Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 4
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Finnur, eru stjórnvöld ekki að haga sér? Nei, það væri bónus ef þau gerðu það Finnur Árnason, forstjóri Haga sem reka mat- vöruverslunina Bónus, gagnrýnir verðhækk- anir á mjólk harðlega í blaði gærdagsins. DÓMSMÁL „Þrátt fyrir skýrslur erlendu sér- fræðinganna virðist sem saksóknari ætli að halda áfram með málið, sem er hrikalegt,“ segir Annþór Kristján Karlsson sem ákærð- ur var ásamt Berki Birgissyni fyrir að hafa beitt fanga á Litla-Hrauni ofbeldi árið 2012 sem leiddi til dauða hans. Bæði Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. Nú þegar rúm þrjú ár eru frá andláti fang- ans hafa allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fangans, að ósk verjenda Annþórs og Barkar, skilað niðurstöðum sínum. „Það er ekkert eðlilegt við það að rannsóknin sé búin að taka svona langan tíma. Okkur hefur þótt rosalega sárt að hafa yfir okkur ákæru fyrir að hafa myrt vin okkar sem við gerðum bara alls, alls ekki.“ Einn af íslensku sérfræðingunum komst að þeirri niðurstöðu að áverka hins látna mætti rekja til þungs höggs. „Hún sagði það vissu- lega, en hún sagði að þetta gæti líka verið eftir fall á einhvern hlut eða fall á gólf eða þrýstiáverki,“ segir Annþór. Niðurstaða Sidsel Rogde, prófessors í rétt- armeinafræði við Háskólann í Ósló, var sú að ólíklegt væri að áverkar þeir sem leiddu til dauða fangans, sem voru rifa á milta, væru tilkomnir eftir högg eða spark, þótt það væri ekki algjörlega útilokað. „Það er ekki heldur hægt að útiloka að geimverur hafi gert þetta,“ segir Annþór og bætir við að engir sjáanlegir áverkar hafi verið á hinum látna. Rogde sagði einnig að áverkarnir gætu vel hafa verið tilkomnir við endurlífgunar- tilraunir, sem framkvæmdar voru bæði af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum. Þá komust tveir íslenskir prófessorar að þeirri niðurstöðu að ljóst væri af upptökum úr öryggismyndavélum á Litla-Hrauni að hinum látna hefði staðið ógn af Annþóri og Berki. Hinn látni hefði verið hræddur við þá. „Þetta atferlismat hjá þeim er alveg furðu- legt. Hann talar um það hvernig við vorum með krosslagðar hendur þegar við ræddum við hann. Við Börkur töluðum við fangaprest- inn um daginn og hann var með krosslagðar hendur, ekki stóð okkur ógn af honum,“ segir Annþór. David J. Cooke, prófessor í klínískri réttar- sálfræði, gagnrýndi niðurstöðu íslensku pró- fessoranna og komst að þeirri niðurstöðu að aðferðafræði þeirra uppfyllti ekki þær kröf- ur sem almennt eru gerðar í réttarsálfræði. Jim Aage Nøttestad, prófessor í klínískri réttarsálfræði, var sá sem skilaði síðustu skýrslunni. Hann telur að það sé ógerlegt að sjá á upptökunni að hinum látna hafi staðið ógn af Annþóri og Berki. „Þær eru óskýrar. Það er ekki hægt að draga neina ályktun af hegðun fanganna án þess að sjá svipbrigði þeirra,“ segir hann. „Allar skýrslurnar eru á skjön við það sem er verið að ákæra okkur fyrir. Það er alveg ótrúlegt að saksóknari sjái ekki sóma sinn í því að fella niður ákæruna,“ segir Annþór og bætir við að hann hafi ekki komist í opið úrræði og verið vistaður á öryggisgangi í eitt og hálft ár vegna málsins. nadine@frettabladid.is Annþór segir ekkert eðlilegt við þriggja ára rannsókn Erlendu sérfræðingarnir sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fanga á Litla-Hrauni hafa allir skilað niður- stöðum sínum. Niðurstöðurnar eru öndverðar niðurstöðum úr fyrri skýrslunum. Annþór harmar ákæruna. ÁKÆRÐI „Öll rannsóknin er búin að ganga út á að sanna sekt okkar. Það á að rannsaka jafnt til sektar eða sýknu,“ segir Annþór Kristján Karlsson. ➜ Erlendu sérfræðingarnir allir sammála Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, segir að niðurstöður erlendu sérfræðing- anna séu allar algjörlega öndverðar niðurstöðu íslensku sérfræðinganna. „Erlendu sérfræðingarnir eru allir sammála innbyrðis. Þessi staða er stórmerkileg. Fimm erlendir sérfræðingar, hver í sínu fagi, komast ekki að sömu niðurstöðu og þeir íslensku,“ segir Hólmgeir og bætir við að í yfirmati sálfræðinganna birtist áfellisdómur um verklag íslensku sálfræðinganna. Hólmgeir vildi ekki svara því hvort hann teldi líklegt að saksóknari myndi falla frá ákærunni. BANDARÍKIN Hillary Clinton, fyrr- verandi utanríkisráðherra, og Bernie Sanders, öldungadeildar- þingmaður, sem sækjast eftir útnefningu flokks demókrata til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, mælast með minna fylgi en and- stæðingar þeirra í þremur lykil- fylkjum í nýrri könnun Quinnipiac- háskólans, sem kannar reglulega stöðuna í stjórnmálum vestanhafs. Þeir frambjóðendur repúblíkana sem háskólanum þykir líklegastir til sigurs, Jeb Bush, fyrrverandi ríkis- stjóri Flórída, Scott Walker, ríkis- stjóri Wisconsin, og öldungadeildar- þingmaðurinn Marco Rubio, mælast með meira fylgi en Clinton og Sand- ers í Virginíu, Colorado og Iowa. Í Bandaríkjunum er kosið í fylkj- unum fimmtíu hverju í sínu lagi. Kjósendur kjósa sinn fulltrúa og eru í hverju fylki sérstakir kjörmenn, mismargir eftir fylkjum, sem kjósa svo allir einn frambjóðanda eftir því hvor fékk fleiri atkvæði í fylk- inu. Í ákveðnum fylkjum er nær allt- af kosinn sami flokkurinn þannig að harðast er barist um þau þar sem litlu munar, til dæmis í Virginíu, Colorado og Iowa. 270 kjörmenn þarf til að vinna en alls eru þeir 538. Níu eru í Color- ado, sex í Iowa og þrettán í Virg- iníu. Barack Obama, sitjandi for- seti, vann í öllum fylkjunum þremur í síðustu kosningum. - þea Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun: Repúblikanar leiða í þremur lykilfylkjum BRETLAND Það sem er talið vera elsta útgáfa af Kóraninum sem vitað er af fannst óvænt á háskóla- bókasafninu í Birmingham. Rannsakandinn Alba Fedeli rakst á síður úr Kóraninum fyrir slysni á bókasafninu og lét kol- efnisgreina þær. Í ljós kom að síð- urnar eru minnst 1.370 ára gaml- ar. Síðurnar voru faldar á meðal handrita frá miðöldum en talið er að þær hafi legið á bókasafninu í rúma öld. Kolefnisgreining bendir til þess að síðurnar séu frá árunum rétt eftir dauða Múhameðs spámanns en spádómar hans eru megininni- haldið í texta Kóransins. Mús- limar trúa því að textinn í Kór- aninum sé boðskapur engilsins Gabríels sem birtist Múhameð yfir 22 ára tímabil frá árinu 610. Muhammad Afzal, sérfræðing- ur bókasafnsins í fornum hand- ritum, segir að fundurinn sé stór- merkilegur og ætti að vekja upp fögnuð meðal múslima. Hann segir að á þeim tíma sem hand- ritið var skrifað hafi samfélög múslima verið afar fátæk og ekki haft burði til að fjölrita handrit af þessum toga. Því sé þetta eintak einstakt. - srs Rannsakandi fann elsta eintak af Kóraninum sem vitað er af í heiminum: Óvæntur fundur á bókasafninu HAGSTOFAN Síðastliðna tólf mán- uði hefur launavísitalan hækkað um 7,1 prósent. Frá þessu greinir Hagstofa Íslands. Launavísitala í júní var 517,1 stig og hækkaði um 2,3 prósent frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur kaup- máttur launa hækkað um 5,5 pró- sent. Á vef Hagstofunnar segir að í vísitölunni gæti áhrifa nýgerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem voru undirrit- aðir í maí síðastliðnum. Þar var kveðið á um hækkun kauptaxta. - ngy Ný mæling kaupmáttar: Kaupmáttur eykst um 5,5% MANNLÍF Hvort sem fólk finnur fyrir því á eigin buddu eða ekki segir Hag- stofan að síðustu tólf mánuði hafi kaup- máttur hækkað um 5,5 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMFÉLAG Stefnt er sjósetningu skipsins Víkings AK, sem HB Grandi lét smíða fyrir sig, í byrj- un næsta mánaðar og ef allt geng- ur að óskum verður skipið komið hingað til lands í desembermán- uði. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá HB Granda. Víkingur er annað uppsjávar- veiðiskipið sem HB Grandi lætur smíða í Celiktrans Deniz Insaat Ltd. skipasmíðastöðinni í Tyrk- landi en fyrra skipið, Venus NS, kom til landsins í maímánuði. - ngy Nýtt skip kemur fyrr árslok: Styttist í Víking TÆPT Hillary Clinton, líklegasti forseta- frambjóðandi demókrata, mælist með minna fylgi en repúblikanar í þremur lykilfylkjum. NORDICPHOTOS/AFP ÆVAFORN TEXTI Síðurnar eru taldar vera um 1.370 ára gamlar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SPURNING DAGSINS 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 9 -D 7 9 C 1 5 8 9 -D 6 6 0 1 5 8 9 -D 5 2 4 1 5 8 9 -D 3 E 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.