Fréttablaðið - 23.07.2015, Side 6

Fréttablaðið - 23.07.2015, Side 6
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. VEISTU SVARIÐ? ORKUMÁL Landsnet telur líkur á aflsskorti í íslenska raforkukerf- inu eftir tvö ár ef raforkukerfið verður óbreytt. Miðað við raforkuspá er talið að virkja þurfi 140 MW til viðbótar á næsta áratug svo anna megi auk- inni orkuþörf almennings og fyrir- tækja. „Til að bregðast við þessu dugar þó ekki einungis að auka fram- leiðsluna heldur þarf einnig að styrkja flutningskerfið svo hægt sé að flytja raforkuna frá fram- leiðanda til notanda,“ segir í til- kynningu frá Landsneti. Aflsskorturinn sem líkur eru taldar á að verði miðar við að raf- orkukerfið anni ekki toppum í álagi klukkustund á ári. Sverrir Jan Norðfjörð, fram- kvæmdastjóri þróunar og tækni- sviðs Landsnets, segir að ef af aflsskorti verði þurfi að skerða notkun einhverra notenda. Fyrst verði farið í að draga úr orku til svokallaðra skerðanlegra notenda sem megi betur við skerðingum. En auðvitað er hættan alltaf sú að það geti bitnað á þeim sem eru ekki skerðanlegir,“ segir Sverrir. Landsnet telur aukna hættu á aflsskorti stafa af samspili afl- þarfar raforkunotenda og bilunar vinnslueininga eða annars búnað- ar í aflstöð. „Aflþörf er breytileg og að vissu leyti ófyrirsjáanleg,“ segir í tilkynningunni. Orka vegna stóriðju er ekki með í útreikningunum þar sem hún fær orku afhenta beint frá flutnings- kerfi Landsnets. - ih Virkja þarf um 140 MW á næstu tíu árum til að mæta orkuþörf annarra en stóriðju að sögn Landsnets: Líkur á orkuskorti eftir tvö ár að óbreyttu SÝRLAND Kúveitinn Muhs- in al-Fadhli, sem var einn af höfuð paurum hryðjuverka- samtakanna al-Kaída, féll í loftárásum Bandaríkja- manna í Sýr- landi í gær. Frá því greindi varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna. Al-Fadhli stýrði hóp al-Kaída- liða sem unnu að árásum á Vest- urlönd. Hann var í náðinni hjá Osama bin Laden meðan hann lifði og er sagður hafa verið einn fárra sem fengu að vita að ráðist yrði á Tvíburaturnana 11. september 2001. „Andlát hans mun trufla starfsemi al-Kaída gegn Banda- ríkjunum og bandamönnum okkar,“ sagði Jeff Davis, tals- maður ráðuneytisins. - þea Loftárásir í Sýrlandi í gær: Mun trufla starf al-Kaída MUHSIN AL- FADHLI NEYTENDUR Fyrirtækið Yndis- auki ehf. hefur ákveðið að inn- kalla vöruna Indverskt Dukkah þar sem á umbúðum kemur aðeins fram að varan innihaldi salthnetur en ekki jarðhnetur. Jarðhnetur eru þekktur ofnæm- is- og óþolsvaldur. Indverskt Dukkah frá Ynd- isauka hefur verið í sölu í Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Mosfellsbakaríi og Háholti, Heilsuhúsinu, Hagkaupsversl- unum og Bakaríinu við brúna Akureyri. Í tilkynningu er tekið fram að varan er skað- laus öðrum en þeim sem hafa ofnæmi fyrir jarðhnetum. - fbj Yndisauki innkallar vörur: Ófullnægjandi upplýsingar RAFMAGN Landsnet segir að virkja þurfi meira til að draga úr líkum á orku- skorti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Hve marga byggingarkrana taldi Fréttablaðið á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag? 2. Hvað hafa margir fl óttamenn komið til Evrópu það sem af er ári? 3. Hví eru þýskir jafnaðarmenn ósáttir í ríkisstjórn? SVÖR 1. 161 2. 153 þúsund 3. Vegna afstöðu fjár- málaráðherra til Grikklandsmálsins NOREGUR „Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minn- ingunni um það hvernig Norð- menn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum And- ers Behring Breivik í Ósló og Útey í Noregi. Alls féllu 77 í árásunum, átta í Ósló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ung- liðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafn- aðarmanna fór fram í Minn- ingarlundinum um fórnarlömb- in í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnar- innar til að minnast fórnarlamb- anna. „Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Ósló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfn- ina. „22. júlí var tilfinningaþrung- inn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliða- hreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömb- in hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Ósló í gær sýnir muni tengda atburð- unum. Til dæmis fölsuð lögreglu- skilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Ósló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmála- sagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægri- menn sem vilja berja muni Brei- viks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyll- ast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinav- ian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórn- arlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi. thorgnyr@frettabladid.is Unnu á hatri með ástinni Fjögur ár eru liðin frá árás Anders Behring Breivik í Útey og Ósló. Ungir jafnaðarmenn minntust fórnarlamb- anna í Reykjavík. Safn sem sýnir muni tengda árásinni var opnað. Atburðanna var minnst víða um Noreg. MINNINGARATHÖFN Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal þeirra sem minntust fórnarlamba Breiviks í Vatnsmýrinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 9 -E B 5 C 1 5 8 9 -E A 2 0 1 5 8 9 -E 8 E 4 1 5 8 9 -E 7 A 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.