Fréttablaðið - 09.10.2015, Síða 4
náttúra Engin sérstök ástæða er til
að óttast að óvenjulega stórt Skaftár-
hlaup hafi haft neikvæð áhrif á lífríki
til lengri tíma. Full ástæða er þó til að
íhuga sérstakar rannsóknir á vatna-
svæði Skaftár ef miklar breytingar eru
að verða á vatnafari og í ljósi þeirrar
staðreyndar að hlaupið nú var það
langstærsta sem mælingar ná til.
Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá
Veiðimálastofnun, segir að ekki hafi
sérstaklega verið gerð athugun á því
hvaða áhrif Skaftárhlaup hafa á líf-
ríki í vatni. Skaftárhlaup hafi komið
reglulega allt frá árinu 1955 svo þau
eru engan veginn ný af nálinni og líf-
ríkið hefur því búið við þessi hlaup
lengi og staðið þau af sér.
Hins vegar hafa rannsóknir Veiði-
málastofnunar sýnt að það er nokk-
urt smádýralíf í Skaftá sjálfri. Þar er
einnig hrygning og uppeldi laxfiska,
einkum urriða og bleikju. Hrygning
og uppeldi sjóbirtings er mun meira
í Kúðafljóti.
„Gera má ráð fyrir að Skaftárhlaup
hafi neikvæð áhrif á lífríki ánna sem
hlaupvatnið fer um og þar með talið
seiðabúskapinn. Sennilega hefur
aurinn mest áhrif, bæði bein áhrif
á lífverurnar og óbein vegna þess
að sólarljós nær ekki niður í vatnið.
Áhrifin eru tímabundin og lífríkið
nær sér aftur eftir einhvern tíma. Sjó-
birtingurinn elst mun meira upp í
þverám Skaftár en Skaftá sjálfri. Þar
verða ekki bein áhrif af hlaupinu,“
segir Magnús.
Nú er göngutími sjóbirtings úr sjó
og hrygningartími að hefjast. Stór
hluti sjóbirtinganna er genginn í
þverárnar.
„Þeir sjóbirtingar sem lentu í hlaup-
vatninu hafa væntanlega hörfað niður
ána undan flóðinu. Ekki er þekkt að
fiskar hafi drepist vegna hlaupvatns
úr Skaftá. Vatn mun vaxa töluvert í
lindarlækjum sem eiga upptök undan
Eldhrauninu. Viðbúið er að jökulvatn
geti borist í lindarlækina og litað
lækjarvatnið en það verður aldrei það
mikið að það hafi teljandi áhrif á lífríki
þeirra.“ svavar@frettabladid.is
sjávarútvegur Ástand þriggja upp-
sjávarstofna í Atlantshafi sem Íslend-
ingar stunda umtalsverðar veiðar á
– norsk-íslenskrar síldar, kolmunna
og makríls – fer versnandi. Samstaða
um nýtingu þessara stofna liggur
ekki fyrir á meðal þeirra strandríkja
sem þá nýta og því er veiðiálag meira
en æskilegt er, sé litið til ráðgjafar
Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES).
Hrygningarstofn síldar hefur farið
minnkandi vegna lélegrar nýliðunar
og hefur verið metinn undir varúð-
armörkum – 5 milljónum tonna –
síðan 2014. Samkvæmt nýjasta mati
er hrygningarstofninn árið 2015 rétt
tæpar 4 milljónir tonna.
Á árunum 1996-2004 var mjög
góð nýliðun í kolmunnastofninum,
sem stækkaði verulega í kjöl-
farið. Hrygningarstofninn fór síðan
minnkandi til ársins 2010 vegna
lélegrar nýliðunar og mikils veiði-
álags. Samkvæmt nýjasta stofnmati
er hrygningarstofninn árið 2015
metinn 3,3 milljónir tonna. Þetta
mat er 42% lægra en úttekt síð-
asta árs gerði ráð fyrir.
Hrygningarstofn makr-
íls árið 2015 var metinn
3,6 milljónir tonna, sem er 18%
lægra mat en fyrir ári. Árið 2016
er hrygningarstofn makríls talinn
verða um 3,1 milljón tonna. – shá
Ástand uppsjávarstofna fer versnandi
3,6
milljónir tonna
Hrygningarstofn síldar
3,3
milljónir tonna
Hrygningarstofn kolmunna
milljón tonna
Hrygningarstofn makríls
3,1
Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér
Sjóbirtingur og aðrir laxfiskar á vatnasvæði Skaftár þola jökulhlaupin í ánni vel, og engin ástæða er til að halda að óvenju stórt Skaftár-
hlaup nú breyti þar nokkru um. Áhrifin geta verið einhver en þó aðeins til skamms tíma, að sögn sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun.
Tungulækur rennur í Skaftá skammt neðan Kirkjubæjarklausturs og er ein gjöfulla sjóbirtingsáa sem tengjast vatnasviði Skaftár. fréTTablaðið/Svavar
Skaftá fóstrar margar góðar veiðiár
Þeir sjóbirtingar
sem lentu í hlaup-
vatninu hafa væntanlega
hörfað niður ána undan
flóðinu. Ekki er þekkt að
fiskar hafi drepist vegna
hlaupvatns úr
Skaftá.
Magnús Jóhanns-
son, sviðsstjóri hjá
Veiðimálastofnun
sýrland Ali Ayoub, yfirmaður sýr-
lenska herráðsins, er afskaplega
ánægður með loftárásir Rússa á
yfirráðasvæði stjórnarandstæðinga.
Í sjónvarpsávarpi segir hann að í
kjölfar loftárásanna hafi sýrlenski
herinn náð frumkvæðinu og hafið
stórsókn á landi gegn hryðjuverka-
mönnum.
Stjórnarherinn ætlar sér nú að
endurheimta nokkrar mikilvægar
borgir, sem uppreisnarmenn hafa
lengi haft á sínu valdi.
Í gær skýrðu Rússar frá því að auk
loftárásanna hafi þeir skotið alls 26
langdrægum sprengiflaugum frá
fjórum herskipum í Kaspíhafinu.
Þeim hafi verið skotið á yfirráða-
svæði Íslamska ríkisins í Rakka,
Aleppo og Idlib.
Alls segjast þeir hafa gert vel á
annað hundrað árásir fyrstu vik-
una og meðal annars eyðilagt fyrir
hryðjuverkamönnum tugi farar-
tækja, um 20 stjórn- og samskipta-
stöðvar og sex sprengjuverksmiðjur.
Sýrlandsstjórn hefur frá upphafi
átakanna ekki gert neinn greinar-
mun á því hvort andstæðingar þeirra
eru hryðjuverkamenn, erlendir
málaliðar eða innlendir uppreisnar-
menn gegn stjórninni. – gb
Stórsókn í skjóli Rússa
Þau strandríki sem nýta flökkustofna
hafa ekki náð samkomulagi um
nýtingu þeirra með afgerandi hætti.
fréTTablaðið/óSKar
ali abdullah ayoub, yfirmaður sýr-
lenska herráðsins, kom fram í sjónvarpi
til að tilkynna um stórsókn.
NordicphoToS/afp
l Skaftá er jökulá og eru upptök
hennar í Skaftárjökli. Frá jökli liðast
Skaftáin niður hálendið sunnan
megin við Langasjó og niður á milli
hinna fornu eldstöðva Lakagíga og
Eldgjár.
l Eftir að hálendinu sleppir greinist
Skaftáin í margar kvíslir, Skaftárdals-
vatn, en þaðan í þrjár kvíslir; vestast
rennur Ása-Eldvatn sem rennur í
Tungufljót og þau verða að Flögu-
lóni sem eftir það heitir Kúðafljót.
Árkvíslirnar renna um Eldhraunið
og eiga sterkastan þátt í vatnasviði
Landbrots, t.d. Grenlæk og Tungulæk.
l Á leið Skaftár neðan Kirkju-
bæjarklausturs til ósa bætast í hana
bergvatnsár og lækir, t.d. Fossálar. Á
vatnasvæði Skaftár í Meðallandi eru,
eins og í Landbroti góð veiðisvæði
t.d. í Eldvatni og Steinsmýrarflóðum.
l Stórvaxinn sjógenginn urriði (sjó-
birtingur) er ríkjandi tegund í ánum.
Svo virðist sem sjóbirtingur, fremur
en lax eða bleikja, geti nýtt sér þær
sérstæðu náttúrufarslegu aðstæður
sem eru á svæðinu, þ.e. stutt fisk-
geng svæði í þverám og í neðri hluta
aðalánna þar sem eru mikil lygn
svæði, oft með sand- eða leðju-
botni, tengd mýrlendi, síkjum, smá-
lækjum og smávötnum og neðar
eru sandbornir óstöðugir ósar.
dómsmál Hæstiréttur dæmdi í gær
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi
bankastjóra Landsbankans, til
þriggja og hálfs árs fangelsisvistar
fyrir umboðssvik og markaðsmis-
notkun í Ímon-málinu svokallaða.
Þá hlaut Elín Sigfúsdóttir, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri fyrir-
tækjasviðs Landsbankans, 18 mán-
aða fangelsisdóm fyrir umboðssvik
og hlutdeild í markaðsmisnotkun.
Hæstiréttur sneri þar með við
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
sem hafði sýknað bæði Sigurjón
og Elínu.
Steinþór Gunnarson, fyrrverandi
forstöðumaður verðbréfamiðlunar,
hlaut níu mánaða fangelsisdóm í
Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun
en hann hafði áður fengið sama
dóm í héraði þar sem sex mánuðir
voru skilorðsbundnir.
Í málinu voru þrír fyrrverandi
stjórnendur Landsbankans, þau
Sigurjón, Elín og Steinþór, ákærðir
fyrir ýmist markaðsmisnotkun eða
umboðssvik meðal annars vegna
lánveitingar til félagsins Ímon ehf.
til að kaupa hlutabréf í Landsbank-
anum í lok september og byrjun
október árið 2008.
Sigurjón Þ. Árnason sagði í sam-
tali við Stöð 2 í gær að dómur
Hæstaréttar væri óskiljanlegur og
kolrangur og í engu samræmi við
lög og reglur. Hann vildi ekki tjá sig
frekar um málið að svo stöddu.
„Ég tel þetta vera ásættanlega
niðurstöðu fyrir ákæruvaldið,“ segir
Helgi Magnús Gunnarsson saksókn-
ari sem vildi ekki tjá sig um málið að
öðru leyti.
Í dómi Hæstaréttar segir að
ákærðu hljóti að hafa gert sér grein
fyrir að með því að veita lán við þær
aðstæður, sem ríktu á fjármála- og
verðbréfamörkuðum á þessum
tíma, væru þau að víkja á freklegan
hátt frá því sem af þeim var krafist
í störfum þeirra fyrir Landsbanka
Íslands hf. Með því móti misnotuðu
þau aðstöðu sína. – ngy
Þrír Landsbankamenn dæmdir til fangelsisvistar í Ímon-málinu
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi lands-
bankastjóri, fékk þriggja og hálfs árs
fangelsisdóm. fréTTablaðið/gva
9 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö s t u d a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
_
N
ÝT
T
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
2
-9
3
F
0
1
6
C
2
-9
2
B
4
1
6
C
2
-9
1
7
8
1
6
C
2
-9
0
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
8
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K