Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 16
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 „Já, já, ekkert mál,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari og hjólagarpur: „Erum við þá að tala um raiser, single track eða urban gutl?“ – „Uhhh, já.“ – „Já, hvað?“ – „Þetta sem þú sagðir síðast. Úrb, þarna. Hvað sagðirðu?“ Íslendingar eru ákafamenn í því sem þeir taka sér fyrir hend- ur, dellufólk upp til hópa. Í greina- flokki Fréttablaðsins hefur verið reynt að þreifa á því helsta sem snýr að útivist og áhugamálum landsmanna; golfi, veiði, fjall- göngu … verður ekki hjá því kom- ist að beina sjónum að hjólreiðaæð- inu sem ríkir í Reykjavík. Helstu kynni þess sem hér skrifar af reið- hjólum undanfarin 35 ár felast í því að bölsótast út í þessa reið- hjólafugla sem eru að flækjast fyrir almennilegum ökumönnum í umferðinni. En, hann varð að éta rækilega ofan í sig fordóma sína gagnvart þessu sporti. Að hjóla er margfalt miklu skemmtilegra en hann hafði getað ímyndað sér. Það er eiginlega bara algjört æði. Hjólatúrinn undirbúinn Fyrsta sem blaðamanni datt í hug, þegar þessi hugmynd kom upp, var að hringja í leikarann Stein Ármann. Hann var farinn að hjóla löngu áður en brast á með hjóla- æðinu, og þótti reyndar, á sínum tíma, stórskrítinn þegar hann var að hjóla milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Steinn hefur fengist við það undanfarin ár að vera leið- sögumaður í hjólatúrum. Og hann tók vel í það að lóðsa blaðamann um hjólamennskuna sem er heill heim- ur út af fyrir sig – og margþættur. Brjálæðið í kringum 2007 Næsta skref var að hringja í Örn- inn. En, ekki hvað? Reiðhjólaversl- unin Örninn hefur verið við lýði í 90 ár. Jón Pétur Jónsson er pott- urinn og pannan þar og sagði ekk- ert mál að lána blaðamanninum hjól og hjálm til fararinnar. Jón Pétur segir hjólamennsku hafa verið vaxandi um heim allan, og svo hafi verið lengi en menn séu að vakna vel til vitundar um það hér. Alger misskilningur sé að ekki sé hægt að hjóla hér vegna veðurs. Erfitt er að meta það upp á punkt og prik hversu margir stunda hjólamennsku nú um stundir, þeir skipta þúsundum. „Barómeterinn sem við notum er hversu mikið er flutt inn af hjólum,“ segir Jón Pétur. Toppurinn var á árunum 2006 til 2007, í hjólamennsku sem öðru, þá voru um það bil 30 þúsund hjól flutt inn. Hjólin geta kostað á við bíl Nú er þetta í meira jafnvægi. „Í fyrra voru flutt inn um 15.800 hjól. Og færri í ár. En, þrátt fyrir það eru meiri verðmæti í þessu núna. Menn eru að pæla meira í þessu,“ segir Jón Pétur. Hjólin sem menn voru að kaupa árið 2007 voru almennt á verðbilinu 60 til 70 þúsund. „Nú er kannski mesta trendið í sölu hjóla sem kosta 150 þúsund upp í kannski 500 þúsund,“ segir Jón Pétur. Ákveðin bylting varð þegar Trek- fyrirtækið kom fram með Carbon Fiber-hjólin, sem eru miklu léttari en áður hafði þekkst. Jón Pétur gerir fastlega ráð fyrir því að næsta bylting, og hún sé handan horns, séu rafmagnshjól. Batteríin séu orðin miklu betri, léttari og endingarbetri en áður hefur þekkst. Jón Pétur útskýrði fyrir blaða- manni að eitt sé að koma sér upp hjóli, svo er allt hitt sem tengist. Og blaðamaður átti eftir að kom- ast að því þegar hann skoðaði alla fylgihlutina sem eru margvíslegri en ókunnugur getur ímyndað sér. Og fatnaðurinn. Þetta kostar sitt. Hjólahópur settur saman Þótt fyrirlestur Jóns Péturs væri greinargóður var blaðamaður orð- inn fremur ruglaður í ríminu, og reyndar orðinn dauðstressaður. Út í hvað var hann búinn að koma sér? Nema, Steinn Ármann var til í slaginn og þá var næsta skref að finna einhverja til að hjóla með sér. Böndin beindust fljótlega að Lukku Pálsdóttur, sem á og rekur hinn vinsæla heilsuveitingastað Happ við Höfðatorg. Hún er for- fallinn hjólari, (eins og það heit- ir á því lingói sem við hjólafólkið notum um okkur sjálf), og til allr- ar lukku kom Lukka því við, þrátt fyrir annir, að fara einn hjólahring með blaðamanni, ásamt vinkonum sínum og hjólafélögum, Lovísu Stefánsdóttur, rekstrarstjóra hjá Happi, og Þóru Stefánsdóttur, flug- freyju hjá Icelandair. Þær féllust góðfúslega á að hjóla með blaða- manni og Steini. „Já, það er gaman að hjóla,“ segir Lukka. „Við full- orðna fólkið gerum nefnilega allt of lítið af því að fara út að leika.“ Og blaðamaður átti eftir að komast að því að það er heila málið. Kúlurassar í Reykjavík Skemmst er frá því að segja að hjólatúrinn reyndist stórkostlega skemmtilegur. Og alls staðar mátti sjá fólk á ferli á hjólum sínum. Steinn Ármann leiddi hópinn um leynistíga, frá Skaftahlíð og niður í Fossvogsdalinn. Með þessum hætti má sjá staði sem maður hefur aldrei séð áður, frá öðru sjónarhorni. Sannleikur er í orða- tiltækinu, þetta er eins og að hjóla, það gekk furðu vel að ná tökum á tækninni. Yfirferðin sem ná má á hjóli kom verulega á óvart. Í gegn- um Fossvogsdal, sem er algjör paradís, var farið upp í Elliðaár- dalinn. Blaðamaður var orðinn býsna ánægður með sig. Þetta var ekki alveg eins mikið mál og hann hafði talið. Við Elliðaárnar var áð og það var þá sem Steinn Ármann sagði að „vegna greinar Jakobs (ha?) þá væri réttast að hópurinn færi upp í Grafarvog. Þar væri stórkostlegt útsýni yfir Reykjavík.“ Hjólaforinginn ætlaði ekki að sleppa nýgræðingnum frá þessu of létt. Nú fór hjólamennskan að taka verulega á og yfirburðir hinna vönu komu í ljós; þegar stelpurn- ar rúlluðu léttilega fram úr blaða- manninum sem kreisti allt afl sem fáanlegt var úr lærvöðvunum til að komast áfram fór gamanið að kárna. En, þetta er auðvitað snar þáttur í þessu æði; alhliða líkams- rækt sem í því felst að hjóla. Með ástundun öðlast menn hið eftir- sóknarverða vaxtarlag sem kall- að er í sumum bókum kúlurass. Hjólamennskan tók reyndar á marga vöðva sem höfðu fengið að vera lengi í hvíld. Rúllað um á reiðhjólum í Reykjavík Sannkallað hjólreiðaæði ríkir í Reykjavík og reyndar um land allt. Útsendari Fréttablaðsins kannaði málið og vann bug á djúpstæðum fordómum sínum: Það að fara út að hjóla er miklu skemmtilegra en hann gat órað fyrir. Hjólamennskan býður upp á nýja sýn á borgina. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@365.is Mun ítarlegar er greint frá þessu reiðhjólaævintýri á Vísi. visir.is HJÓLAFÓLK Hann var fríður flokkurinn sem féllst á að lóðsa blaðamann Fréttablaðsins um margþætta veröld hjólreiðamennskunnar: Lukka, Steinn, Lovísa og Þóra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÖRNINN lánaði blaðamanni það allra nauðsynlegasta til fararinnar; hjól, hjálm, reið- hjólajakka og hanska. Hjólagarpurinn Steinn átti eftir að skammast í nýgræðingnum og hér spennir hann hjálm á haus blaðamannsins græna. ÁÐ VIÐ ELLIÐAÁR Það var þar og þá sem Steinn lýsti því yfir að rétt væri að hjóla í Grafarvoginn. HJÓLAGARPURINN STEINN Hann hefur hjólað áratugum saman og þótti skrítinn á sínum tíma, þegar hann var að hjóla á milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur. Það var þá. ALLTAF GAMAN Á HJÓLI Lukka segir að það sjáist ekki hjólafólk með fýlusvip. Nema það sé vindurinn sem víkkar svona munnvikin? 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 9 -C D B C 1 5 8 9 -C C 8 0 1 5 8 9 -C B 4 4 1 5 8 9 -C A 0 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.