Ský - 01.08.2007, Síða 64

Ský - 01.08.2007, Síða 64
6 ský Ingunn Elín Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri neytendasviðs N1, er viðskiptafræðingur að mennt og hefur sinnt ýmsum stjórnunarstöðum. Hún hefur yfirumsjón með öllum þjónustustöðvum og verkstæðum þessa tíunda stærsta fyrirtækis landsins. Að sögn Ingunnar vakti það mikla athygli þegar vörumerkið N1 var kynnt til sögunnar á vormánuðum við sameiningu Olíufélagsins, Bílanausts og fleiri félaga í bílatengdri þjónustu. Hún segir að breytingar og sameining fyrirtækjanna sem mynduðu N1 hafi heppnast mjög vel: „Við lögðum upp með mjög skýra sýn; að mynda öflugt þjónustufyrirtæki í kringum þarfir fólks sem er á ferðinni og sækja þannig fram á við. Bílaþjónusta er alltaf að verða mikilvægari, bæði fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, og þar hafði ekki orðið sú samþjöppun sem við sjáum annars staðar, til dæmis í bankaviðskiptum og í matvörugeiranum. Fyrstu misserin lofa góðu og við erum viss um að framtíðin sé björt fyrir þá sem geta boðið fjölbreytta þjónustu undir einu merki - sem fólk treystir.“ Með fleiri útsölustaði og þjónustustöðvar en nokkur annar Einn helsti styrkur N1 felst í þéttriðnu neti þjónustustaða um land allt: „Við erum á um 120 stöðum á landinu þar sem fólk og fyrirtæki geta fengið þjónustu hjá okkur. Kjörorð okkar, „Meira í leiðinni“, endurspeglar þetta á tvennan hátt. N1 er annars vegar aldrei mikið úr leið og hins vegar bjóðum við fjölþættari þjónustu en önnur fyrirtæki í skyldum rekstri. Það kann að hljóma eins og klisja en okkar sérstaða felst í heildarlausnum. Við erum með langvíðtækustu þjónustuna fyrir fyrir bíleigandann með þjónustustöðvum okkar, verslun með varahlutum og svo mætti lengi telja.“ Ingunn Elín Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri neytendasviðs N1, stendur í ströngu við að kynna fyrir fólki ávinninginn af því að fá alla bílatengda þjónustu hjá N1. meira í leiðinni Kynning: Hrund Hauksdóttir Myndir: Páll Kjartansson

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.