Ský - 01.06.2007, Síða 21
sk‡ 21
þjóðarskútunni út úr skerjagarði þrenginga,
meðal annars með uppbyggingu nýrra
atvinnutækifæra, það er virkjun Þjórsár við
Búrfell og byggingu álvers í Straumsvík.
Telja ýmsir að í þessum þrengingum hafi
Bjarni best sýnt atgervi sitt: hæfileikann til
að leiða erfið mál til lykta.
Á viðreisnartímanum myndaðist traust
samband milli verkalýðshreyfingarinnar
og ríkisvaldsins sem skipti öllu þegar
kom að gerð kjarasamninga árið 1964,
Júnísamkomulagsins sem svo var nefnt. Auk
aðgerða í efnahagsmálum var þar kveðið
á um fjölgun orlofsdaga og aðgerðir í
húsnæðismálum, það er byggingu minnst
1500 nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu
fyrir efnaminna fólk, sem markaði upphaf
framkvæmda í Breiðholtshverfi í Reykjavík.
Höfðu þær framkvæmdir meðal annars
þann tilgang að útrýma braggabyggðunum í
borginni þar sem margir bjuggu við ömurleg
skilyrði.
Skapaði langþráðan vinnufrið
Í sögu Vinnuveitendasambands Íslands, Frá
kreppu til þjóðarsáttar, segir Guðmundur
Magnússon að þó Júnísamkomulagið hafi
ekki að öllu leyti verið atvinnurekendum
að skapi hafi það þó skapað langþráðan
vinnufrið í þjóðfélaginu „... og þar af
leiðandi tækifæri til sóknar og uppbygginga
í atvinnulífinu,“ eins og komist er að orði.
Höfundur getur þess ennfremur að á árunum
eftir Júnísamkomulagið hafi þeir Bjarni og
Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar oft
átt óformlega einkafundi sem að öllum líkum
hafi greitt fyrir lausn þeirra margvíslegu
ágreiningsmála á vinnumarkaði sem uppi
hafi verið á hverjum tíma.
Eftir gengisfellingu í lok nóvember
1968 sögðu mörg verkalýðsfélög landsins
upp kjarasamningum sem að sjálfsögðu
skapaði óróa á vinnumarkaði. Til að lægja
öldurnar var í janúar 1969 gert stórátak
til atvinnuaukningar og í samkomulagi
ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins
var kveðið á um að stofna skyldi lífeyrissjóði
sem allir launþegar greiddu til.
Bismarck mótaði Bjarna
Hvað mótaði Bjarna Benediktsson helst?
Í viðtali við Matthías Johannessen í
Morgunblaðinu árið 1967 nefnir Bjarni
þar áhrif frá æskuheimili sínu, þar sem
hann kynntist Íslendingasögunum og las
Skírni þar sem var skráð stjórnmálasaga 19.
aldarinnar. Þá hafi faðir hans verið mjög
þýsksinnaður og það hafi vakið áhuga sinn
á málum þar í landi, þá sérstaklega á Otto
van Bismarck, járnkanslaranum sem svo
var nefndur og var við völd í Þýskalandi
undir lok 19. aldarinnar. Segir Matthías að
engum þurfi að koma á óvart dálæti Bjarna
á Bismarck, manninum sem sagði stjórnmál
list hins mögulega og beitti sér mjög fyrir
umbótum á aðstöðu efnaminna fólks.
Af áðurnefndri frásögn Ólafar, systur
Bjarna, má og ráða að námsdvöl hans í
Þýskalandi um 1930 hafi mótað viðhorf hans
mikið. „Um þessar myndir er Hitler að byrja
að koma undir sig fótunum í Þýskalandi.
Var Bjarni lítið hrifinn af valdabrölti hans.
Hann skrifar heim um átök kommúnista
og nasista og fundahöld hinna síðarnefndu
og talar um hlífðarlausar pólitískar ofsóknir
þeirra, hryðjuverk og pólitísk morð ... Má
ekki sjá á hvorum hann hafði minna álit,
kommúnistum eða nasistum.“
„Hvað verður um Ísland“
Sviplegt fráfall Bjarna Benediktssonar 1970
er eitt af mestu áföllum íslensku þjóðarinnar.
Bjarni unni mjög sögu þjóðarinnar, bast
Þingvöllum sterkum böndum og dvaldist
þar oft í ráðherrabústaðnum. Húsið, sem var
reist í tilefni konungskomunnar árið 1907,
brann til kaldra kola aðfaranótt 10. júlí 1970
og fórust þar Bjarni, Sigríður Björnsdóttir
eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson,
dóttursonur þeirra.
Öllum ber saman um að Bjarni
Benediktsson hafi verið maður stór í brotinu;
haft bæði visku og hæfileika til að takast á við
krefjandi og vandasöm verkefni. Það hafi því
ekki verið að ófyrirsynju að hann valdist til
vandasamra verkefna í þágu lands og þjóðar.
Sem mótherji gat hann verið harður í horn
að taka og miskunnarlaus. Við andlát hans
þótti skarð hans vandfyllt enda er gjarnan
sagt að afrek mikilhæfra forystumanna og
rúmið sem myndast við fráfall þeirra vitni
best um hæfileika þeirra.
„Góður vinur minn sagði mér í óspurðum
fréttum fyrir nokkrum mánuðum, að hann
mundi aldrei kjósa Bjarna Benediktsson,“
sagði Geir Hallgrímsson í minningarorðum.
„Ég lét mér það í léttu rúmi liggja, því að ég
taldi hvort eð var litla von liggja í fylgi hans.
Eftir að þessi sami maður spurði lát Bjarna
Benediktssonar sagði hann: Hvað verður um
okkur? Hvað verður um Ísland?“ sky
,
Bjarni Benediktsson
Bjarni kynntist mörgum þjóðarleiðtogum. Hér sést hann árið 16 á milli
Brandts kanslara Vestur-Þýskalands og Nixons Bandaríkjaforseta