Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 12

Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 12
 12 sk‡ „Ég er að semja sálm við texta eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur sem verður fluttur á Kirkjulistahátíð. Jafnframt því er ég undirbúa tónleikaferð um Evrópu í haust. En aðallega er ég að velta fyrir mér næstu plötu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég á ekkert lag á lager og finnst eins og ég sé að byrja upp á nýtt. Næst langar mig að gera plötu sem er meira útsett og tengist betur menntun minni í tónsmíðum og nota meira af klassískum hljóðfærum. Mig hefur alltaf langað að sameina þessa tvo kalla, rokkarann og tónskáldið.“ Hvernig líst þér á að fylgja eftir svo góðri byrjun sem Wine for my Weakness var? „Sú plata var eiginlega eins og BA-ritgerðin mín. Eitthvað sem ég þurfti að klára til að hrista af mér vinina og ættingjana sem voru sífellt að spyrja hvort það færi ekki að koma plata. Viðtökurnar komu mér þægilega á óvart og ég er þakklátur fyrir þær. En aðalmálið er að gera bestu mögulegu plötuna hverju sinni. Ef það tekst getur leiðin ekki annað en legið upp á við, í það minnsta áfram.“ Auk þess að semja tónlist við kvikmyndir hefurðu búið til tónlist fyrir leikrit eins og Draumleik og Ó­fögru veröld og nú ertu að semja sálm. Hvar nýturðu þín best? „Að búa til plötur skiptir mig öllu máli og ég lít á allt annað sem hliðarverkefni. Hinsvegar lifi ég á þeim verkefnum ásamt spilamennskunni eins og flestir íslenskir tónlistarmenn. Þetta er bara það lítið land. Platan er reyndar að koma út í útlöndum en fólk fer yfirleitt ekki að hafa tekjur af plötunum sínum fyrr en kannski á annarri eða þriðju plötu. Þangað til það gerist verður maður bara að fara þetta á hugsjóninni og tilfallandi harki. Hingað til hefur þetta samt allt verið mjög skemmtilegt. Til dæmis var samstarfið við Ragnar Bragason einstaklega gefandi. Þegar ég gerði tónlistina við myndirnar hans, Börn og Foreldra, fékk ég tækifæri til að láta rokkarann og tónskáldið vinna saman. Þá tók ég við hugmyndum frá Ragnari, skrifaði þær og útsetti, spilaði á fullt af hljóðfærum og tók allt upp sjálfur. Hraðinn í kringum Killer Joe var líka mjög spennandi en ég samdi meira og minna alla tónlistina fyrir það á viku,“ segir Pétur. Gítarhetja í Garðabæ Áður en þú gafst út plötuna þína varstu orðinn ágætlega þekktur fyrir snaggaralegan gítarleik í laginu Murr Murr sem þið Mugison gerðuð saman. Á plötunni þinni er flottur gítarleikur líka áberandi. Og ef þú ert gúgglaður sést fljótt að það eru margir á því að þú sért „geðveikur“ gítarleikari. Hvaðan kemur þessi gítarfærni? „Ég kenndi mér eiginlega bara sjálfur á gítar um fermingaraldur. Og það bjargaði mér að geta sökkt mér í þær pælingar þegar ég var að alast upp í Garðabænum. Hinsvegar hef ég haft marga góða Rokkarinn eða tónskáld­ið fyrsta sólóplata Péturs Ben, Wine for my Weakness, sló rækilega í gegn þegar hún kom út á síðasta ári og hlaut svo Íslensku tónlistarverðlaunin 2007. síðan hefur Pétur haldið áfram að sýna að það flækist fátt fyrir honum þegar kemur að tónlist. enda ekki bara hæfileikaríkur heldur líka sprenglærður í tónsmíðum. hann samdi og útsetti tónlistina við bíómyndirnar Börn og foreldrar og hefur gert það sama fyrir fjölda leiksýninga. nú síðast gerði Pétur tónlistina við leikritið killer joe sem hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir. huldar Breiðfjörð hitti Pétur Ben yfir kaffibolla á hótel holti - hvar annarsstaðar - og hóf spjall þeirra á að spyrja hvað hann væri að fást við þessa dagana? texti: Huldar Breiðfjörð • mynd: Mbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.