Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 20
23. júlí 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Einmitt Það var athyglisvert, innlegg Finns Árnasonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Finnur sagði að verðlagsnefnd búvara væri skipuð af ráðherra og ákvarðanir hennar væru þess vegna stjórnvaldsákvarðanir. Hann gagnrýndi að á sama tíma og stjórnvöld kölluðu eftir verð- stöðugleika væru þau að ýta undir verðbólgu með verðhækkunum. Launþegar, sem eru hvattir til að stilla launakröfum sínum í hóf í þágu verðstöðug- leika, hljóta að hafa kinkað kolli þegar þeir heyrðu málflutning Finns. Talar af reynslu Eyjólfur Pálsson í Epal var í athyglis- verðu viðtali við Markaðinn í gær. Hann sagðist telja að fyrirtæki hér á landi gengju almennt þokkalega og þau skiluðu einhverjum hagnaði. En þau væru jafnharðan tæmd af hagnaðinum og sætu ekki eftir með neitt eigið fé. Hann kvaðst hafa lagt áherslu á að gera þetta ekki. Eyjólfur hefur rekið fyrirtækið sitt stóráfalla- laust í 40 ár. Og eflaust eru margir stórhugar á leið í atvinnurekstur sem gætu tekið sjónarmið hans til umhugsunar. Ábyrgð fyrirtækja Það standa á stjórnmálamönnum öll spjót vegna umræðunnar um slæma umgengni við ferðamanna- staði. Umræðan upphófst eftir að Fréttablaðið birti myndir af Þingvöllum þar sem gestir höfðu gengið örna sinna. Ragnheiður Elín Árnadóttir benti á í Fréttablaðinu í vikunni að í sumum tilfellum snerist umræðan um staði þar sem innviðir eru í lagi. „Þetta er þá bara eitthvert hegðunarvandamál sem ég bara veit ekki hvernig á að leysa og það eru ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að taka á þessu máli með sínum gestum,“ segir Ragnheiður. Það er rétt hjá Ragnheiði að það þýðir ekki alltaf að benda á hið opinbera þeg- ar eitthvað fer úrskeiðis. Ábyrgðin liggur líka hjá fyrirtækjum sem skapa sér tekjur af komu ferðamanna. jonhakon@frettabladid.is ALLIR LITIR KOMNIR AFTUR VERÐ KR. 9.990 FULLT VERÐ 13.990 SYLVESTER borðstofustóll með krómfótum Fljótlega eftir að ákveðið var að sam- eina sjúkrahúsin í Reykjavík var samin skýrsla um staðsetningu sameinaðs sjúkrahúss. Skýrslan var gefin út í janúar 2002 og er að mestu faglega unnin og til þess fallin að taka ákvörðun um staðsetn- ingu við Hringbraut. Síðan skýrslan var gefin úr hefur allt breyst í umhverfinu, hvort heldur varðar skipulagslegt umhverfi, félagslegt eða fjárhagslegt. Staðsetning sjúkrahússins við Hringbraut stenst ekki lengur þann veruleika sem nú blasir við 13 árum síðar. Ástæðurnar eru margar. Nægir þar að nefna umferðarmálin. Á skipulagi sem stuðst var við árið 2002 voru fyrirhuguð göng frá Landspít- alanum undir Öskjuhlíð með tengingu við Kringlumýrarbraut í Fossvogi, og áfram undir Kópavog og alla leið að Reykjanes- braut við Smáralind. Önnur göng áttu að koma undir Þingholtin með tengingu spít- alans við Sæbraut nálægt Hörpu. Gert var ráð fyrir mislægum gatnamótum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar. Leggja átti Miklubraut í stokk við Klambratún. Flugvöllurinn í Vatns- mýri og starfsemi þar var snar þáttur niðurstöðunnar. Nú liggur fyrir nýtt aðalskipulag Reykjavíkur þar sem allt þetta er lagt á hilluna. Árið 2004 var samin önnur skýrsla. Þar segir m.a.: „[B]esti kosturinn er án efa bygging nýs sjúkrahúss frá grunni en ef ekki verður ráðist í svo fjárfreka fram- kvæmd nú verður að skoða aðrar leiðir.“ Útreikningar hafa sýnt að það er um 20 milljörðum ódýrara að byggja á nýjum stað en að endurnýta og byggja við núver- andi húsnæði. Þar fyrir utan hagnast þjóðfélagið um milljarða á ári hverju við að flytja sjúkrahúsið nær þungamiðju búsetunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þriðja skýrslan sem stundum er nefnd kom svo í febrúar 2008. Sú skýrsla er rýr og byggir ekki á neinum tilgreindum gögnum sem vitnað er í. Það er fullkom- lega óábyrgt að byggja ákvörðun um stað- setningu spítalans á henni. Þegar gögn málsins eru skoðuð er því ljóst að skipulagslegar forsendur staðar- valsins eru að langmestu brostnar. Áhyggjur þeirra sem telja að bygging nýs spítala geti tafist vegna endurskoð- unar á staðarvalinu eru skiljanlegar. Slík endurskoðun er hins vegar nauðsynleg og mun ekki seinka opnun sjúkrahússins þó að byggingaframkvæmdir hefðust nokkr- um mánuðum síðar en nú er áformað. Betri stað fyrir betri spítala SKIPULAGSMÁL Hilmar Þór Björnsson Arkitekt N orðmenn minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá ódæðisverkum Anders Behring Breivik í Ósló og Útey. Falleg minningarstund um þau sem létust í árásunum var haldin og pólitískir forráðamenn héldu hjartnæmar ræður. Erna Solberg forsætisráðherra sagði að frá árás- unum hefðu Norðmenn sýnt hvað það er sem geri þá að einni þjóð. „Við berjumst fyrir þeim gildum sem eru mikilvægust fyrir okkur, lýðræði, opnu samfélagi og gagnkvæmri virðingu,“ sagði Solberg. Bæði forsætisráðherrann og Mani Hussaini, formaður ungra jafnaðarmanna í Noregi, minntust í ræðum sínum á öfgahreyf- ingar. Þau voru sammála um nauðsyn þess að berjast gegn upp- gangi þeirra með samstilltu átaki og rökræðu. „Öfgahreyfingar er að finna víða um Evrópu og árásarmaðurinn þann 22. júlí 2011 var ekki einn um skoðanir sínar. Við verðum að taka hætt- una sem stafar af slíkum hópum alvarlega. Það er hættulegt að stilla þjóðfélagshópum upp á móti hverjum öðrum. Slíkri hatursfullri orðræðu er beitt af mönnum sem vilja ekki fjölbreytt samfélag,“ sagði Hussaini. Uppgangur öfgahreyfinga er eftir sem áður vandamál víðs vegar í Evrópu. Á nokkrum stöðum eiga stjórnmálaflokkar sem teljast til slíkra aðild að ríkisstjórnum eða styðja þær, víða annars staðar njóta þeir merkilega mikils fylgis og taka mikið pláss. Þeir ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á fjölmenn- ingarsamfélagi. Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkar sem hafa andúð á útlendingum beinlínis á stefnuskrám sínum hafi ekki náð fótfestu hér á landi hefur borið hrollvekjandi mikið á slíkum málflutningi á undanförnum árum. Meðal annars í málflutningi einstaka þing- og sveitarstjórnarmanna, svo ekki sé talað um kommentakerfi vef- miðla, blogg, útvarp og aðra staði. Viðbrögðin við nýlegum fréttum af komu fimmtíu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum hingað til lands vekja til að mynda ugg. Norðmenn sýndu heiminum sínar allra bestu hliðar í kjölfar árásanna í Útey. Árásirnar, þvert á tilgang þeirra, náðu að leysa úr læðingi meiri samstöðu en áður þekktist, án tillits til þjóðernis- legs uppruna og trúarbragða. „Ef einn maður getur alið með sér svo mikið hatur, getum við aðeins reynt að ímynda okkur hve mikinn kærleik við, sem samfélag, getum sýnt,“ sagði Stine Renate Haheim, ein þeirra sem lifðu árásirnar af, daginn eftir. Og það var nákvæmlega það sem Norðmenn gerðu. Um þessar mundir er verið að opna miðstöð þar sem munir sem notaðir voru af Breivik við árásirnar í Noregi eru til sýnis. Þar verður meðal annars hægt að sjá flak bílaleigubifreiðar sem hann sprengdi í loft upp í Ósló, myndir, upptökur og aðra muni. Þeim verður stillt upp eins og gert var við réttarhöldin yfir morðingjan- um. Í frétt Ekstrabladet um miðstöðina segir Hussaini að hún muni sýna grimmdina í verknaðinum. „Það er mikilvægt að taka skýrt fram að hryðjuverkaárásin átti sér pólitískar rætur, til þess að við getum komið í veg fyrir að við verðum ekki aftur fyrir slíkri árás.“ Enn halda Norðmenn áfram að stíga rétt og nauðsynleg skref í átt að bættu samfélagi eftir árásirnar. Vegna þess að leiðin til að losna við skoðanir og pólitískar hugsjónir sem einkennast af mann- hatri er hvorki að banna þær né þagga þær niður. Leiðin er einmitt að sýna þær, berskjaldaðar, og afhjúpa þær fyrir það sem þær eru; fordómar og fáfræði. Þeim þarf að mæta með festu með upplýsingu og rökræðu. Og því má ekki gleyma að liðsmenn öfgahreyfinga sem þarf að hræðast, hvar sem er í Evrópu, eru ekki síður heimamenn en utanaðkomandi. Barátta við öfgar Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 9 -F 5 3 C 1 5 8 9 -F 4 0 0 1 5 8 9 -F 2 C 4 1 5 8 9 -F 1 8 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.