Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 2
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s í dag, fimmtudag. Eitthvað sést til sólar á Suður- og Suðvesturlandi, en víða skúrir á þeim slóðum síðdegis. Skýjað í öðrum landshlutum og áfram dálítil rigning norðaustan- og austanlands. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnan til. VEÐUR SJÁ SÍÐU 26 SAMFÉLAGSMÁL Feðgarnir Hlyn- ur Gestsson, ellefu ára, og Gestur Hreinsson ætla að hlaupa tíu kíló- metra með Sindra Pálsson, sex ára frænda sinn, sem bundinn er hjóla- stól vegna afar sjaldgæfs heilkenn- is. Hlaupið fara frændurnir til styrktar sjóðnum Blind börn á Íslandi. Þá ætlar Þórsteinn Sigurðs- son, bróðir Hlyns, að hlaupa hálft maraþon til styrktar Einstökum börnum, sem Sindri er meðlimur í. Sindri er einn af tæplega fjöru- tíu einstaklingum í heiminum sem greindir eru með Warburg-micro- heilkennið (WMS). Hann er sá eini sem fjölskyldan veit um að sé með gerð tvö af heilkenninu en gerðirn- ar eru alls þrjár. Þá er Sindri einnig með dæmigerða einhverfu. Heilkennið hefur áhrif á þroska miðtaugakerfisins sem hefur í för með sér þroskahömlun, mikla sjón- skerðingu og lága vöðvaspennu sem veldur því að Sindri getur ekki gengið. Með árunum aukast einkennin. „Fæturnir stífna meira og meira með árunum þannig að við teygj- um tvisvar á dag á fótunum, svo fer hann í standspelku. Svo fær hann í bótoxsprautur í fæturna tvisvar á ári og fer í gifs í kjölfarið í tvær vikur,“ segir Guðný Þórsteinsdóttir, móðir Sindra. Á næstu árum gæti Sindri einnig þurft að fara í mjaðmaaðgerð þar sem börn með WMS á þeim aldri fara auðveldlega úr lið. Guðný lýsir syni sínum sem ákveðnum ungum manni. „Hann er svo rosalega vinnusamur. Hann elskar að fara í sund og í göngutúra. Þeir sem kynnast honum segja að allir að hann sé ótrúlega æðrulaus,“ segir Guðný. Undir þetta tekur Páll Guð- brandsson, faðir Sindra. „Það sem hefur komið manni mest á óvart er, eftir allar þessar sjúkrahúsheimsóknir, sprautur, gifs, skanna, augndropa í tvö ár og linsur, hvað hann er ótrúlega þol- inmóður. Það fær ekkert á hann. Hann er algjör hetja. Það er búið að leggja töluvert meira á hann en flest börn en hann bara bítur á jaxl- inn,“ segir Páll. Langan tíma tók að finna grein- ingu fyrir Sindra. „Það er ekki nema svona ár síðan,“ segir Páll. Þangað til voru fjölmargar rann- sóknir gerðar á Sindra og sýni send til greiningar í fjölmörgum löndum. „Við erum með frábæra lækna sem gáfust ekki upp. Það er bara þrautseigja í þeim. Það eru mörg börn hjá Einstökum börnum sem hafa enga greiningu,“ segir Páll en hjónin eru afar þakklát íslensku heilbrigðisstarfsfólki. „Það er svo frábært fólk á spítöl- unum,“ segir Guðný. ingvar@frettabladid.is Einn af 40 sem ber Warburg-heilkennið Feðgarnir Hlynur Gestsson og Gestur Hreinsson ætla að ýta Sindra Pálssyni, sex ára frænda sínum, tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar blindum börn- um. Sindri er sá eini sem vitað er um að sé með afbrigði afar sjaldgæfs heilkennis. SJALDGÆFT HEILKENNI Líkurnar á að greinast með Warburg-micro- heilkennið eru sagðar einn á móti 230 millj- ónum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÆNDUR Hlynur og pabbi hans, Gestur, ætla að skiptast á að ýta Sindra tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIKINGASUSHI ÆVINTÝRASIGLING Upplifðu gersemar Breiðafjarðar FERJAN BALDUR Bein leið til Vestfjarða FLATEY Eyjan þar sem tíminn stendur kyrr www.saeferdir.is sími 433 2254 ATVINNUMÁL Vinnueftirlitið er farið af stað með átak til að reyna að tryggja að reglur um vinnu- tíma starfsfólks í ferðaþjónustu séu virtar. Sigfús Sigurðsson, fagstjóri í þróunar- og eftirlitsdeildar hjá Vinnueftirlitinu, segir vísbend- ingar um að starfsfólk innan ferðaþjónustunnar sé látið vinna lengur en reglur heimila. „Þegar mesta álagið hefur verið hefur komið í ljós að starfsmenn vinna ansi langan vinnudag. Vinnueftir- litið hefur fengið ábendingar frá starfsmönnum um að þeir séu látnir vinna of lengi,“ segir Sig- fús. Stofnunin hyggst á næstu vikum kalla eftir upplýsingum um vinnutíma frá völdum fyrir- tækjum í ferðaþjónustu. „Ef ein- hverjar ábendingar koma mun því verða sinnt sérstaklega,“ bætir Sigfús við. Vinnueftirlitið hefur þegar sent dreifibréf til aðila í ferða- þjónustunni þar sem bent er á að starfsmenn skuli fá að minnsta kosti ellefu klukkustunda sam- fellda hvíld á sólarhring. Starfs- menn eigi jafnframt rétt á að minnsta kosti einum frídegi í viku. Vinnutími með yfirvinnu skuli ekki fara yfir 48 klukku- stundir á viku að jafnaði á fjög- urra mánaða tímabili. Þá er einnig bent á að einstak- lingar undir átján ára megi ekki vinna ákveðin störf nema gert hafi verið sérstakt áhættumat. - ih Vinnueftirlitið er farið af stað með átak til að koma í veg fyrir ólöglega yfirvinnu í ferðaþjónustu: Barist gegn brotum á reglum um vinnutíma ORKUMÁL Um 100 milljónum króna er varið nú í ár í endurnýjun Reykja æða, sem flytja um 30 millj- ónir tonna af heitu vatni til höfuð- borgarsvæðisins á ári. Alls mun endurnýjunin kosta um einn millj- arð króna. Orkuveitan greinir frá. Nú er verið að endurnýja á kafla frá Elliðaám undir Breiðholts- braut. Þar sem æðarnar liggja í stokk undir götunni þarf ekki að grafa í gegnum þessa miklu umferðaræð. Æðarnar liggja líka í stokkum yfir Elliðaárnar og er sú leið hluti af mikið notuðu göngu- stígakerfi dalsins. - fbj Orkuveitan í framkvæmdum: 100 milljónir í endurnýjun æða SAMFÉLAG Hópur kvenna hefur nú stofnað nýtt samfélag rit- höfunda í Reykjavík. Það hefur fengið nafnið Ós. Markmið þessa grasrótar- félags er að skapa vettvang fyrir rithöfunda og skáld á Íslandi með ólíkan bakgrunn hvað varð- ar upprunaland og tungumál. Ós stefnir að því að koma þessum höfundum á framfæri, bæði á prenti og með viðburðum. Í hópnum eru nú nokkrar konur af íslenskum og erlendum uppruna. - ngy Skáld af ólíkum uppruna: Nýr grasrótar- hópur skálda VIÐSKIPTI Tekjur vegna erlendra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur eru miklar og aukast sífellt, en gera þarf betur til að fá fólk frá borði og til að kaupa vörur og þjón- ustu í borginni. Þetta segir Katrín Sif Sigurðardótt- ir, framkvæmdastjóri Atlantik og umboðsmaður skemmtiferðaskipa hér á landi. Áætlað er að hver ferðamaður eyði að minnsta kosti tólf þúsund krónum í borginni samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna. Tæplega 105 þúsund ferðamenn komu í fyrra með skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur og eyddu því tæplega 1,3 milljörðum króna. „Flestir fara í rútuferðir en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem kaupa sér dýrari skoðunarferðir, eins og útsýnisflug og jafnvel þyrluflug og aðra nýja afþrey- ingu,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Tekjur vegna komu skipanna verða til á mörgum stöðum, eins og vegna eldsneytiskaupa, og kostur er keyptur hjá heildsölum í borginni. Samkvæmt könn- un Sjávarklasans haustið 2012 er áætlaður matar- kostnaður skemmtiferðaskipa hátt í þrír milljarðar á öllu landinu. - lb Tekjur vegna ferðamanna á skemmtiferðaskipum skipta milljörðum: 105 þúsund komu með skipi CELEBRITY ECLIPSE Mikill fjöldi þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til landsins leggjast að bryggju í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FERÐAMENN Vinnueftirlitið hefur grun um að starfsfólk í ferðaþjónustu vinni of mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÚTA Rútubílstjóri í Naíróbí skreytti rútu sína meðal annars með myndum af for- seta Bandaríkjanna. NODICPHOTOS/AFP KENÍA Solomon Murimia, rútubílstjóri í Nairóbí í Kenía, hefur skreytt rútu sína með teikningu af Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, Abra- ham Lincoln, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Marthin Luther King, baráttumanni og leiðtoga afrískættaðra Bandaríkjamanna. Þetta gerði Murimia í tilefni þess að Obama hyggur á ferðalag til Kenía síðar í þessum mánuði. Verður þetta í fyrsta skipti sem Obama heimsækir ættland sitt, en faðir hans er fæddur og uppalinn þar en bjó í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. - ngy Forseti Bandaríkjanna hyggur á ferðalag til ættlandsins: Tekið vel á móti Obama í Kenía 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 9 -C 3 D C 1 5 8 9 -C 2 A 0 1 5 8 9 -C 1 6 4 1 5 8 9 -C 0 2 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.