Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 70

Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 70
 70 sk‡ Kate Winslet er gott dæmi um fræga kvikmyndastjörnu sem er með fæturna á jörðinni hvað varðar leikferilinn. Hvað eftir annað hefur hún neitað gylliboðum um hlutverk í stórmyndum í Hollywood og valið að leika í minni kvikmyndum óháðra framleiðenda og helst þá á heimaslóðum enda heimakær stúlka sem helst ekki vill yfirgefa England. Að vísu eiga hún og eiginmaður hennar Sam Mendes íbúð í New York, en búa að mestu leyti í London ásamt börnum sínum. Það hefur einkennt feril Kate Winslet frá því hún sló eftirminnilega í gegn í Titanic, sem er ein vinsælasta kvikmynd allra tíma, að hún fer sínar eigin leiðir í hlutverkavali og er ekki hrædd við að taka áhættu. Hún nánast afneitaði frægðinni eftir Titanic og lék í ódýrum kvikmyndum á borð við Hideous Kinky og Holy Smoke í stað þess að taka tilboðum um aðalhlutverk í Shakespeare in Love og Anna and the King, hlutverk sem enduðu hjá Gwyneth Paltrow og Jodie Foster. Má geta þess að þegar hún lék í jólamyndinni The Holiday í fyrra var það fyrsta Hollywood-kvikmyndin hennar frá því hún lék í Titanic fyrir tíu árum. Kate Winslet Yngsta leikkonan sem fengið hefur fimm Óskarstilnefningar • texti: Hilmar Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.