Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 23. júlí 2015 | SKOÐUN | 21 Ef óður maður misþyrmir gamalli konu, þá segja menn ekki: Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Ef þingmenn þókn- ast sérhagsmunum með því að salta stjórnarskrá sem 2/3 kjós- enda hafa samþykkt í þjóðarat- kvæðagreiðslu, þá segja menn ekki: Lýðræðistilraunin tókst ekki. Þvílíkt orðaval á ekki við en það markar samt opinbera orðræðu í ýmsum löndum þar sem venjulegt fólk hefur of lítil völd og stjórnmálamenn of mikil. Vandinn er vel þekkt- ur í alræðisríkjum eins og t.d. saga Rússlands vitnar um og George Orwell lýsti vel í bók sinni 1984, og hann teygir anga sína ennþá hingað heim þar sem stjórnmálaumræða fer að miklu leyti fram í öfugmæla- stíl og margir opinberir starfs- menn og aðrir skjálfa af ótta við valdið nema þeir séu valdið. Hér segir frá fjórum pró- fessorum í Háskóla Íslands og framgöngu þeirra. Fjórir prófessorar hafa orðið Prófessor A sér öll tormerki á að Alþingi staðfesti nýja stjórn- arskrá sem 2/3 kjósenda sam- þykktu í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 2012 og hefur hamrað á að kjörsókn hafi verið lítil (49%). Sami prófessor sagði í sjónvarpsfréttum 13. apríl sl. um kjörsókn í rektorskjöri í Háskóla Íslands (45%): „Kjör- sóknin var mjög góð.“ Prófessor B hafði þetta að segja í Morgunblaðinu 13. des- ember 2012, sjö vikum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna: „Í fyrsta lagi er þjóðfundur ekki viðurkennd aðferðafræði … Það eru einkum tveir hópar sem ég held að þurfi að koma að samningu stjórnarskrár … Annars vegar reyndir stjórn- málamenn ... Hins vegar eru það sérfræðingarnir … ákveðin elíta hefur það starf að kynna sér mál.“ Ómari Ragnarssyni var ekki skemmt aldrei slíku vant. Hann sagði í Mogga- bloggi sínu: „Viðtalið er fullt af mótsögnum og rangfærslum.” Trampe greifi má hins vegar una glaður við ummælin um þjóðfundinn. Prófessor C telur „ekki þörf á að gera miklar breytingar á [stjórnarskránni] … vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar“ eins og var haft eftir honum í Fréttablaðinu 13. september sl. líkt og engin þjóðaratkvæða- greiðsla hefði farið fram. Hann var formaður stjórnarskrár- nefndar Alþingis. Prófessor D sagði þetta í við- tali við Frjálsa verslun (svör- in voru skrifleg, sjá heimur. is 4. janúar 2013): „Frumvarp- ið er ótrúlegt plagg. Stór hluti mannréttindakaflans er vað- all ...“ Mannréttindakaflinn geymir m.a. ákvæðið um auð- lindir í þjóðareigu sem 83% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni tíu vikum fyrir viðtalið og einn- ig umhverfisverndarákvæð- in. Sami prófessor hafði áður skrifað í Morgunblaðið 2. marz 2011: „Þeir einir eru valdir til að semja nýja stjórnarskrá sem taka ekki mark á stjórnarskrá lýðveldisins.“ Hann var skip- aður í ráðgjafaráð fjármálaráð- herra 2013. „Háborð sýndarveruleikans“ Þessir fjórir prófessorar endurspegla ekki Háskóla Íslands, öðru nær. Fjölmarg- ir prófessorar veittu mér og öðrum fulltrúum í stjórnlaga- ráði örláta aðstoð við samn- ingu stjórnarskrárfrumvarps- ins 2011 og studdu verkið með ráðum og dáð. Ég hygg að Svanur Kristjánsson prófessor hafi mælt fyrir munn margra háskólamanna og annarra kjósenda þegar hann kallaði frumvarpið „eitt merkilegasta skjal sem til hefur orðið í allri stjórnmálasögu landsins“ enda er frumvarpið í góðu samræmi við niðurstöðu þjóðfundarins 2010. Fulltrúarnir á þjóðfund- inum voru valdir af handahófi úr þjóðskrá og endurspegluðu því þjóðarviljann. Þegar Alþingi hafði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 með lögboðnum þriggja mánaða fyrirvara sendu Sam- tök um nýja stjórnarskrá áskorun til rektora háskól- anna um að halda fræðslu- fundi um frumvarpið kjós- endum til glöggvunar. Þeirri áskorun var ekki sinnt. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna tóku nokkrir sjálfvaldir prófess- orar sig til og héldu sjö fundi um málið. Til að ávarpa fund- ina voru nær eingöngu fengnir andstæðingar frumvarpsins, sumir þrisvar (t.d. prófessor A og prófessor B), aðrir tvisvar (t.d. fv. formaður SUS). Engum fulltrúa úr stjórnlagaráði var boðið að ávarpa þessa háskóla- fundi og sátu þó í ráðinu m.a. fimm prófessorar, þrír aðrir háskólasérfræðingar og fjórir lögfræðingar. Um einn þess- ara funda sagði Guðmundur Gunnarsson fv. stjórnlagaráðs- fulltrúi í tímaritinu Herðu- breið: „Háskólinn varð þannig að háborði sýndarveruleikans, þar fengu einungis að taka til máls skoðanabræður valda- stéttarinnar.“ Annar fv. stjórn- lagaráðsfulltrúi, Vilhjálmur Þorsteinsson, tók í sama streng á eyjan.is: „Mikið vildi ég óska að frummælendur á fundinum í dag hefðu meiri yfirsýn um og ábyrgðartilfinningu gagn- vart því sögulega stjórnar- skrárferli sem hér hefur átt sér stað frá árinu 2010 og hefur vakið athygli og aðdáun víða um heim. Og skildu betur inn- tak þess að allt vald kemur frá þjóðinni.“ Margir aðrir sem fylgdust með þessum fundum utan úr sal segja sömu sögu. Vantraust kallar á viðbrögð Meðvirkni, valdhlýðni og hlut- drægni prófessora grafa undan trausti almennings til háskóla. Skv. þjóðarpúlsi Capacents hefur traust fólksins í landinu til Háskóla Íslands dvínað um fimmtung frá 2008, úr 90% í 72%. Dvínandi traust kallar á viðbrögð. Nýs rektors Háskóla Íslands, Jóns Atla Benedikts- sonar, bíða brýn verkefni. Eitt þeirra er að efla innri starfs- hætti í ætt við þá sem erlendir háskólar nota til að verðskulda traust og virðingu. Færar leiðir að því marki eru efni í aðra grein. Meðvirkni, valdhlýðni og hlutdrægni pró- fessora grafa undan trausti almennings til háskóla. Í DAG Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor Taglhnýtingar valdsins Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. S a m k væmt aug lýs - ingu frá Verðlagsnefnd búvara dagsettri 17. júlí 2015 hækkaði verð á mjólkurvarningi um 3,6%. Undantekningin er verð á smjöri sem var hækkað um 12% enda í miklu uppáhaldi hjá neytendum nú um stundir! Um þá hækkun og aðrar hækkanir sem Verðlagsnefndin ákvað 17/7 má hafa mörg orð. En hér skal staldrað við ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð gerilsneyddrar mjólkur í lausu máli annars vegar (105 krónur á lítra) og verði á mjólk í eins lítra fernu hins vegar (121 króna á lítra). Þ.e.a.s. það virðist mat nefndarinnar að kostnaður við pökkun hvers lítra sé 16 krónur. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem mér hefur tekist að afla mér kostar pappírsfernan sjálf komin í átöppunarsal á bilinu 16 til 18 krónur. Þá á eftir að koma mjólkinni í fernuna. Til þess að gera það þarf mikið húsnæði, stóra og dýra vélasamstæðu auk nokkurs mannafla. Varlega áætlað kostar það 10 krónur á hvern lítra að koma mjólkinni úr tanknum í fernuna. Helstu kaupendur ópakkaðr- ar mjólkur eru aðilar sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöl- una í framleiðslu og sölu afurða sem unnar eru úr ópakkaðri mjólk. Í Verðlagsnefnd búvara sitja fulltrúar bænda og full- trúar afurðastöðva (sem eru sameignarfyrirtæki bænda!), fulltrúi atvinnu- og nýsköp- unarráðuneytisins auk full- trúa velferðarráðuneytisins sem ætlað er að gæta „hags- muna“ neytenda, en því hlut- verki sinntu fulltrúar ASÍ og BSRB áður. Afurðastöðvafull- trúarnir mata nefndina á upplýs- ingum um framleiðslukostnað og á grundvelli þeirra upplýs- inga ákveður nefndin heildsölu- verð hinna ýmsu afurða. Í fréttatilkynningu verðlags- nefndarinnar er lögð áhersla á að samþykktir hennar hafi verið samhljóða. Dæmið hér að ofan um van- mat nefndarinnar á kostnaði við átöppun mjólkur á fern- ur benda til þess að fulltrúar ráðuneytanna tveggja hafi ekki sinnt upplýsingaöflunarskyldu sinni af þeirri kostgæfni sem eðlilegt er og búvörulög kveða á um. Það er ekki nóg að láta fulltrúa Mjólkursamsölunnar segja sér hvað kostar að tappa mjólk á fernu. Það þarf að afla sjálfstæðra upplýsinga. Sem er auðvelt því Mjólkursamsalan er ekki ein um að tappa vökva í TetraPakk-umbúðir hér á landi! Í ljósi þess að miklir hagsmun- ir samkeppnisaðila Mjólkursam- sölunnar annars vegar og neyt- enda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heild- söluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. Jafn- framt fer ég fram á að nefndin geri opinberlega grein fyrir rök- stuðningi fyrir verðbreyting- um sem ákveðnar voru nú í júlí. Geti nefndin það ekki er eðlilegt að auglýsingin frá 17. júlí verði dregin til baka uns ákvörðun sem þolir almenna skoðun ligg- ur fyrir. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurfram- leiðsluna undir samkeppnislög við allra fyrsta tækifæri. Enn af verðofbeldi LANDBÚNAÐUR Þórólfur Matthíasson prófessor ➜ Það er ekki nóg að láta fulltrúa Mjólkursamsölunnar segja sér hvað kostar að tappa mjólk á fernu. Það þarf að afl a sjálfstæðra upp- lýsinga. 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 A -0 4 0 C 1 5 8 A -0 2 D 0 1 5 8 A -0 1 9 4 1 5 8 A -0 0 5 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.