Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 26
FÓLK|TÍSKA Svanhildur Heiða Snorra-dóttir er 23 ára gömul, búsett í 101 og vinnur við markaðssetningu. Hún vekur oft athygli fyrir skemmtilegan klæða- burð. „Ég myndi lýsa stílnum mínum sem eins konar blöndu af öllu. Ég fylgi ekki endilega neinni sérstakri tískubylgju heldur klæðist ég bara því sem mér finnst flott hverju sinni.“ Hún klæðir sig líka oft eftir skapi og líðan. „Ég finn að ég vel föt eftir því í hvernig skapi ég er. Ef ég er þreytt þá vel ég ósjálfrátt þægi- legri föt og þegar ég var að vinna á kaffihúsi var aðalmálið að finna eitthvað sem mátti sullast niður á. Og núna er ég í skrifstofu- vinnu og þarf þess vegna að vera svona „skrifstofufín“. Sem mér finnst mjög gaman líka. Stundum er maður í stuði fyrir uppháar gallabuxur, fallegan bol eða topp, skvísukápu og hæla. Hinn daginn gæti það síðan verið síða skyrtan eða peysa, lágbotna skór og þægilegur jakki.“ Henni finnst gaman að klæða sig eftir tilefni. „Mér finnst fjölbreytni rosalega skemmtileg og gaman að kynna mér ólíka fatastíla. Þannig að ef ég fer á tónleika þá klæði ég mig eftir stemmingunni sem er í kringum þann tiltekna tónlistar- mann eða stefnu.“ Svanhildur fer oft í Zöru þegar stendur til að kaupa eitthvað nýtt. „Ég er hrifin af efnunum þar. Ég legg mikið upp úr efnum og vil frekar kaupa föt sjaldnar og kaupi þá eitthvað aðeins vandaðra. Á góðum dögum liggur leiðin oft inn í Spúútnik og Fatamarkaðinn við Hlemm. Þar finnst mér gaman að gramsa og finna einhverjar gamlar perlur. Það er eitthvað heillandi og mun skemmtilegra við það að kaupa sér gamlar flíkur sem maður gefur síðan nýtt líf og hengir inn í fataskápinn.“ Hversdags má oftast sjá Svanhildi í uppáhaldsbuxunum sínum sem hún notar á ýmsan hátt. „Uppáhaldsbuxurnar mínar eru uppháar gallabuxur, svartar, ég er sennilega of oft í þeim. Ég nota þær bæði hversdags og þegar ég er að fara eitthvað út og þær eru ómissandi. Ég kaupi þær í Dr. Denim og þær eru ódýrar en ótrúlega bæði töff og þægilegar. Svartar gallabuxur passa við allt.“ FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir SVANHILDUR HEIÐA Andlit hennar eru mörg og fatastíllinn margbrotinn. Hér er hún í fataherberginu sínu sem hún innréttaði til að fötin fengju notið sín. Kímonó-jakkinn er úr Lindex. GRAMSAR Í GÖMLUM FÖTUM Það má finna ýmsa fjársjóði á mörkuðum. HIPPASKYRTA ÚR ZÖRU Skemmtileg á litinn og flippuð. KJARAKAUP Þessa kápu fann Svanhild- ur á fatamarkaði á Lofti Hosteli og greiddi aðeins fimm þúsund krónur fyrir hana. VINTAGE-KJÓLL ÚR SPÚÚTNIK Þessi kjóll minnti strax á Carrie úr Sex and the City og þá var fátt annað í stöðunni en að kaupa hann. KLÆÐIR SIG EFTIR TILEFNI OG LÍÐAN HUGMYNDARÍK Svanhildur Heiða Snorradóttir fylgir afslöppuðum miðbæjar- stíl í tískumálum en fylgist samt vel með því sem hæst ber hverju sinni. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my styleStærðir 38-52 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Smart föt, fyrir smart konur Netverslun á tiskuhus.is Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl. 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Nýtt kortatímabil facebook.com/CommaIceland Smáralind 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 9 -F 0 4 C 1 5 8 9 -E F 1 0 1 5 8 9 -E D D 4 1 5 8 9 -E C 9 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.