu þeirra samkvæmt fyrirfram mótaðri fjárfestingarstefnu. Við höfum sniðið ýmsar leiðir sem uppfylla kröfur viðskiptavina okkar. Þeim sem hafa sértækari kröfur er stýrt sérstaklega. Félagið býr yfir mjög öflugu upplýsingakerfi sem heldur utan um söfn hvers og eins, enda eru þau mörg og ólík að uppbyggingu. Stærsti viðskiptavinir ÍV eru fagfjárfestar á borð við lífeyrissjóði, fjármálastofnanir, sveitarfélög og stærri fyrirtæki. Þar fyrir utan eru mörg þúsund einstaklingar viðskiptavinir félagsins. Það er rétt að leggja áherslu á að sömu aðilar innan Íslenskra verðbréfa hf. stýra eignum fagfjárfesta og einstaklinga þannig að einstaklingar fá ekki síðri þjónustu eða árangur en aðrir. Lögð er áhersla á teymisvinnu sem skilar sér í upplýstari ákvörðunum að okkar mati.“ Persónuleg þjónusta höfð að leiðarljósi „Við höfum nýlega látið kanna hug viðskiptavina til félagsins, bæði einstaklinga og fagfjárfesta, og þar kom í ljós að Íslensk verðbréf hf. er þekkt af framúrskarandi þjónustu sem meðal annars felst í stuttum svartíma við fyrirspurnum og snöggri úrlausn þeirra mála sem upp hafa komið. Við leggjum ákaflega mikið upp úr persónulegri þjónustu. Fyrirspurnum viðskiptavina er svarað fljótt auk þess sem starfsmenn hafa frumkvæði að samskiptum við þá. Við leysum vandamál eins fljótt og við mögulega getum og gætum þess að viðskiptavinir hafi ávallt gott aðgengi að starfsfólki. Þá stefnu höfum við haft að leiðarljósi frá upphafi og fengið ákaflega jákvæð viðbrögð við henni. Viðskiptavinir eru mjög ánægðir með þjónustuna samanborið við önnur fjármálafyrirtæki. Við höfum náð að festa okkur í sessi sem eina sérhæfða, óháða eignastýringarfyrirtækið á Íslandi. Viðskiptavinir vita að við fjárfestum ekki í einstökum verðbréfum fyrir eigin reikning en það er einmitt ein af þeim gagnrýnisröddum sem hafa heyrst í tengslum við fjármálafyrirtæki hérlendis. Hættan er sú að þegar takmarkað magn af verðbréfum á hagstæðu verði stendur til boða vilja málin stundum þróast á þann veg að bankarnir kaupa bréfin fyrir eigin reikning. Margir eru orðnir pirraðir á þess háttar árekstrum og leita þá til Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa hf., segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á uppbyggingu trúnaðarsambanda og góða, trausta og persónulega þjónustu. okkar. Hjá okkur eru engir slíkir hagsmunaárekstrar og við finnum sterkt fyrir því að viðskiptavinir kunna að meta slíkt.“ Er Íslensk verðbréf hf. á einhvern hátt frábrugðið öðrum íslenskum fjármálafyrirtækjum? „Það er óhætt að segja það. Það eru aðallega þrjú atriði sem skera okkur úr; við erum óháð stóru bönkunum á Íslandi, við fjárfestum ekki í einstökum verðbréfum fyrir eigin reikning og við sinnum einungis eignastýringu. Öll uppbygging félagsins styður við eignastýringuna og hún er okkar sérhæfing. Jafnframt viljum við meina að við bjóðum persónulegri þjónustu en gengur og gerist.“ Mannauðurinn - verðmætasta eignin Hjá Íslenskum verðbréfum starfa 18 manns með víðtæka sérfræðiþekkingu og reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Um er að ræða vel menntað fólk sem þekkir vel til á markaðinum og er í samvinnu við aðra sem gerþekkja aðstæður á fjarlægari mörkuðum. „Kjarni starfsmanna fyrirtækisins hefur starfað hjá því í tíu ár eða lengur og breytingar á starfsfólki hafa verið fátíðar. Við finnum greinilega að viðskiptavinum líkar það mjög vel - þeir finna að okkur er annt um þá. Verðmætasta eign félagsins er því sá mannauður sem það hefur eignast á undanförnum 20 árum.“ sky, M yn d: G ei r Ó la fs so n.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.