Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 10
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 ATVINNUMÁL Iceland Resources ehf. hefur sótt um leyfi hjá Orku- stofnun til að leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði, norðarlega í Héraðsflóa við Vopnafjörð og á sex öðrum stöð- um á Íslandi. Vilhjálmur Þór Vilhjálms- son, stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Iceland Resources, segir að gull hafi fundist á Íslandi en óljóst hvort gullið sé í vinnan- legu magni. „Ef við finnum fjöl- æðakerfi þá borgar sig að vinna það en ef það er bara ein æð þá borgar það sig ekki,“ segir Vil- hjálmur. Fáist leyfi til gullleitar verður unnið úr upplýsingum sem til eru um svæðin og þau kortlögð, auk þess sem tekin verði yfirborðs- sýni úr jörðu að sögn Vilhjálms. „Ef þau líta vel út taka menn ákvarðanir um hvort það eigi að skjóta niður holum,“ segir hann. Kanadískt námufyrirtæki stendur að fjármögnun verkefnis- ins. Vilhjálmur vill ekki gefa upp hvaða fyrirtæki er um að ræða þar sem það sé skráð á hluta- bréfamarkað og hafi ekki tilkynnt formlega um verkefnið. Vilhjálmur segir að langan tíma taki að koma námugreftri á fót. „Frá því að við byrjum rannsókn- ir eru að minnsta kosti átta ár í að farið verður að vinna eitthvað. Það getur líka vel verið að það finnist ekki neitt,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur áður komið að gullleit en North Atlantic Mining Associates, þar sem Vilhjálmur er einnig framkvæmdastjóri, fann gull við gröft í Þormóðsdal. „Það sem við fundum í Þormóðsdalnum sýnir að þessi jarðkerfi eru til á Íslandi,“ segir hann. Frekari rannsókna er þörf til að komast að því hvort borgi sig að vinna gullið í Þormóðsdal en til þess vantar fjármagn. „Við erum að reyna að halda lífi í verk- efninu,“ segir Reinhard Reynis- son, stjórnarformaður Málmís, en dótturfélag þess, Melmi, hefur staðið að gullleitinni. „Það voru aðilar sem ætluðu að koma inn í þetta en það gekk svo ekki upp,“ segir Reinhart. Reinhard segir engar formlegar viðræður í gangi en að reglulega sýni fjárfestar verkefninu áhuga. „Við erum með leyfi út næsta ár en það er bundið því að við getum hafið rannsóknir sem við ætluðum að gera á þessu ári,“ segir hann. ingvar@frettabladid.is Iceland Resources sækir um leyfi til gullleitar Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. Kanadískt námufyrirtæki fjármagnar leitina. Gull hefur fundist á Íslandi en óljóst er hvort það er í vinnanlegu magni. Gullleit í Þormóðsdal er í bið þar sem fé skortir. HVERA- GERÐI Iceland Resourc es hefur sótt um leyfi til gulleitar við Hveragerði og á sjö öðrum stöð- um á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR ÓLASON Frá því að við byrjum rannsóknir eru að minnsta kosti átta ár í að farið verður að vinna eitthvað. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Iceland Resources. Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar. HVALFJARÐARGÖNG Spölur hvetur ökumenn til að fara ekki með of háan farm inn í göngin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMGÖNGUR Gámur á flutninga- bíl lenti harkalega á hæðarslá yfir suðurmunna Hvalfjarðarganga að kvöldi fimmtudagsins 16. júlí. Ein af þremur stálkeðjum og boltar sem héldu 600 kílóa þung- um stálbitanum uppi slitnuðu við áreksturinn. Farmur bílsins var vel yfir löglegri hæð, sem er 4,2 metrar. Stálbitinn hékk uppi eftir höggið á tveimur keðjum. Bílar óku undir slána örskömmu eftir slysið og hefði bitinn því getað lent á bílun- um. - ih Var með of háan farm: Ók á slá á leið úr göngunum MENNTUN Fyrsta skóflustungan að byggingu nýrra stúdentagarða við Brautarholt 7 í Reykjavík verður tekin í dag. Byggja á tvö hús, alls um 4.700 fermetra, og í þeim verða 102 litlar íbúðir fyrir barn- lausa stúdenta. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri og Aron Ólafsson, formað- ur Stúdentaráðs Háskóla Íslands, taka skóflustunguna. - fbj Fyrsta skóflustungan tekin: Hefja byggingu stúdentagarða 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 9 -F A 2 C 1 5 8 9 -F 8 F 0 1 5 8 9 -F 7 B 4 1 5 8 9 -F 6 7 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.