Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Á hverjum degi vaka sendiráð okkar og viðskiptafull- trúarnir yfir hagsmunum íslenskra fyrirtækja sem af áræði og dugnaði reyna að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. Nýlega birtust fregnir af því að í hillum verslana í New York væri nú aftur að finna íslenska bjórinn Einstök sem þaðan hafði horfið tímabundið eftir bráðræðis- lega ákvarðanatöku í ráðhúsinu við Tjörnina. Á komandi aðventu verður alíslenskum pylsuvagni komið fyrir í Tókýó og í Finnlandi eru þarlendir orðnir heimsins mestu aðdáendur íslenska skyrsins sem selst þar í tvöfalt meira magni en í upprunalandinu. Austur í Moskvu gæða gestir virtustu veitingahúsanna sér á lambakjöti, Japanir dásama íslenskar æðardúnssængur og á síðustu árum hafa Kínverjar kynnst gæðum grásleppunnar okkar. Hvað eiga þessi mál sameiginlegt fyrir utan það að þessar gæðavörur eru framleiddar úr íslenskum hráefnum og markaðssettar af kraftmiklum íslenskum fyrirtækjum? Um öll þessi mál og aragrúa annarra liggja þræðir til viðskipta- fulltrúa sem starfa við sendiráð Íslands en þessir fulltrúar eru þjónustuarmur útflutningsþjónustu utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu erlendis. Á hverjum degi vaka sendiráð okkar og viðskiptafull- trúarnir yfir hagsmunum íslenskra fyrirtækja sem af áræði og dugnaði reyna að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. Við- skiptafulltrúarnir sýna frumkvæði við að þjónusta fyrirtæki, eygja ný tækifæri og greiða viðskiptaaðilum leiðina í gegnum frumskóg skrifræðis og reglugerða og beita til þess ómældri útsjónarsemi. Þá geta þeir brugðist skjótt við vályndum veðrum sem gera oft fyrirvaralaust vart við sig erlendis. Það liggur í hlutarins eðli að kjötútflutningur til Japans, sala sjávarafurða á Kínamarkað og stríður ferðamanna- straumur til Íslands gerist ekki af sjálfu sér og í mörgum tilfell- um þarf aðkomu hins opinbera. Viðskiptafulltrúarnir okkar eru staðsettir í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Nýju-Delí, Peking, Tókýó, Ósló, Helsinki, New York og London og búa þeir yfir ómældri reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og sambönd bæði í gistiríkjunum og í umdæmislöndum sendiráðanna. Óhætt er að fullyrða að viðskiptafulltrúarnir eru ómetanlegur hlekkur í keðju utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu við að greiða leið íslenskra fyrirtækja, hugvitsfólks og aðila á sviði lista og menningar á erlendum mörkuðum, eins og dæmin sanna. Pylsuvagn á aðventu í Tókýó Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is *Gildir fyrir eina áskrift. Viðskiptavinir sem taka þessu tilboði fyrir 1. nóvember halda þessum kjörum í eitt ár. STÖÐ 3 +ENDALAUST TAL +1 GB Í GSM 1.990 kr. til 1. nóvember* HEILL HELLINGUR AF NÝJUM ÞÁTTUM Á STÖÐ 3 FÁÐU STÖÐ 3 Á BETRA VERÐI Í HAUST Mannréttindi fólks með þroskahömlun eru skert á Íslandi. Sjálfræði þeirra er takmarkað og forræðishyggja nær til flestra þátta daglegs lífs. Rannsókn þriggja dósenta við Háskóla Íslands sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2015 leiddi þetta í ljós. Í rannsókninni kom fram að enn þann dag í dag eru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á þroskahöml- uðum konum eftir þrýsting frá fjölskyldum þeirra. Aðgerðirnar eru framkvæmdar á konum áður en þær verða 25 ára gamlar, en slíkt er ólöglegt. Auk þess gerðu konurnar sér ekki grein fyrir hvað aðgerðirnar þýddu fyrir þær í raun og veru. Að þær væru óafturkræfar. Konurnar fá ekki kynfræðslu eða upplýsingar um aðra kosti eins og getnaðarvarnir. Í fræðunum hefur verið haldið fram að þessi aðgerð sé gerð til að halda konum frá kynferðislegu ofbeldi. Þó höfðu margar af konunum í rannsókninni orðið fyrir slíku ofbeldi eða áreiti og eitt af því sem varð til þess var vitneskja hins brotlega um það að konurnar hefðu undirgengist slíka aðgerð. Rannsóknin sýndi fleiri sláandi staðreyndir í lífi þessa hóps. Sjálfræði þeirra til allra daglegra athafna var verulega skert, fjármálin, hvar þau búa, hvað þau borða, tómstundir og frítími. Mannréttindabrot gegn þroska- hömluðum eru þannig daglegt brauð. „Forræðis hyggja og skert sjálfsræði er því miður daglegur veruleiki hjá alltof mörgum einstaklingum með þroskahömlun,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroska- hjálpar, í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitar- félaga, en sveitarfélögin fara með málefni fatlaðra, segir rekstrarhalla þeirra vegna þjónustu sem þau veita fötluðum hafa verið 1,1 milljarð króna í fyrra og má ætla að hallinn hafi aukist á þessu ári. Sveitarfélögin tóku við málaflokknum af ríkinu árið 2011 en fjármagn hefur ekki fylgt honum eftir þörfum. Ísland undirritaði árið 2007 samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Markmið hans er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra. Af þeim 157 ríkjum sem undirrituðu samninginn hefur 151 fullgilt hann. Alþingi samþykkti í júní 2012 framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks og hefur innanríkisráðuneytið unnið að undirbúningi full- gildingar síðan. Ísland hefur hins vegar ekki enn fullgilt samninginn. Það er skelfileg tilhugsun að fá ekki að ráða sér sjálfur. Sjálfsákvörðunarrétturinn er flestum svo sjálf- sagður að þeir leiða aldrei hugann að honum – hvað þeir borða, hvar og hvernig þeir búa og hvort þeir gangist undir óafturkræfar aðgerðir. Ríki sem kennir sig við mannréttindi og mannúð kemur ekki svona fram við þegna sína. Þrettán stjórnarandstöðuþing- menn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að samningurinn verði fullgiltur. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar. Enn tímabærara er að þessum málaflokki sé sinnt sómasamlega af bæði ríki og sveitarfélögum. Þar verða menn að hysja upp um sig. Þau eiga sig sjálf Sjálfsákvörð- unarrétturinn er flestum svo sjálfsagður að þeir leiða aldrei hugann að honum – hvað þeir borða, hvar og hvernig þeir búa og hvort þeir gangist undir óafturkræfar aðgerðir. Starfsmaður mánaðarins Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vekur grá­ glettinn athygli á því á Facebook­ síðu sinni að stofnun Stjórn­ stöðvar ferðamála sé rækilegur brilljans af hálfu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ráðherra ferðamála. Nú sé búið að stofna tvær ríkis­ stofnanir utan um ferðamannamál á Íslandi. „Ég geri að tillögu minni að landsfundurinn verðlauni Ragnheiði Elínu með því að kjósa hana „starfsmann mánaðarins“ þó ekki væri nema fyrir að hafa sýnt í verki hvað Sjálfstæðisflokkurinn á við með slagorðinu „Báknið burt“, skrifar Össur. Ósnertanlegur meirihluti? Viðskiptablaðið birti í gær skoð­ anakönnun um fylgi stjórnmála­ flokkanna í borgarstjórn Reykja­ víkur. Ýmislegt kemur á óvart og annað ekki. Það kemur vafalaust fáum á óvart að Píratar eru nú stærsti flokkurinn í borginni, sem fylgir sömu straumum og í lands­ málunum. Það sem kemur ef til vill meira á óvart er að Samfylkingin skuli enn vera stærri en Sjálfstæðis­ flokkurinn í borginni þrátt fyrir að báðir flokkar tapi fylgi. Sjálfstæðis­ menn gagnrýndu meirihlutann harkalega í Ísraelsdeilunni miklu og fengu mikla athygli í fjölmiðlum fyrir vikið. Gagnrýni sjálfstæðis­ manna virðist ekki hafa fallið í kramið hjá kjósendum því meiri­ hlutinn hefur aukið fylgi sitt upp í 72 prósent. stefanrafn@frettablaðið.is 9 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö S t U D A G U r14 S k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -6 7 8 0 1 6 C 2 -6 6 4 4 1 6 C 2 -6 5 0 8 1 6 C 2 -6 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.