Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 9

Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 9
 sk‡  Bók­in er nú til húsa á horni Klapparstígs og Hverf­isgötu og útstillingin í stórum búð­arglugganum er k­annsk­i sú f­allegasta í borginni. Gamlar bæk­ur í röð­um sem lýst er sk­emmtilega á vélrituð­um mið­um og k­osta f­rá nok­k­urhund­ruð­ k­rónum upp í tugi þúsund­a. Fyrir innan tek­ur við­ reyk­elsislyk­t, bók­astaf­lar og gamla guf­an. Bragi stend­ur f­raman við­ búð­arborð­ið­ og stillir upp plak­ötum af­ Bobby Fischer og Cond­oleezzu Rice - hlið­ við­ hlið­ - of­an á einum staf­lanum. Gamli heimsmeistarinn er þek­k­tur f­astak­únni búð­arinnar og á lík­lega ef­tir að­ bregð­a næst þegar hann lítur við­. End­a glottir Bragi. En hversk­onar f­ólk­ eru við­sk­iptavinir hans? „Kúnnahópurinn í dag er algjör þverskurður af samfélaginu,“ svarar Bragi. „Hér koma þeir sem safna mjög gömlum og fornum bókum vegna söfnunargildis. Þar á meðal eru nokkrir stöndugir menn og konur í útlöndum sem safna svokölluðu íslensku „fornprenti“, bókum prentuðum á Íslandi fyrir 1844. Sumir safna bara handritum eða skrifuðu máli. Stofnanir og bókasöfn og ýmis embætti kaupa hér margskyns fræði sem þau vantar. Líka fjöldi grúskara og fræðimanna hérlendis og erlendis. Mikill fjöldi ungs fólks kemur og kaupir allskonar skrítna hluti til gjafa eða skemmtunar sér og öðrum. Bækur um sjálfshjálp, allskonar blandaðar fagbókmenntir, mat og vín og hverskyns efni eru líka vinsælar.“ Bragi bætir við að svona búð sé ekki síður samkomustaður skálda og listamanna, heppnaðra og misheppnaðra. „Allskonar menningarelítufólk lítur við og lætur ljós sín skína. Hér koma líka allskyns stjórnmálarefir, áhugafólk um sjónarspil mannlífsins og utangarðsfólk. Heilmikið er um að fólk leiti ráða í persónulegum málefnum og þótt við feðgar séum ekki í neinni samkeppni við sálfræðinga eða geðlækna, reynum við eftir bestu getu að leysa vanda gesta. Þótt það snúist ekki alltaf um bókakaup.“ Hvernig kom það til í upphafi að þú fórst að selja gamlar bækur? „Ég sogaðist inn í gamlabókaheiminn sem ungur maður í Versló, undir menningarlegum handarjaðri Gríms Helgason kennara, föður Vigdísar skálds. Þá fór ég að heimsækja fornbókabúðir og kynntist allskonar menningar- og listafólki sem sótti sömu staði. Síðan kynntist ég Sigurði Benediktssyni, blaðamanni og listuppboðshaldara og fór að aðstoða hann við bókauppboð sem hann hélt oft á hverju ári frá 1955 til 1970. En árið 1977, eftir nokkurra ára námsdvöl í Danmörku, setti ég upp búðina. Fyrst var hún á Skólavörðustíg 20 og þar var ég í hörku samkeppni við góða vini míni í þessum bransa, Gunnar og Snæ, sem voru með Bókina hf. á Skólavörðustíg 6. En þeir voru orðnir fullorðnir menn og þegar þeir vildu hætta með búðina keyptum við feðgar þetta gamla góða fyrirtæki og höfum rekið það áfram síðustu árin.“ Yngri skáldin vinsæl Bókin hefur netvæðst og nú eru mörg þúsund titlar á vefsíðu búðarinnar, bokin.is. Undanfarna þrjá áratugi hefur búðin líka gefið út prentaðar bóksöluskrár og sent til þúsunda íslenskra heimila og einnig til erlendra menntastofnana. Aðspurður hvort hlutirnir breytist ekki hægt í fornbókabransanum, svarar Bragi: „Árið 1977 var bóka- og menningarsviðið allt öðruvísi en í dag. Sú lágmenningar- og spennuafþreying sem sjónvörpin sinna af ástríðu nú á dögum var öll í reyfurum, spennu- og ástarsögum sem seldust í metravís á hverjum degi. Þetta var líka fyrir daga verðtryggingarinnar en um 1980 urðu vextir í bönkum jákvæðir og brunnu því ekki eins upp í verðbólgubálinu. Menn fjárfestu í málverkum og gömlum bókum, geymdu peninga í söfnunargripum, fjölmargir þekktir einstaklingar eignuðust dýrmæt bóka og málverkasöfn. Það má nefna Þorstein Jósepsson rithöfund, Torfa Hjartarson tollstjóra, Þorstein M. Jónsson útgefanda og alþingismann og Sigurð Nordal prófessor. Steinn Steinarr skáld eignaðist líka verðmætt bókasafn sem hann seldi síðan með verulegum ábata. Þegar afþreyingarmöguleikunum fjölgaði og bankarnir fóru að greiða vexti af peningum, breyttust áherslur hjá þeim sem höfðu „fjárfest“ í þessum hlutum. En samt hefur alltaf verið hægt að fjárfesta í bókum og málverkum. Það er bara flóknara en að fara í tölvuna og skrifa sig fyrir hlutum í félögum.“ Inn í búðina kemur alvarlegur maður og segist vera að sækja bókina „Virkir dagar“ sem hann pantaði í gegnum síma deginum áður. „Já, varst það þú,“ segir Bragi rólegur og dregur appelsínugula skruddu út úr bókastafla á bakvið búðarborðið. Þegar maðurinn er horfinn aftur spyr ég hverskonar bækur seljist best í búðinni í dag. „Það er gaman hversu mikið af ungu fólki kemur og kaupir eldri þýdd skáldverk. Mikið er spurt eftir ritum um íslenska náttúrufræði, ættfræði og texti: Huldar Breiðfjörð • myndir: Páll Kjartansson Bragi kristjónsson hefur rekið fornbókabúðina Bókina í 30 ár. fáum árum eftir að búðin opnaði við skólavörðustíg árið 1977 kom sonur hans, ari Gísli, inn í reksturinn og saman hafa þeir starfrækt verslunina á fimm stöðum í reykjavík.. huldar Breiðfjörð fór í heimsókn til feðganna og spjallaði við þá um búðina, bækur og þjófa. Feðgarnir í Bókinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.