Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 22
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Á sínum tíma þegar ég starf- aði í heilbrigðisráðuneyt- inu, var eitt af hlutverkum mínum að svara spurning- arlistum frá alþjóðastofnun- um um heilbrigðismál. Þess- ir spurningalistar voru mjög ítarlegir og var spurt m.a. um greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim spurningum vakti athygli mína spurning um hvort fyrirkomulag „brúnna umslaga“ (the economy of brown envelopes) tíðkaðist í greiðslu- þátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þetta þótti mér framandi spurning, því slíkt fyrirkomulag er ekki við lýði hér a.m.k svo vitað sé. Fyrirkomu- lag brúnna umslaga í heilbrigðisþjón- ustu er þó víðtækt annars staðar, t.d. í ýmsum Afríku- og Asíulöndum þar sem læknar fá þá (oftast aukalega) greitt frá sjúklingum eða aðstandendum þeirra fyrir læknisverk með beinhörðum pen- ingum í umslögum, m.ö.o. greitt „undir borðið“. Þetta leiðir hugann að greiðslu- þátttöku í heilbrigðiskerfinu. Fréttir hafa borist af mikilli greiðsluþátttöku almennings vegna sjúkdóma og með- ferða við þeim. Almennt greiða börn, aldraðir og öryrkjar minna en fullorðn- ir einstaklingar. Á Íslandi eru tvö meginkerfi varð- andi greiðsluþátttöku. Annars vegar er almennt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Í því er ekkert greiðsluþak sjúklings, heldur fær hann afslátt á frekari læknisþjónustu þegar hann hefur greitt ákveðna upphæð (33.600 fyrir fullorðna 18-66 ára) innan almanaksársins. Afsláttarþak barna, aldraðra og öryrkja miðast við lægri tölu. Hins vegar er sérstakt greiðslu- þátttökukerfi fyrir lyf sem er í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlönd- unum. Í því er greiðsluþak á greiðslum sjúklinga innan 12 mánaða tímabils. Fullorðinn einstaklingur greiðir aldrei hærra en 62.000 krónur fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Ef hann nær þessari tölu snemma á því tímabili greið- ir hann ekki meir fyrir lyf það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta er gert til að tryggja viðkomandi ein- stakling fyrir of háum lyfjakostnaði. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru einnig þök á greiðsluþátttöku ein- staklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Svíþjóð er almennt greiðsluþak fyrir útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 17.300 ISK) á 12 mánaða tímabili. Almennt greiðsluþak vegna lyfja er 2.200 SEK (um 34.600 ISK) á 12 mánaða tímabili. Heildarútgjöld vegna heilbrigðis- þjónustu á Íslandi á síðasta ári var um 175 milljarðar. Þar af voru útgjöld ein- staklinga um 34 milljarðar eða um 103 þúsund á hvern einstakling á landinu. Áskorun heilbrigðisyfirvalda er að verja almenning fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Er um 100 þúsund krónur kostnaður á ári vegna heilbrigðisþjónustu of hár kostnað- ur fyrir einstakling? Að mínu mati er svarið já. Það hefur farið fram mikil vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda undanfarin ár að skilgreina heilbrigðis- kostnað einstaklinga og hve há greiðslu- þátttaka einstaklinga eigi að vera. Því legg ég til að fundin verði leið til að skilgreina greiðsluþátttöku einstak- linga í heilbrigðisþjónustu eins lága og mögulegt er. Hvað varðar fyrirkomulag brúnna umslaga við greiðsluþátttöku í heil- brigðiskerfinu er sú leið framandi okkar menningu og ég vona að það fyr- irkomulag muni aldrei skjóta rótum hér á Íslandi. „Brúnu umslögin“ Staða mála í Grikklandi og á evru- svæðinu hefur mjög verið í fréttum undanfarna daga, vikur og ár. Mér þykir sú umræða hafa verið um of einhæf og ráðist af þeim sjónar- hóli sem hver og einn kýs að standa á. Það er óþarfi og skaðar skiln- ing okkar á þessum miklu atburð- um. Að mínu viti er staða Grikk- lands og togstreita um ríkisskuldir á alþjóðavettvangi til vitnis um að efnahagskerfi Vesturlanda er komið að endimörkum þess sem samfélög byggð á lýðræði og félags- legu réttlæti geta þolað, þegar reynir á mörk fjármagns og almannaréttar. Þetta á við jafnt á alþjóðlegum vettvangi og innanlands – jafnt á Grikklandi og Íslandi. Og jafnvel við Íslendingar sem nú berum okkur borginmannlega höfum þurft að beygja okkur undir ofurvald hins alþjóð- lega fjármálakerfis og stjórnarskrárvarið og venjuhelgað ofbeldi eiganda peninga- kröfu á hendur þeim sem á að greiða. Skuld á ekki alltaf að gjalda. Um þetta allt langar mig að fjalla í nokkrum greinum. Eitt er mikilvægt að taka fram í upp- hafi: Vandi Grikklands og Evrusvæðisins er vissulega mikill og margþætt- ur, en hann stafar á engan hátt af aðild Grikklands að ESB. Sumir ganga svo langt að telja vandann dauðadóm yfir evrópskri samvinnu og að í honum felist áfellisdómur yfir þeim hér á landi sem horft hafa til aðildar að Evrópusam- bandinu sem kosts fyrir íslenska þjóð. Fátt er fjær sanni. Aðild að ESB hefur fært Grikkjum fjölmörg tækifæri, rétt eins og við Íslend- ingar höfum notið ríkulega af aðild að Evrópusamrunanum í gegnum EES-samninginn. Opnun hagkerfisins með slíkri aðild skapar tækifæri til vaxtar og aðstæður skapast til að auka samkeppni í öllum atvinnugreinum. Árangur ríkja af alþjóðasamvinnu á efnahagssviðinu ræðst svo almennt af því hvernig þessi tækifæri eru nýtt. Kostir við sameiginlegan gjaldmiðil Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. Ástæðan er marggreind og margrædd: Kostnaður heim- ila og atvinnulífs af óstöðugleika íslenskrar krónu og skortur á utanaðkomandi aga um hagstjórn hér á landi. Launafólk á Íslandi býr við fullkomna óvissu um raunvirði launa sinna og er algerlega berskjaldað fyrir áhrifum frjálsra fjármagnsflutninga á verðmæti vinnu sinnar. Einungis haftabú- skapur eins og sá sem nú stendur yfir, með undanþágum frá evrópsku regluverki, gerir krónuna þolanlega um stund. Aðild að evrunni takmarkar vissulega möguleika Grikkja á lausnum á núverandi vanda. Þeir geta ekki fellt gengið, komið útflutningsgreinum í skjól og sent heimil- unum reikninginn, eins og hér gerðist með gengisfalli krónunnar í hruninu. Þegar lokið er lofsorði á íslenskan efnahagsbata eftir hrun er aldrei fjallað um skuggahlið krón- unnar: Gríðarlegur afkomubati útflutnings- greina var greiddur af heimilunum með hærri skuldum heimila og lægri launum. Óviðráðanleg krafa um skuldaleiðréttingu var ein afleiðing þessa og yfirstandandi átök á vinnumarkaði og óstarfhæft heil- brigðiskerfi er önnur. Krónan leiddi með öðrum orðum til pólitískrar og samfélags- legrar upplausnar á Íslandi, sem enn sér ekki fyrir endann á. Þegar lofræður um íslensku krónuna eru lesnar vekur það athygli að jafnvel nú eftir fimm ára þrautagöngu, er ekk- ert fylgi meðal grísks almennings við að fara út úr evrunni og fara hina íslensku leið. Almennt er viðurkennt að útganga Grikkja úr evrunni myndi kalla á gríðar- lega gengisfellingu. Upptaka drökmu á nýjan leik myndi nefnilega bara gilda um laun almennings, en erlendar skuldir jafnt ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstak- linga yrðu áfram í evrum. Almenningur, sem nú þegar er aðkrepptur, þyrfti að þola kaupmáttarskerðingu upp á tugi prósenta ofan á allt annað. Þessa íslensku leið lang- ar engan í Grikklandi að fara. Í umræðunni heyrum við oft að vandi Grikkja sé þeim sjálfum að kenna. Um þá ranghugmynd langar mig að fjalla í næstu grein. Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfi r fólki HEILBRIGÐIS- MÁL Gunnar Alex- ander Ólafsson heilsuhagfræðingur ➜ Upptaka drökmu á nýjan leik myndi nefnilega bara gilda um laun almennings, en erlendar skuldir jafnt ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga yrðu áfram í evrum. UTANRÍKISMÁL Árni Páll Árnason formaður Samfylk- ingarinnar ➜ Fréttir hafa borist að mikilli greiðsluþátttöku al- mennings vegna sjúkdóma og meðferða við þeim. Almennt greiða börn, aldr- aðir og öryrkjar minna en fullorðnir einstaklingar. Í grein minni „Kjör aldraðra og öryrkja ítrekað skert“ sýndi ég fram á, að stjórnvöld hafa um langt skeið hlunnfarið eldri borg- ara og öryrkja. Stjórn- völd láta lífeyrisþega aldrei fá hliðstæðar kjarabætur og launþeg- ar fá. Það er alltaf klip- ið af launauppbótum og verðlagsuppbótum til aldraðra og öryrkja. Stjórnvöld telja, að líf- eyrisþegar hafi breitt bak! Þessi saga er nú enn einu sinni að endurtaka sig. Fjármálaráðherra boðar, að aldraðir og öryrkjar eigi að fá hækkun á lífeyri næsta ár, ekki sömu hækkun og launþeg- ar, heldur þriðjungshækkun af launahækkun láglaunafólks! Og lífeyrisþegar eiga ekki að fá hækkun frá sama tíma og launþegar, þ.e. 1. maí sl. Nei, þeir eiga að fá hana 8 mánuð- um síðar. Það er engu líkara en stjórnvöld telji, að aldraðir og öryrkjar hafi svo góð kjör, að þeim liggi ekkert á. Yfirlýsing Davíðs sem forsætisráðherra gildir Fjármálaráðherra virðist hafa tekið lífeyrismál aldraðra og öryrkja í sínar hendur en lítið heyrist frá tryggingamála- ráðherranum, Eygló Harðar- dóttur. Fjármálaráðherra var áður búinn að segja á Alþingi, að ekki væri unnt að hækka bætur lífeyrisþega vegna nýrra kjarasamninga. Það er vissulega jákvætt að fjármála- ráðherra skuli hafa endurskoð- að þá neikvæðu afstöðu sína. En betur má ef duga skal. Forveri Bjarna Benediktsson- ar, í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson þá for- sætisráðherra, sagði þegar ákvæðum laga um ákvörðun lífeyris aldraðra var breytt, að nýja ákvæðið, nýja orðalagið, yrði lífeyris- þegum hagstæðara en það eldra. Áður stóð í lögunum „að breyta ætti lífeyri aldr- aðra í samræmi við breytingar á lámarkslaunum“. Þegar þessu var breytt og ákveðið að segja, að taka ætti mið af launaþró- un við breytingu lífeyris, en þó aldrei að hækka minna en neysluverð, gaf Davíð Oddsson framangreinda yfirlýsingu. Núverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins getur ekki ómerkt yfirlýsingu fyrirrenn- ara síns og forsætisráðherra í þessu efni. Yfirlýsing Davíðs hlýtur að gilda og því á lífeyrir að hækka nákvæmlega eins og lægstu laun og frá sama tíma. Lífeyrisþegum dugar ekkert minna– þetta er lágmark Kjarni málsins er sá, að 255 þúsund króna lífeyrir á mán- uði er algert lágmark og í rauninni of lítið til þess að lifa af. Lífeyrir þeirra eldri borg- ara, sem hafa einungis tekjur frá TR, er í dag 225 þúsund krónur fyrir skatt (192 þúsund eftir skatt). Bjarni Benedikts- son vill hækka þessa upphæð um 8,9% frá næstu áramótum. Það er alltof lítið og of seint. Láglaunafólk fékk 30 þúsund króna hækkun 1. maí sl. og fær 27-28% hækkun næstu þrjú ár. Launin hækka í 300 þús- und krónur á mánuði. Ekkert heyrist frá stjórnvöldum um að eldri borgarar og öryrkjar eigi jafnframt að fá slíka hækkun. Lífeyrisþegar virðast eiga að fara bónarveg að stjórnvöldum til þess að fá frekari hækkun bóta. Enda þótt það sé í stjórn- arskrá og lögum, að ríkið eigi að aðstoða aldraða og öryrkja svo þeir geti lifað eðlilegu lífi og tekið þátt í þjóðfélag- inu telja stjórnarherrarnir, að þeir geti sett sig á háan hest og látið eins og það sé undir mis- kunn þeirra komið hvort aldr- aðir fái sómasamlegan lífeyri, sem dugi fyrir framfærslu og eðlilegu lífi. En svo er ekki. Stjórnarherrarnir hafa enga heimild til þess að halda líf- eyri aldraðra og öryrkja niðri og meðhöndla lífeyrisþega á annan hátt en láglaunafólk er meðhöndlað. Það eru sömu rök fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri eins og fyrir þörfinni á að hækka kaup láglaunafólks. Skammta öldruðum þriðjung af því sem launþegar fá KJÖR ALDRAÐRA Björgvin Guðmundsson formaður kjara- nefndar Félags eldri borgara ➜ Og lífeyrisþegar eiga ekki að fá hækkun frá sama tíma og launþegar, þ.e. 1. maí sl. Nei, þeir eiga að fá hana 8 mánuðum síðar. Það er engu líkara en stjórnvöld telji, að aldraðir og öryrkjar hafi svo góð kjör, að þeim liggi ekkert á. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 A -0 8 F C 1 5 8 A -0 7 C 0 1 5 8 A -0 6 8 4 1 5 8 A -0 5 4 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.