Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 52

Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 52
 52 sk‡ Vilhjálmur var afar áberandi þegar hann var drukkinn en hann var þó aldrei útigangsmaður í hefðbundnum skilningi orðsins en þegar hann drakk hélt hann í kringum sig hirð útigangsmanna og sýndist oftast vera nokkurs konar leiðtogi þeirra eða konungur. Glæsilegur óreglumaður Villi frá Skáholti eins og hann var alltaf kallaður fæddist 29. desember 1907. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson sjómaður og Sigurveig Einarsdóttir sem bjuggu í Skáholti allan sinn búskap og eignuðust saman átta börn. Þau voru bæði ættuð úr Árnesþingi, hún úr Grímsnesinu, hann af Skeiðunum. Sennilega hefur Vilhjálmur verið skírður í höfuðið á Vilhjálmi Guðmundssyni föðurbróður sínum í Knútsborg á Seltjarnarnesi sem drukknaði á þilskipinu Georg 28. mars þetta sama ár. Vilhjálmur ólst upp í Skáholti í upphafi tuttugustu aldarinnar. Það þótti talsvert afrek af óbreyttum verkamanni á þessum tíma að reisa sér sitt eigið hús yfir fjölskylduna eins og Guðmundur faðir Vilhjálms gerði. Skáholt stendur enn við Drafnarstíg númer 3 og er í góðu ástandi. Þar býr nú Jóhanna Kristjónsdóttir heimshornaflakkari og blaðamaður. Guðmundur faðir Vilhjálms lagði mjög hart að sér við að byggja húsið en það er til marks um nægjusemi þessara tíma að hjónin leigðu alla tíð út efri hæð hússins og létu sér nægja neðri hæðina og þar ólust átta börn upp í íbúð sem er 40-50 fermetrar að grunnfleti. Guðmundur vann tilfallandi verkamannavinnu þegar hún gafst en þegar hart var í ári fór hann stundum austur í sveitir þaðan sem hann var upp runninn og vann fyrir sér og fjölskyldunni með vefnaði. Vilhjálmur var yngstur systkinanna átta og fetaði snemma aðrar brautir í lífinu en þau. Hann lagði ungur fyrir sig skáldskap og hóf að gefa út kveðskap sinn á prenti og fyrsta ljóðabók hans Næturljóð­ kom út 1931 þegar hann var aðeins 24 ára gamall. Vort dag­leg­a brauð­ kom út 1935 og Sól og­ menn 1948 og síðasta bókin Blóð­ og­ vín kom út 1957. Vilhjálmur lést aðeins 55 ára gamall árið 1963 af slysförum. Árið 1992 setti Hörpuútgáfan allar ljóðabækur Vilhjálms saman í eina bók sem ber heitið Rósir í mjöll, eftir einu kvæða hans. Formála að safninu ritar Helgi Sæmundsson og í þeirri fáorðu frásögn er að finna heillegustu ævisögu Vilhjálms sem greinarhöfundur fann á prenti. Þar segir orðrétt: „Vilhjálmur frá Skáholti var örlyndur maður og lífsþyrstur. Hann gekk ungur í sveit Bakkusar og hugðist verða sér úti um nautn og svölun við hirð þess falska en tilætlunarsama harðstjóra. En gleðin í því boði reyndist skammvinn. -Vilhjálmur varð brátt háður áfengum drykkjum. Lenti hann fyrr en varði í óreglu, en gleymdi þó aldrei stolti og reisn. Hann gerðist einskonar konungur í skuggaríki fátækra og drykkfelldra utangarðsmanna. Vilhjálmur þótti leiðtogi þessara bágstöddu félaga sinna og naut trausts þeirra og virðingar til hinstu stundar. Hann dró aldrei fjöður yfir ólán sitt og lýsir því af einlægni og hreinskilni í mörgu kvæði. Samt væri hæpið að kalla flótta hans uppgjöf. Vilhjálmur var uppreisnarmaður að eðli og af skoðun. Hann vildi því gjarnan hneyksla værukæra og guðhrædda broddborgara, enda bar mikið á honum í solli. Hann varpaði þá oft að samtíð sinni og mannfélagi hrópum stækari þeim frýjuorðum sem léku honum á tungu þegar hann flutti þrumuræður sínar í bundnu máli. Mig grunar að lífsþorsti Vilhjálms og uppreisnarhugur hafi opinberast þannig eigi síður en í ljóðunum. Auðvitað sætti Vilhjálmur frá Skáholti ámæli fyrir líferni sitt og stundum varla að ástæðulausu, en hann varð þó engan veginn lítilsigldur. hér sit ég einn með sjálfstraustið mitt veika einn af þeim sem setti svip á götur reykjavíkur um langt bil í kringum miðja tuttugustu öld var Vilhjálmur skáld frá skáholti sem kenndi sig alla ævi við þennan fæðingarstað sinn. Vilhjálmur var myndarlegur og glæsilegur maður að vallarsýn, hávær, orðheppinn, skáldmæltur og litríkur persónuleiki. hann lifði stutt og hratt en skildi eftir sig þrjár ljóðabækur og söngtexta sem hálf þjóðin kann að minnsta kosti brot úr. texti: Páll Ásgeir Ásgeirsson • myndir: Páll Kjartansson og fleiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.