Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 46
6 sk‡
Kaupmannahöfn þekki ég best; hæglát, þægileg. Í Helsinki líður
mér einhvern veginn best í skemmtilegu samblandi af austri og
vestri, Stokkhólmur er stórborgarlegust Norðurlandahöfuðborg
anna, fallegust, kraftmest, fullorðnust. Osló þá, einhvers staðar
mitt á milli. Sjálfir kynna þeir höfuðborgina sína sem stærsta
þorp í heimi. Líklega rétt. Stokkhólmur er örlítið fjölmennari
og fjölmenningarlegri en Köben, Báðar með rúmlega eina og
hálfa milljón. Helsinki með tæpa milljón og Osló minnst með
helmingi færri íbúa en stóru borgirnar tvær. Allar eiga þær það
sameiginlegt að hafa tvö andlit. Vetur og sumar. Helsinki og
Stokkhólmur eru svellkaldar með frost um tuttugu stig um
hávetur. Fimmtíu gráðum kaldari en um hásumar, þegar hitinn
sleikir þrjátíu stigin. Og það sést á mannfólkinu. Kaupmanna
höfn er ekki jafnköld, en grá og rök. Hvergi á byggðu bóli er núll
gráðurnar jafnkaldar og á Amager. Osló breytist í vetrarparadís
þar sem gamlar konur aka um með sparkvagna, miðaldra
kóngar spenna undir sig gönguskíði, og allir taka með sér nesti
í útivist í hvítri náttúru stórborgarinnar. Og á sumrin spóka þeir
sig á nektarströndinni á Bygdöy, við miðbæinn, frjálsir eins
og notarleg Norðurlandasólin. Á meðan Stokkhólmsbúarnir
flykkjast út í skerjagarð á bátunum sínum og Finnarnir anda að
sér heitri sánunni, við vötnin sem opna landið. Kaupmannahafn
arbúarnir hygga sig allt sumarið, með hvítvíni, en þó aðallega
bjór, dönskum auðvitað. PS
Fjórar
stórar
myndir og texti: Páll Stefánsson