Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 6
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. VEISTU SVARIÐ? ORKUMÁL Landsnet telur líkur á aflsskorti í íslenska raforkukerf- inu eftir tvö ár ef raforkukerfið verður óbreytt. Miðað við raforkuspá er talið að virkja þurfi 140 MW til viðbótar á næsta áratug svo anna megi auk- inni orkuþörf almennings og fyrir- tækja. „Til að bregðast við þessu dugar þó ekki einungis að auka fram- leiðsluna heldur þarf einnig að styrkja flutningskerfið svo hægt sé að flytja raforkuna frá fram- leiðanda til notanda,“ segir í til- kynningu frá Landsneti. Aflsskorturinn sem líkur eru taldar á að verði miðar við að raf- orkukerfið anni ekki toppum í álagi klukkustund á ári. Sverrir Jan Norðfjörð, fram- kvæmdastjóri þróunar og tækni- sviðs Landsnets, segir að ef af aflsskorti verði þurfi að skerða notkun einhverra notenda. Fyrst verði farið í að draga úr orku til svokallaðra skerðanlegra notenda sem megi betur við skerðingum. En auðvitað er hættan alltaf sú að það geti bitnað á þeim sem eru ekki skerðanlegir,“ segir Sverrir. Landsnet telur aukna hættu á aflsskorti stafa af samspili afl- þarfar raforkunotenda og bilunar vinnslueininga eða annars búnað- ar í aflstöð. „Aflþörf er breytileg og að vissu leyti ófyrirsjáanleg,“ segir í tilkynningunni. Orka vegna stóriðju er ekki með í útreikningunum þar sem hún fær orku afhenta beint frá flutnings- kerfi Landsnets. - ih Virkja þarf um 140 MW á næstu tíu árum til að mæta orkuþörf annarra en stóriðju að sögn Landsnets: Líkur á orkuskorti eftir tvö ár að óbreyttu SÝRLAND Kúveitinn Muhs- in al-Fadhli, sem var einn af höfuð paurum hryðjuverka- samtakanna al-Kaída, féll í loftárásum Bandaríkja- manna í Sýr- landi í gær. Frá því greindi varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna. Al-Fadhli stýrði hóp al-Kaída- liða sem unnu að árásum á Vest- urlönd. Hann var í náðinni hjá Osama bin Laden meðan hann lifði og er sagður hafa verið einn fárra sem fengu að vita að ráðist yrði á Tvíburaturnana 11. september 2001. „Andlát hans mun trufla starfsemi al-Kaída gegn Banda- ríkjunum og bandamönnum okkar,“ sagði Jeff Davis, tals- maður ráðuneytisins. - þea Loftárásir í Sýrlandi í gær: Mun trufla starf al-Kaída MUHSIN AL- FADHLI NEYTENDUR Fyrirtækið Yndis- auki ehf. hefur ákveðið að inn- kalla vöruna Indverskt Dukkah þar sem á umbúðum kemur aðeins fram að varan innihaldi salthnetur en ekki jarðhnetur. Jarðhnetur eru þekktur ofnæm- is- og óþolsvaldur. Indverskt Dukkah frá Ynd- isauka hefur verið í sölu í Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Mosfellsbakaríi og Háholti, Heilsuhúsinu, Hagkaupsversl- unum og Bakaríinu við brúna Akureyri. Í tilkynningu er tekið fram að varan er skað- laus öðrum en þeim sem hafa ofnæmi fyrir jarðhnetum. - fbj Yndisauki innkallar vörur: Ófullnægjandi upplýsingar RAFMAGN Landsnet segir að virkja þurfi meira til að draga úr líkum á orku- skorti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Hve marga byggingarkrana taldi Fréttablaðið á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag? 2. Hvað hafa margir fl óttamenn komið til Evrópu það sem af er ári? 3. Hví eru þýskir jafnaðarmenn ósáttir í ríkisstjórn? SVÖR 1. 161 2. 153 þúsund 3. Vegna afstöðu fjár- málaráðherra til Grikklandsmálsins NOREGUR „Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minn- ingunni um það hvernig Norð- menn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum And- ers Behring Breivik í Ósló og Útey í Noregi. Alls féllu 77 í árásunum, átta í Ósló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ung- liðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafn- aðarmanna fór fram í Minn- ingarlundinum um fórnarlömb- in í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnar- innar til að minnast fórnarlamb- anna. „Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Ósló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfn- ina. „22. júlí var tilfinningaþrung- inn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliða- hreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömb- in hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Ósló í gær sýnir muni tengda atburð- unum. Til dæmis fölsuð lögreglu- skilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Ósló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmála- sagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægri- menn sem vilja berja muni Brei- viks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyll- ast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinav- ian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórn- arlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi. thorgnyr@frettabladid.is Unnu á hatri með ástinni Fjögur ár eru liðin frá árás Anders Behring Breivik í Útey og Ósló. Ungir jafnaðarmenn minntust fórnarlamb- anna í Reykjavík. Safn sem sýnir muni tengda árásinni var opnað. Atburðanna var minnst víða um Noreg. MINNINGARATHÖFN Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal þeirra sem minntust fórnarlamba Breiviks í Vatnsmýrinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 9 -E B 5 C 1 5 8 9 -E A 2 0 1 5 8 9 -E 8 E 4 1 5 8 9 -E 7 A 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.