Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.07.2015, Blaðsíða 12
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 GRIKKLAND Gríska þingið greiddi í gær atkvæði um lagapakka sem er seinna skrefið í því að tryggja neyðarlán frá Evrópusamband- inu. Lögin innihalda ákvæði um afnám ríkisábyrgðar á viðskipta- bönkum, breytingar á dóms- kerfinu sem heimila skjótari dómsmeðferðir og upptöku á inn- stæðutryggingu á innlánsreikn- ingum upp á 100 þúsund evrur. Upphaflega átti hækkun líf- eyrisaldurs og skattahækkanir á bændur að vera inni í lögunum en þeirri atkvæðagreiðslu hefur verið frestað. Alexis Tsipras forsætisráð- herra þurfti að treysta á stuðn- ing stjórnarandstöðunnar til að ná lögunum í höfn en niður- stöður atkvæðagreiðslunnar lágu ekki fyrir þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Í síðustu atkvæðagreiðslu var gerð upp- reisn í Syriza, flokki Tsipras, en 32 þingmenn í flokknum sneru baki við forsætisráðherranum, þar á meðal Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra. Tsipras eyddi síðustu dögum í að tryggja að önnur uppreisn ætti sér ekki stað. L ögi n sem kosið var um myndu tryggja neyðarlán upp á 86 milljarða evra til að greiða niður skuldir. Næsti stóri frest- ur á endurgreiðslu lána renn- ur út 20. ágúst en þá þurfa Grikkir að greiða 3,2 millj- arða til seðlabanka Evrópu og í september greiða Grikkir Alþjóðagjaldeyris sjóðnum 1,5 milljarða lán. Þrátt fyrir að útlitið sé enn svart á Grikklandi má finna vonarglætu í því að bankar voru aftur opnaðir síðastliðinn mánu- dag og að Standard & Poor’s skuli hafa hækkað lánshæfis- mat Grikklands úr CCC- í CCC+ á þriðjudaginn sem er enn rusl- flokkur en þó töluvert skárri staða. stefanrafn@frettabladid.is Grikkland þokast nær því að fá neyðarlánin Gríska þingið greiddi atkvæði í gærkvöldi um lagapakka sem tryggir Grikkjum aðgang að lánum til niðurgreiðslu skulda og innviðafjárfestinga. Forsætisráðherr- ann treysti aftur á stuðning stjórnarandstöðunnar í atkvæðagreiðslunni. ➜ Hvað felst í sam- komulaginu? €86 milljarða neyðarlán Frá ESB og AGS Endurfjármögnun banka, greiðsla skulda, vaxtagreiðslur og fleira. €50 milljarða fjárfestingasjóður Fjármagnaður með einkavæðingu Niðurgreiðsla skulda og í fjárfestingar. €7.16 milljarða brúarlán Aðkallandi skulda- greiðslur til ESB og AGS. €35 milljarða styrkur frá ESB Innviðafjárfestingar og sköpun starfa. Í HENGLUM Mikið hefur gengið á á Grikklandi undanfarin ár og eru lands- menn vanir vondum fregn- um. Þó birti til í vikunni þegar grískir bankar voru opnaðir aftur og láns- hæfismat landsins var hækkað. Fréttablaðið/AFP ALEXIS TSIPRAS Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ IDO hreinlætistæki! Ido Seven D vegghengt m.hæglokandi setu 75.990 Ido Seven D með setu 49.990 (frá Finnlandi) Ido Trevi vegghengt með setu 20.990 Nýtt HEILBRIGÐISMÁL Hjúkrunarráð Landspítala varar í nýrri álykt- un við því að litið sé á hjúkrunar- leigu sem lausn á mönnunarvanda meðal hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. „Slíkar lausnir eru neyðarúr- ræði svo hægt sé að veita grunn- neyðarþjónustu, líkt og veitt er í verkfalli. Slík þróun myndi leiða af sér verulega faglega afturför, ógna þeirri uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað og hefta áfram- haldandi uppbyggingu í íslenskri heilbrigðisþjónustu,“ segir í álykt- uninni. Ráðið segir að stofnun hjúkr- unarleiga kunni að vera lausn til að halda hjúkrunarfræðingum og þar af leiðandi reynslu og þekk- ingu innan Landspítala í umönnun sjúklinga. Hins vegar sýni reynsla spítalans og þeirra sem þekkja til erlendis að faglegar skyldur leigðra hjúkrunarfræðinga gagn- vart stofnuninni séu ekki þær sömu og starfsmanna spítalans. „Fagleg framþróun á þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra, hagræðing í rekstri, upp- bygging á starfsemi, efling þver- faglegrar teymisvinnu, kennsla og fræðsla situr á hakanum.“ Hjúkrunarráð segir starfs- ánægju hjúkrunarfræðinga og tryggð þeirra við stofnunina og skjólstæðinga hennar vera það sem ríkisstjórnin eigi að leggja allt sitt kapp í að varðveita. „Ef til hjúkrunarleiga kæmi gæti verið verulega erfitt, jafnvel ógerlegt, að snúa til baka.“ - fbj Hjúkrunarráð LSH varar við hjúkrunarleigum: Telja að starfið yrði ekki eins faglegt MÖNNUNAR- VANDI Yfir 260 hjúkrunarfræð- ingar á Landspít- ala hafa sagt upp störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PAKISTAN Mikil flóð og úrhellisrigning hefur verið í Layyah-héraðinu í suðvestur- hluta Pakistan og gert íbúum þar erfitt fyrir. Fjórir létust í gær þegar flóð hreif með sér bíl sem þeir voru í. NORDICPHOTOS/AFP Vatnavextir gera fólki erfi tt fyrir 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 9 -E 6 6 C 1 5 8 9 -E 5 3 0 1 5 8 9 -E 3 F 4 1 5 8 9 -E 2 B 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.