Ský - 01.08.2007, Page 65

Ský - 01.08.2007, Page 65
 ský 65 Keyptu lag með Queen Kynningin á N1 vakti mikla athygli og landsmenn fengu gamla Queen slagarann „Don’t Stop Me Now“ á heilann. „Já, við lögðum mikla vinnu í undirbúning sameiningar félaganna í N1. Á þeim tíma kom fram sú hugmynd að nota þetta fræga lag í auglýsingar. Það féllu allir fyrir því á stundinni því okkur fannst lagið endurspegla svo vel það sem við erum að gera. Það fjallar um það að vera staðráðinn í að njóta lífsins og láta ekkert stöðva sig. Það lýsir okkur mjög vel,“ segir Ingunn. „Við ákváðum því að leggja drjúga fjárhæð í að kaupa afnotaréttinn á laginu í upprunalegri útgáfu og sjáum alls ekki eftir þeirri fjárfestingu. Lagið sló hreinlega aftur í gegn og var til dæmis mikið spilað í útvarpinu eftir að við byrjuðum að nota það í auglýsingarnar okkar.“ Höfum verið dugleg að kynna nýjungar En hvernig hafa viðskiptavinir fundið fyrir tilkomu N1? „Viðskiptavinir okkar hafa tekið vel eftir því hvernig breytingarnar skila sér í betri þjónustu í öllu sem tengist einkabílnum og fjölbreyttara vöruúrvali. Þá hefur Safnkortið mætt tvíeflt til leiks og viðskiptavinir safna punktum af öllum viðskiptum sínum við N1, hvort sem fólk kaupir eldspýtustokk eða eldsneyti. Hver punktur jafngildir einni krónu sem hægt er að nota í viðskiptum við okkur og svo bjóðum við oft sérstök tilboð þar sem fólki gefst kostur á að margfalda punktana. Einnig kynntum við Greiðslulykilinn til sögunnar, agnarsmátt tæki sem menn festa við lyklakippuna og nota til að borga fyrir alla vöru og þjónustu hjá N1 á einfaldan hátt. Þá höfum við verið fyrst til að bjóða þriggja ára ábyrgð á bílavarahlutum. Þetta eru aðeins nokkur af þeim trompum sem við höfum spilað út eftir tilkomu N1.“ 60 þúsund N1 Vegabréf í umferð „Við sjáum líka af þátttökunni í Vegabréfleik N1 í sumar að við náum til fólks, en leikurinn felst í því að fólk nælir sér í N1 Vegabréf á þjónustustöðvum og safnar svo stimplum í það á ferðum sínum um landið. Við lögðum líka land undir fót og vorum til dæmis áberandi á öllum helstu bæjarhátíðunum um allt land í sumar og tókum þátt í þeirri góðu stemmningu sem myndast á slíkum uppákomum. Ætli það h a f i ekki verið um 60 þúsund Vegabréf í gangi í sumar og það styttist í að aðalvinningurinn, ársafnot af Nissan Pathfinder ásamt tryggingum, verði dreginn út handa heppnum þátttakanda.“ Vetrardekkin færa fólki Safnkortspunkta Hvaða verkefni blasa við framkvæmdastjóra neytendasviðs N1? „Við höldum áfram að kynna fólki okkar sérstöðu og þann ávinning sem fólk fær af því að beina sem mestu af sínum bílatengdu viðskiptum til okkar. Til dæmis getur fólk nú fengið Safnkortspunkta þegar það lætur setja vetrardekkin undir bílinn á N1 hjólbarðaverkstæðunum. Við munum einnig kynna betur fyrir fólki kosti Greiðslulykilsins en með honum getur fólk sparað verulega og aukið punktasöfnunina enn frekar. Fólk er að átta sig á því hagræði og mikla ávinningi sem „Viðskiptavinir okkar hafa tekið vel eftir því hvernig breytingarnar skila sér í betri þjónustu í öllu sem tengist einkabílnum og fjölbreyttara vöruúrvali.“ sky ,

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.