Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 46
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 Ég er búin að vera virk á Twitter frá árinu 2011 og er komin með nokkra fylgjendur og mínir fylgjendur eru með fullt af þeirra eigin fylgjendum. Ég veit samt ekki afhverju þetta sprakk svona út. Það er engin uppskrift af því að láta eitthvað slá í gegn á Twitter. 20% AFSLÁTTUR Tösku og hanskabúðin • Laugavegi 103, við Hlemm • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is SUMARTILBOÐ Í 3 DAGA FRÁ FIMMTUDEGI TIL LAUGARDAGS Virkir Twitter-notendur hafa eflaust tekið eftir kassamerkinu „litelimetime“ en það var Lóa Björk Björnsdóttir sem kom því af stað. Kassamerkið snýst um sumarbjór frá Vífilfelli sem kom nýverið í sölu og vegna mikilla vinsælda á Twitter er hann nær uppseldur í vínbúðum höfuðborg- arsvæðisins. „Ég hef ekki hug- mynd um af hverju þetta sprakk svona. Þetta byrjaði allt saman þegar ég var í partíi og tók mynd af öllum vinum mínum með bjór- inn og setti þær á Twitter. Nán- ustu vinirnir byrjuðu strax að taka undir sama kvöld. Svo fann vinur minn upp á kassamerkinu en ég held að það sé einn mikil- vægasti hluturinn þegar eitthvað verður vinsælt á netinu í dag,“ segir Lóa. Eftir að kassamerkið fór á flug og alls konar fólk var byrjað að taka myndir af sér með bjórinn ákvað Lóa að prufa að hafa sam- band við Vífilfell. „Ég sendi á þau póst og sagði þeim frá þessu. Þau gáfu mér í kjölfarið 96 bjóra og voru spennt að fylgjast með þessu áfram. Þetta á fyrst og fremst að vera fyndið og skemmtilegt. Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að fólk sé að taka þátt sé að það skilur þetta ekki alveg enda meikar þetta í raun engan sens.“ Íslenska Twitter-samfélagið er mjög lítið en virkt. „Ég er búin að vera á Twitter frá árinu 2011 og er komin með nokkra fylgjend- ur og mínir fylgjendur eru með fullt af sínum eigin fylgjendum. Ég veit samt ekki af hverju þetta sprakk svona upp en mér finnst það ótrúlega fyndið. Það er engin uppskrift að því að láta eitthvað slá í gegn á Twitter. Vinir mínir byrjuðu að taka þátt í þessu og ég tvíta reglulega um þetta. Þetta er að hafa einhver áhrif en ég var á LungA í seinustu viku og þá voru mjög margir með Lite Lime með sér og mér fannst það skemmti- legt.“ - gj Kassamerkið „litelimetime“ slær í gegn Það hefur farið mikið fyrir kassamerkinu sem Lóa Björk Björnsdóttir byrjaði með á Twitter og hefur slegið í gegn. Yfi r 60 manns hafa not- að það en Lóa segir að það sé engin ein leið til þess fá eitthvað til að slá í gegn á netinu. Lite Lime hefur selst upp í nokkrum vínbúðum. VINSÆL Á TWITTER Þökk sé vinsæld um Lóu hefur kassamerkið „litelimetime“ slegið í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Caitlyn Jenner hefur rækilega stimplað sig inn sem ein glæsi- legasta kona Hollywood nú þegar tískubiblían Vogue nefndi hana eina af best klæddu konunum. Hún var þar í öðru sæti á listanum á eftir fyrirsætunni Olivia Palermo. Það sem skaut Caitlyn svo ofar- lega var hvítur Versace-kjóll sem hún klæddist þegar hún tók á móti Arthur Ashe Courage-verðlaunun- um á Espy-hátíðinni á dögunum. Helstu tískuhönnuðir hafa slegist um að fá að klæða Cait- lyn í sínar fínustu flíkur þannig að það verður spennandi að sjá hverju hún mun klæðast á næstu árum. Caitlyn með þeim best klæddu samkvæmt tímariti Vogue SMART Helstu tískuhönnuðir hafa barist um að fá að gera föt á Caitlyn Jenner. NORDICPHOTOS/GETTY Deig 500 g hveiti 100 g sykur 1 tsk. vanillusykur 2½ tsk. þurrger 250 ml mjólk 70 ml ljós olía 2 egg 1 tsk. salt Fylling 50 g sykur 100 g smjör 2–3 msk. kanill Blandið öllum þurrefnum í deigið vel saman, bætið vökvanum út í og hnoðið vel. Breiðið rakt viskustykki yfir skálina og látið deigið hefast í 30–40 mínútur. Á meðan er kjörið að útbúa fyllinguna. Hitið smjör í potti en bræðið það ekki alveg og bætið sykri og kanil saman við. Þegar deigið hefur hefað sig er það flatt út og smurt með fyll- ingunni. Rúllið deiginu upp og skerið í hæfilega marga snúða. Raðið snúðunum í ofnskúffu sem klædd er bökunarpappír. Leggið rakt viskustykki yfir þá og látið standa í 30 mínútur áður en þeir fara inn í ofn. Bakið snúðana við 170°C í 13–15 mínútur. Súkkulaðiglassúr 100 g smjör, brætt 300 g flórsykur 1 tsk. vanillusykur 50 g kakó 3 msk. sterkt uppáhellt kaffi 1 msk. mjólk Blandið öllum hráefnunum í glassúrinn saman og smyrjið á snúðana eftir að þeir hafa kólnað, til gamans er einnig hægt að strá kókos- mjöli yfir snúðana eftir að glassúrinn hefur verið settur á þá. Uppskriftin gefur um 16 kani l snúða sem kjörið er að njóta með ískalt mjólkurglas við hönd. Uppskrift fengin af evalaufeykjaran.com Klassískir kanilsnúðar með súkkulaðiglassúr Það er alltaf gott að eiga heimabakaða kanilsnúða með kaffi nu og þeir eru líka góður ferðafélagi í útilegum. 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 9 -E B 5 C 1 5 8 9 -E A 2 0 1 5 8 9 -E 8 E 4 1 5 8 9 -E 7 A 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.