Ský - 01.06.2007, Side 70

Ský - 01.06.2007, Side 70
 70 sk‡ Kate Winslet er gott dæmi um fræga kvikmyndastjörnu sem er með fæturna á jörðinni hvað varðar leikferilinn. Hvað eftir annað hefur hún neitað gylliboðum um hlutverk í stórmyndum í Hollywood og valið að leika í minni kvikmyndum óháðra framleiðenda og helst þá á heimaslóðum enda heimakær stúlka sem helst ekki vill yfirgefa England. Að vísu eiga hún og eiginmaður hennar Sam Mendes íbúð í New York, en búa að mestu leyti í London ásamt börnum sínum. Það hefur einkennt feril Kate Winslet frá því hún sló eftirminnilega í gegn í Titanic, sem er ein vinsælasta kvikmynd allra tíma, að hún fer sínar eigin leiðir í hlutverkavali og er ekki hrædd við að taka áhættu. Hún nánast afneitaði frægðinni eftir Titanic og lék í ódýrum kvikmyndum á borð við Hideous Kinky og Holy Smoke í stað þess að taka tilboðum um aðalhlutverk í Shakespeare in Love og Anna and the King, hlutverk sem enduðu hjá Gwyneth Paltrow og Jodie Foster. Má geta þess að þegar hún lék í jólamyndinni The Holiday í fyrra var það fyrsta Hollywood-kvikmyndin hennar frá því hún lék í Titanic fyrir tíu árum. Kate Winslet Yngsta leikkonan sem fengið hefur fimm Óskarstilnefningar • texti: Hilmar Karlsson

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.