Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 45

Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 45
 sk‡ 5 um veislur og borðsiði en þar var Bragi myndasmiður. „Þegar ég horfði á augun í Braga í vöggu fannst mér hann strax merkilega fullorðinslegur og eiginlega hefur hann ekki síður alið mig upp en ég hann. Oft hefur hann verið kletturinn í mínu lífi, skynsamur og jarðtengdur. Hann er ómissandi tækniráðgjafi minn og leiðir mig um ókunnar borgir á dularfullan hátt, eins og hann sé innfæddur. Hann á yndislega kærustu, Júlíu, sellóleikara, og eftir að þau fluttu að heiman til náms í Lundúnum hafa verið margar heimsóknir þangað,“ segir Bergþór. „Samband mitt við pabba er mest í eina átt og sjálfum mér til of lítils sóma. Hann er einlægt boðinn og búinn að hjálpa til og aðstoða, hvort sem það lýtur að því að leggja parket, þýða texta eða ausa af óþrjótandi viskubrunni sínum, hann er eiginlega gangandi alfræðiorðabók og það kemur sér oft vel þegar Netið þrýtur!“ Nafn: Brag­i Berg­þórsson. Fæðingardagur: 16. apríl 1981. Stjörnumerki: Hrútur. Gæludýr: Ekki nema g­ullfiskarnir mínir sem frömdu sjálfsvíg­. Uppáhaldsmatur: Úff, það­ er erfitt að­ svara því. Eig­inleg­a er é­g­ samt í g­runninn mikill kjötmað­ur og­ finnst því g­óð­ steik öð­ru betra. Síð­an hef é­g­ einstakt dálæti á sumum japönskum, ítölskum, indverskum og­ taílenskum mat en listinn leng­ist eftir því sem mað­ur vex (út til hlið­anna það­ er að­ seg­ja). Uppáhaldsdrykkur: Ég­ er að­ mestu kominn út í íslenska vatnið­, é­g­ kann alltaf betur og­ betur að­ meta það­ eftir því sem é­g­ hef búið­ leng­ur í útlöndum. Það­ er líka mjög­ g­ott með­ kók- eð­a bjórbrag­ð­i. Annars finnst mé­r íslensk kókómjólk líka skelfileg­a g­óð­ sem og­ rauð­vín og­ púrtvín og­ reyndar viskí líka. Ég­ held é­g­ sé­ mjög­ óákveð­inn í þessum flokki. Mottó: Fólk er eins og­ það­ er, flesk. Saman á sviði á ný Bragi Bergþórsson segir að söngurinn sé sér í blóð borinn og að það hafi aldrei hvarflað að sér að leggja veðurfræðina fyrir sig. hann fullyrðir að faðir sinn og afi séu báðir snillingar, hvor á sínu sviði. „Veðurfræðin kom aldrei til greina hjá mér, enda hef ég aldrei verið mikið fyrir slaufur. Ég hafði samt mikinn áhuga á kortunum og límmiðunum sem krakki en það varð ekki mikið úr því. Það hefur alltaf verið mikil tónlist í kringum mig og mamma og pabbi eru náttúrlega með eindæmum miklir snillingar. Afi gaf mér til dæmis blokkflautuna mína sem ég notaði óspart í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og forláta nótnatösku sem ég spókaði mig um gangana með,“ segir Bragi kíminn á svip. Á von á erfingja Bragi hefur undanfarin þrjú ár verið í söngnámi í Lundúnum en er nú á heimleið. „Ég verð í hlutverki í Ariadne auf Naxos eftir Strauss í óperunni í haust. Það verður áreiðanlega mjög skemmtilegt því þar fer karl faðir minn líka með hlutverk og verður það í fyrsta skipti sem við verðum saman á sviði í óperu síðan ég var 11 ára gamall. Síðan ætla ég að reyna að koma mér sem best fyrir með minni heittelskuðu því afi endurnýjar langafaskírteinið sitt um jólin,“ útskýrir Bragi. Nú mun Bragi brátt eiga samleið aftur með föður sínum á sviði en í gegnum tíðina hafa þeir einnig verið duglegir að nýta sér frístundir saman. „Við pabbi fórum mikið í útilegur þegar ég var yngri en svo höfum við oftsinnis farið til útlanda saman og út á land. Síðan hefur alltaf verið reynt að stefna fjölskyldunni að minnsta kosti einu sinni á ári á fæðingarstað ömmu í Hörgárdal og þaðan á ég ótal góðar minningar.“ Hvítlaukur, lýsi og bylgjuhár Bragi metur föður sinn mikils og einnig afa sinn og segir þá ævinlega fúsa til að aðstoða sig ef honum liggur eitthvað á hjarta. „Afi er um það bil einn klárasti maður sem ég þekki, sterkur eins og naut, flautar skemmtilega þegar hann er upptekinn og fær sér lýsi út á allt. Ef ég ætti að lýsa afa þá væri það náttúrlega slaufan og hið einstaka bylgjuhár. Ég hef oft reynt að ná þessari greiðslu með lélegum útkomum. Pabbi er annar snillingur en hann fær sér reyndar hvítlauk út á allt (út í hafragraut líka). Pabbi er alveg bráðfyndinn en er samt langfyndnastur þegar hann talar í símann, því þá æðir hann um alla íbúðina fram og tilbaka. Hann getur spilað á ógrynni hljóðfæra og er algjörlega ósigrandi í rússa,“ segir Bragi hlæjandi. En eigið þið einhver sameiginleg áhugamál? „Já, það má nú segja það því við pabbi reynum svolítið að syngja saman. Síðan drekkum við ósköpin af kaffi saman og höfum mikinn áhuga á matargerð og þess konar iðju. Við afi höfum mikið stússað með tölvur og tölur í gegnum tíðina, reyndar hvor í sínu lagi. Síðan hefur afi mikinn áhuga á þorskinum en mér finnst hann afar góður soðinn með kartöflum (helst stappaður)!“ nærmynd af feðgum Bréf Páls níu ára til Helga Hjörvars ú­tvarpsmanns sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.