Ský - 01.08.2007, Side 72
72 ský
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
F
LU
3
45
61
10
/2
00
6
Safety on board
During take-off and landing seat belts must be securely fastened
and seats and tables in an upright position. Seat belts must also
be used at all times when the seat belt sign above the seats is
illuminated. Air Iceland also recommends that passengers use
the seat belts at all times when sitting in their seats. Smoking is
not permitted in domestic air services and on flights between
Iceland and other European destinations. Above the passenger
seats in the Fokker 50 you will find closed overhead
compartments for your hand baggage.
Electronic devices in the passenger cabin
The use of portable telephones, walkie-talkies, remote controlled
toys and other devices specifically designed to transmit radio
signals is strictly forbidden at all times as radio waves could
affect the very sensitive navigation equipment and digital
computers used in modern aircraft. The use of portable tape
recorders, CD players, lap-top computers, vido cameras and
electronic games is limited to the cruising phase of the flight and
forbidden during takeoff and climb as well as descent and landing
phases of the flight. Please show consideration for your fellow
passengers and only use these devices with earphones and
switch off the sound effects of computer games. The use of
heart pacemakers, hearing aids and other devices required for
medical reasons is of course not restricted.
Service on board
Air Iceland crews will do their utmost to make your flight as
pleasant and comfortable as possible. You can call a cabin
attendant by using the call button above your seat. On the
domestic routes Air Iceland offers complimentary coffee, tea,
water and soft drinks for children.
Öryggi um borð
Við flugtak og lendingu er ætíð skylt að hafa sætisbeltin spennt
og sætisbök og borð í uppréttri stöðu. Einnig er skylt að hafa
sætis- beltin spennt þegar kveikt er á viðeigandi
upplýsingaskiltum fyrir ofan sætin. Mælt er eindregið með því að
farþegar hafi sætisbeltin ætíð spennt. Reykingar eru hvorki leyfðar
í innanlandsflugi né í flugi milli Íslands og annarra Evrópulanda.
Fyrir ofan farþegasætin í Fokker 50 eru lokaðar hillur fyrir
handfarangur.
Rafeindatæki í farþegarými
Notkun farsíma, „lab rabb“ tækja, fjarstýrðra leikfanga og annarra
tækja sem sérstaklega eru hönnuð til að senda frá sér útvarps-
bylgjur, er ætíð stranglega bönnuð um borð í flugvélum Flugfélags
Íslands. Notkun ferðasegulbandstækja, geislaspilara, fartölva,
sjónvarpsmyndavéla og leiktækja er aðeins leyfð í láréttu farflugi
flugvélanna og þar með bönnuð í klifurflugi, lækkunarflugi og
aðflugi til lendingar. Notið þessi tæki aðeins með heyrnartólum.
Ætíð skal vera slökkt á hljóðgjafa leiktækja. Notkun hjartagang-
ráða, heyrnartækja og annarra tækja, sem farþegi þarf að notast
við af heilsufarsástæðum, er að sjálfsögðu án takmarkana.
Þjónusta um borð
Áhafnir Flugfélags Íslands leggja sig fram um að gera farþegum
ferðina sem ánægjulegasta. Með því að ýta á hnapp fyrir ofan
sætið getur farþegi kallað á flugfreyju eða flugþjón. Í boði er kaffi,
te, vatn og svaladrykkir fyrir börnin.
Welcome on board Velkomin um borð
flugfelag.is / Sími 570 3030
Gómsæta Ísland nefnist matreiðslu- og landkynningarbók eftir ævintýra- og athafnamanninn Völund Snæ Völundarson
matreiðslumann, sem hefur hlotið verðskuldaða athygli
að undanförnu. Delicious Iceland kom út síðastliðið
vor og hreppti sérstaka heiðursviðurkenningu á
verðlaunahátíðinni „The Gourmand World Cookbook
Awards for Best in the World“ í Kína í apríl síðastliðnum.
Dómnefndin valdi bók Völundar úr 6.000 bókum og
þótti hún einstök fyrir uppskriftir, myndir og texta. Þar
að auki var hann tilnefndur í fjórum verðlaunaflokkum
til viðbótar; sem besti kokkurinn, fyrir bestu
matreiðslubók tengda matreiðsluþætti, bestu ljósmyndir
tengdar matreiðslubók og bestu matreiðslubók tengda
sögu lands. Þá verður Delicious Iceland til sýnis á
bókasýningu sem mun standa allt Ólympíuárið í Peking
í Kína, en á hana voru valdar nokkrar verðlaunabækur
Gourmand World Cookbook Awards og felst í því
mikil viðurkenning fyrir Völund og aðra aðstandendur
bókarinnar og þá vinnu sem lögð hefur verið í verkið.
Býr til brauðkúltúr
Völundur, líka þekktur sem Chef Worly, hefur
leikið matreiðslulistir sínar í nokkrum af þekktustu
veitingahúsum heims á undanförnum árum og rekið
viðurkenndan veitingastað á Bahama-eyjum, sem hann
seldi á liðnu ári. Hann hefur verið á ferðinni á 13. ár
og verið búsettur á Bahama-eyjum ein sjö ár og býr
þar enn ásamt eiginkonu sinni, Þóru Sigurðardóttur,
sjónvarpskonu og rithöfundi. Nýverið opnaði hann
veitingastaðinn Sabor við Pelíkanaflóa og er jafnframt
að undirbúa opnun bakarís, þar sem brauðkúltúr skortir
tilfinnanlega á Bahama-eyjum, og endurlífga níræða
veitingastaðinn Stone Crab. Þegar viðtalið fór fram var
nafn staðarins ekki komið á hreint, en næsta víst að
hann yrði kenndur við krabba. „Sabor“ merkir bragð
á spænsku og segir Völundur að 50 nöfn hafi komið
til greina í fyrstu. Sjö manna hópur hittist síðan til
skrafs og ráðagerða yfir „Eggs Benedict“ sem var skolað
niður með „Bloody Mary“ og um kaffileytið hafði
„sabor“ náð yfirhöndinni. Sabor er bar og veitingastaður
með „fusion“ matseðli og „latino“ stemningu og
ekki laust við að lestur matseðilsins sé örvandi fyrir
munnvatnskirtlana.
Bragðið er enda lykilatriði þegar meistarakokkar
sýna hvað í þeim býr og segir Völundur að við gerð
Gómsæt landkynning
Völundur snær Völundarson hlaut nýverið alþjóðlega viðurkenningu fyrir matreiðslu- og landkynningarbókina
Delicious iceland og er að byggja upp bakarí og veitingastaði á Bahama-eyjum með fulltingi íslenskra fjárfesta.
Delicious Iceland hafi gæðum hins íslenska hráefnis verið ætlað að njóta sín bæði
í einföldum og flóknari búningi. „Íslendingum hefur þótt fremur töff að gefa
útlendingum hákarl og brennivín og sviðakjamma og punga og þess háttar. Ég
hef áhuga á að breyta þessu, enda eru langbestu veitingastaðir í heimi miðað við
höfðatölu hér á landi. Ég hef fengið mikinn stuðning við það sem ég hef byggt
upp og íslenska fjárfesta í lið með mér, sem standa einir að fjármögnuninni,“
segir hann.
Náttúran og hráefnið á skjánum
Völundi hefur ekki ósjaldan brugðið fyrir í sjónvarpi í hlutverki sjónvarpskokksins
og nú er í vinnslu þáttaröð sem unnin hefur verið út frá Delicious Iceland
bókinni. Byrjað var í réttum að hausti að hans sögn og þegar er búið að safna
heilmiklu myndefni. Áætlað er að þættirnir verði tólf og eru þrír þeirra tilbúnir.
Verða þeir sýndir á Travel Channel, Discovery, National Geographic stöðinni,
Food TV Network og BBC Food.
„Íslenskt hráefni er undirstaðan í öllum réttunum, sem ég þróa síðan í áttir
sem mér finnst áhugaverðar, og í einhverjum tilvikum verða þeir flóknir og
ævintýralegir. Aðalatriðið er að sýna náttúruna okkar og hráefnið eins og ég sé
það,“ segir Völundur Snær Völundarson að lokum.
Hreinn Hreinsson tók myndirnar fyrir Delicious Iceland og er jafnframt
tökumaður og framleiðandi samnefndra þátta. Haukur Ágústsson skrifaði texta
og var hönnun í höndum Ívans Burkna. Útgefandi er Salkaforlag.
matreiðsla
Texti: Helga Kristín Einarsdóttir Mynd: Geir Ólafsson
Völundur Snær Völundarson
ól manninn á bökkum Laxár í
Aðaldal og hefur undanfarin
sjö ár bætt matarmenningu
Bahama-eyja og er hvergi
nærri hættur. Hann er alltaf
að leita að nýjum spennandi
verkefnum.