Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 23. júlí 2015 | FRÉTTIR | 13 NORÐURLÖND 2 1 3 Aðgerðasinnar handteknir 3 FÆREYJAR Tveir aðgerðasinnar sam- takanna Sea Shepherd voru handteknir í Færeyjum á mánudag. Annar þeirra er bandarísk kona og hinn þýskur karlmaður. Þeim er gert að sök að hafa truflað grindardrápin sem eru árleg hvalveiði Færeyinga. Þau munu verða dæmd eftir nýsamþykktum lögum um hvalveiðar, svokölluðum grindarlögum. Samtökin sendu skip sitt Sam Simon til Færeyja í síðasta mánuði til að trufla og mótmæla veiðunum en þetta er sjötta árið í röð sem samtökin trufla grindardrápin. Í fyrra voru 14 aðgerðasinnar Sea Shepherd handteknir í Færeyjum. Tekin með 500 kg af dínamíti 1 SVÍÞJÓÐ Lögreglan í Falkenberg í vesturhluta Svíþjóðar handtók tvær manneskjur á þriðjudaginn og lagði hald á 550 kíló af dínamíti á heimili þeirra. Fólkið, kona á fertugsaldri og karl á fimmtugsaldri, var dregið fyrir dómstóla í gær. Konan viðurkenndi í yfir- heyrslum lögreglu að hafa keypt sprengiefnið af vini sínum en ekki liggur fyrir hverjar fyrir- ætlanir fólksins voru. Lögfræðingur parsins heldur því fram að það hafi ekki ætlað að nýta það til glæpsamlegra athæfa. Maðurinn var sveitarstjórnarfulltrúi fyrir öfga hægriflokkinn Svíþjóðardemókrata í fylkinu Halland. Hann hefur sagt sig úr flokknum eftir hand- tökuna. Þá eru talin vera til staðar tengsl fólksins við aðrar öfgahreyfingar en á heimili þeirra fannst áróður nasista. Sprengjubrotin á safninu 2 NOREGUR Í gær var 22. júlí safnið opnað í Noregi. Safnið er til húsa í gömlu stjórnar- ráðsbyggingunni í Ósló sem Anders Behring Breivik sprengdi þann 22. júlí 2011 með þeim afleiðingum að átta manns létu lífið. Safninu er ætlað að gera skil á árásinni og minnast þeirra sem létust í henni og fjöldamorðunum í Útey þar sem 69 voru myrtir. Á safninu má sjá ýmsa muni á borð við þá sem Breivik var með á sér þegar hann var handtekinn í Útey og brotin úr bílsprengjunni sem hann sprengdi við stjórnar- ráðsbygginguna. Inni á safninu má greinilega sjá ummerki árásarinnar. Í gær minntust Norðmenn árásanna sem áttu sér stað fyrir fjórum árum. Minningarathafnir voru haldnar í Óslóardóm- kirkju og í Útey. SENEGAL Hissene Habre, fyrr- verandi einræðisherra Tsjad, var fjarlægður úr dómsal þegar réttað var yfir honum í Senegal á mánudag. Hann kallaði yfir dómsalinn að senegalskir stjórnmálamenn væru rotnir að innan, að þeir væru þjónar heimsvaldasinna og svikarar við Afríku. Honum er gert að sök að hafa valdið hundruðum dauðsfalla í stjórnartíð sinni í Tsjad frá árinu 1982 til 1990. Þetta er í fyrsta sinn sem réttað er yfir leiðtoga Afríku- ríkis í öðru landi en heimaland- inu en réttarhöldin fóru fram í Senegal. - srs Réttað yfir einræðisherra: Habre fluttur úr dómsal FJARLÆGÐUR Habre sagði senegalska stjórnmálamenn svikara. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SLYS Betur fór en á horfðist þegar mikil rafsprenging, eða blossi, varð út frá keri í álverinu á Grundartanga í fyrrakvöld þegar þrír menn voru að vinna við kerið. Sprengingin þeytti þeim frá kerinu og féllu þeir allir við. Tveir þeirra voru fluttir á slysadeild Landspítal- ans en einn á heilsugæslustöðina á Akranesi og er enginn þeirra eins alvarlega meiddur og óttast var í upphafi. Ekkert tjón varð á mannvirkj- um eða búnaði. Verið er að rann- saka af hverju rafmagn var á kerinu þegar verið var að vinna við það, en við þær aðstæður á að aftengja kerin. - gs Þrír fengu aðhlynningu: Rafsprenging á Grundartanga Á GRUNDARTANGA Ekkert tjón varð á mannvirkjum eða vélbúnaði í spreng- ingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Forstjóri Toshiba farinn Forstjóri Toshiba tók pokann sinn eftir að upp komst um að fyrirtækið falsaði hagnaðartölur sínar. Óháð rannsókn hefur leitt í ljós að rekstrarhagnaður síðustu sex ára var 166 milljörðum króna lægri en uppgefinn hagnaður.. Ný 8 kg þvottavél með íslensku stjórnborði. 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+++. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Bylgjulaga tromla („waveDrum”) fer einstaklega vel með þvottinn. 15 mín. hraðþvottakerfi. Við hönnun vélarinnar hefur verið leitast við að gera hana mjög stöðuga og hljóðláta („antiVibration Design”). -með öllum þeim eiginleikum sem menn þurfa í dagsins önn. Kynningarverð: 119.900 kr. Þvottavél, WM 14P4E8DN Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði. Ariel fljótandi þvottaefni fylgir með öllum Siemens þvottavélum. Tekur mest 8 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 9 -D 7 9 C 1 5 8 9 -D 6 6 0 1 5 8 9 -D 5 2 4 1 5 8 9 -D 3 E 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.