Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 24
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR Mýrarbraut 10, Blönduósi, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi fimmtudaginn 16. júlí, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 25. júlí kl. 14.00. Sigþrúður, Birna, Guðmundur, Sigurbjörg Sigfúsarbörn og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA ÓLAFSDÓTTIR frá Ánabrekku, sem andaðist í Brákarhlíð, Borgarnesi, 4. júlí síðastliðinn, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju mánudaginn 27. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð Brákarhlíðar – sjá heimasíðu www.brakarhlid.is. Ragnheiður Jóhannesdóttir Stefán Ólafsson Hjördís Smith Ólafur Harðarson barnabörn og barnabarnabörn. VALDIMAR KARLSSON stýrimaður og skipstjóri, er látinn. Útför hans fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 29. júlí kl. 13.00. Aðstandendur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR EINARSSON Setbergi, andaðist laugardaginn 18. júlí. Útförin mun fara fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 13.00. Unnur I. Jónsdóttir Þórdís Halldórsdóttir Guðbjartur Magnússon Halldór Magnús Guðbjartsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELENA G. GUNNLAUGSDÓTTIR lífeindafræðingur, lést að heimili sínu í Lundi, Svíþjóð, sunnudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. júlí kl. 13.30. Guðmundur Örn Gunnarsson Lilja Guðmundsdóttir Hulda Edda Guðmundsdóttir Fredrik Åkesson Anna Hildur Guðmundsdóttir Gustav Nilsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA ÓSKARSDÓTTIR Kópavogsbraut 1a, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju, föstudaginn 24. júlí, klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Óskar Guðjónsson Konný R. Hjaltadóttir Jón Steinar Guðjónsson Anna Þ. Guðmundsdóttir Guðlaugur H. Guðjónsson Guðrún S. Jónsdóttir Elín Björg Guðjónsdóttir Ólafur J. Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA SUMARRÓS ÁSGEIRSDÓTTIR Laugarnesvegi 87, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 20. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 29. júlí kl. 11.00. Ásgerður Þórisdóttir Kristinn Sigmundsson Esther Þorvaldsdóttir Guðjón Kristleifsson Matthías Gísli Þorvaldsson Ljósbrá Baldursdóttir börn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, HAFDÍS INGVARSDÓTTIR Hábergi 5, Reykjavík, (lengst af í Kópavogi), lést þann 18. júlí sl. á líknardeild Landspítalans umvafin fjölskyldu og vinum. Útförin fer fram frá Háteigskirkju, þriðjudaginn 28. júlí kl. 13.00. Ingvar Örn Hilmarsson Svana Fjóla Hilmarsdóttir Birna Svanhvít Hilmarsdóttir MERKISATBURÐIR 1183 Sturla Þórðarson í Hvammi í Dölum lætur lífið, 58 ára. Hann er héraðsríkur og mikill höfðingi, ættfaðir Sturlunganna. 1808 Skipið Salomine, sem er enskt skip með 20 fallbyssur, kemur til Reykjavíkur og rænir fjárhirslu landsins. 1929 Jarðskjálfti verður í Brennisteinsfjöllum austan Krýsuvík- ur og er talinn hafa verið 6,3 stig. Skjálftinn fannst greinilega í Reykjavík og víðar og urðu skemmdir nokkrum á húsum. 1950 Hátíð er haldin í klettavíginu Borgarvirki í Húnavatnssýslu í tilefni af því að fornar hleðslur þar höfðu verið endurnýjaðar. Klettavígið er talið vera frá landnámsöld. Breska sönggyðjan Amy Winehouse var á tímabili ein vinsælasta söngkona heims. Hún vakti mikla athygli fyrir einstaka rödd og tónlistarstíl. Á sínum yngri árum söng hún á hinum ýmsu „jazz-búllum“ í London þangað til hún var uppgötvuð. Amy var oft í fréttum vegna fíkniefna- neyslu sinnar. Amy átti stormasamt samband við breskan dreng að nafni Blake Fielder-Civil. Hann hefur viðurkennt að hafa gefið Amy hættuleg eiturlyf í fyrsta skiptið. Hann fór í fangelsi á meðan á sambandi þeirra stóð. Amy lést úr áfengiseitrun en hún hafði þá að mestu náð að hætta neyslu eitur- lyfja. Lífvörður hennar kom að henni látinni á heimili hennar í Camden í London. Nýverið var gerð heimildarmynd um ævi Winehouse. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda en fjölskyldan hennar er ekki ánægð með vinnslu myndarinnar og segir hana gefa ranga mynd af lífi söngkonunnar. ÞETTA GERÐIST: 23. JÚLÍ 2011 Amy Winehouse lést á heimili sínu Í kvöld verður haldin lokahátíð skap- andi sumarstarfa í Kópavogi. Þetta verður í tíunda skiptið sem skap- andi sumarstörf sýna afrakstur sinn. Inga Friðjónsdóttir er umsjónarmað- ur í Molanum í Kópavogi sem hýsir starfsemina. „Krakkarnir sem eru að vinna hjá okkur eru á aldrinum 18 til 25. Þeir eru alls 24 en starfa í 16 hópum og verkefnin eru mjög mis- munandi. Þau eru mjög frjáls og fá að vinna í verkunum sínum í átta vikur hjá okkur,“ segir Inga. Meðal þess sem verður sýnt í kvöld verða fjórar stuttmyndir, tónlistar- atriði, fatalína, ljóð og myndlist. „Starf- ið í ár hefur verið með svipuðu sniði og seinustu ár en þetta fer í raun allt eftir því hvaða verkefni krakkarnir vilja gera. Þegar sótt er um hjá okkur þá skiptir miklu máli að vera með flotta umsókn og skýra hugmynd um það hvert verkefnið mun vera. Svo fá þau að starfa við þetta í átta vikur á sumr- in. Sumir eru alltaf hér í Molanum að vinna en aðrir eru úti um allan bæ eða að vinna heima hjá sér. Nokkrir hafa verið hjá okkur í nokkur ár en það þarf alltaf að sækja um aftur frá byrjun.“ Undirbúningurinn fyrir lokahá- tíðina hefur í raun verið í gangi allt sumarið en nú er allt að smella saman. „Við erum að leggja lokahönd á sýn- ingarrýmið. Hátíðin hefst klukkan sex í kvöld með nokkrum ræðum en svo byrjar tónlistardagskráin. Í ár höfum við ákveðið að breyta til og leyfa hverju verkefni að njóta sín. Við erum búin að stækka sýningarplássið og verðum meðal annars með nokkur verk í bílakjallaranum. Í lokin verða stuttmyndirnar sýnar. Við verðum með vænar veigar og drykki í boði fyrir gesti og gangandi. Skapandi sumarstörf eru leið fyrir bæjarfélög að gefa ungum listamönn- um tækifæri til að þróa sínar eigin hugmyndir og verkefni. Í gegnum tíð- ina hefur ungt fólk í Kópavogi verið að vinna að mismunandi verkefnum sem hafa vakið athygli líkt og tónleikar í strætisvögnum, málverk á göngustíg- um og myndlistarsýningar í verslun- armiðstöðvum svo að fátt eitt sé nefnt. Lokahátíðin í kvöld verður ekki síðri en fyrri sýningar og er búist við fjölda manns í Molann klukkan sex í kvöld. gunnhildur@frettabladid.is Ungt listafólk í Kópavogi sýnir afrakstur sumarsins Skapandi sumarstörf í Kópavogi sýna á lokahátíð í kvöld. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Allt frá stuttmyndum til fatahönnunar verður til sýnis í Molanum í Kópavogi. INGA FRIÐJÓNSDÓTTIR Umsjónarkona hjá Skapandi sumarstörfum í Kópavogi segir lokahátíðina í kvöld vera einstakt tækifæri fyrir unga listamenn til þess að njóta sín. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þegar sótt er um hjá okkur þá skiptir miklu máli að vera með flotta umsókn og skýra hugmynd um það hvert verkefnið mun vera. Svo fá þau að starfa við þetta í átta vikur á sumrin. 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 A -0 4 0 C 1 5 8 A -0 2 D 0 1 5 8 A -0 1 9 4 1 5 8 A -0 0 5 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.