Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 22

Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 22
 22 sk‡ Þegar SKÝ náði tali af Rögnu var hún nýkomin heim frá Glasgow þar sem hún hafði verið að keppa á heimsmeistaramóti landsliða og var á leiðinni strax út aftur til að spila á fleiri mótum. „Ég fer út einu sinni til tvisvar í mánuði til að keppa. Núna er ég að fara á mót í Taílandi en síðan held ég áfram þaðan til Ástralíu á annað mót og þriðja mótið í þessari lotu verður á Nýja-Sjálandi. Það gerir þrjú mót á einum mánuði og er reyndar óvenju mikið álag því þessi löngu flug geta líka verið þreytandi.“ Ragna segir flest stig fyrir heimslistann í boði á mótum í Asíu og því sé mikilvægt fyrir hana að keppa þar til að komast á Ó­lympíuleikana í Peking á næsta ári. „Það lítur vel út með Ó­lympíuleikana. Ef farið væri eftir heimslistanum núna væri ég inni. Það dugar að vera í efstu sextíu sætunum á listanum og núna er ég í 43. sæti. Ég þarf því bara að halda mér á svipuðum stað til að vera pottþétt inni þegar síðasti listinn birtist 1. maí á næsta ári. “ Nýverið gerði SPRON styrktarsamning við Rögnu og hún segir hann hafa breytt miklu fyrir sig. „Sá stuðningur gerir að verkum að ég get farið til Asíu að spila á þessum sterku mótum við erfiðustu andstæðingana. Nú get ég líka leyft mér að ferðast með þjálfaranum mínum, Jónasi Huang. Og vegna þess að ég þarf ekki að vinna get ég stundað nám meðfram badmintoninu en ég stefni á að útskrifast úr heimspeki og sálfræði frá Háskóla Íslands næsta vor.“ Hvað með atvinnumennsku? „Hún hefur aldrei heillað mig mikið. Mér líður best hérna á Íslandi þar sem ég er með góðan þjálfara og gott fólk í kringum mig. Evrópusambandið valdi saman hóp af spilurum sem eiga góðan möguleika á að komast á Ó­lympíuleikana og ég fer út 4-6 sinnum á ári í æfingabúðir með þeim. Mér finnst það þægilegasta fyrirkomulagið, að skjótast út og æfa í stuttan tíma, en koma svo aftur heim. Ég hef líka náð að lifa á badminton eftir að SPRON gerði samninginn við mig.“ Ragna segist hafa byrjað að æfa badminton níu ára gömul og þá elt eldri bróðir sinn inn í greinina. Síðan hefur hún unnið flesta þá titla sem mögulegt er fyrir hana að vinna á Íslandi og æfingaplanið orðið talsvert strangara en fyrir 15 árum. „Ég æfi tvisvar á dag alla daga vikunnar þótt sunnudagar séu aðeins afslappaðri. Þrjá morgna í viku fer ég á einkaæfingu hjá þjálfaranum mínum en aðra morgna hleyp ég, lyfti eða hjóla. Öll kvöld eru svo félagsæfingar hjá TBR. Það eru hálfgerðar landsliðsæfingar því það æfa meira og minna allir hjá því félagi.“ „Undanfarið hefur svo bæst við sjúkraþjálfun og styrkingaræfingar því ég sleit krossband í apríl og þurfti þá að taka mér mánaðarfrí. Heimsmeistaramótið í Glasgow í júní var fyrsta mótið sem ég tók þátt í eftir þessi meiðsli. En ég er alltaf að verða betri þótt ég þurfi enn að spila með hnéband. Ég er farin að spila tvíliða- og Leitin að verðugum andstæðingum ragna ingólfsdóttir er óumdeild badmintondrottning Íslands. hún hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik kvenna síðastliðin fimm ár og varð þrefaldur meistari á síðasta Íslandsmeistaramóti þegar hún sigraði einnig í tvíliða- og tvenndarleik. hún vann líka iceland international mótið sem haldið var á síðasta ári og hún virðist vinna annað hvert af þeim fjölmörgu mótum sem hún keppir á í evrópu. enda er hún nú í 43. sæti heimslistans í einliðaleik og allt útlit fyrir að hún sé á leiðinni á Ólympíuleikana í Peking á næsta ári. texti: Huldar Breiðfjörð • mynd: Mbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.