Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 33
Héðinn Unnsteinsson skrifaði bókina Vertu úlfur sem Forlagið gaf út í vor en hún segir frá falli og upprisu manns sem var greindur með geðhvörf. Maðurinn er hann sjálfur. Bókin fékk góðar viðtökur og er sögð skyldulesning fyrir alla sem starfa innan heilbrigðisgeirans og alla sem hafa áhuga á mannlegu eðli. Héðinn hefur í gegnum tíðna verið ötull baráttumaður fyrir betri geðheilbrigðis- þjónustu. Hann var frumkvöðull Geðræktarverkefnisins og Geðorð- anna 10 og starfaði meðal annars á geðheilbrigðissviði Evrópuskrif- stofu Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar um nokkurra ára skeið. Í dag starfar hann sem stefnumót- unarsérfræðingur hjá forsætisráðu- neytinu. Hvað telur þú að hafi áunnist með útkomu bókarinnar? „Það er nú erfitt fyrir mig að leggja mat á það en boðskapurinn er á þá leið að það er engin ein lína á milli þess að vera geðsjúkur og heilbrigður. Við erum öll á sama rófi en skynjum hlutina á mismunandi hátt.“ Héðinn hefur verið viðriðinn geð- heilbrigðismálin í tuttugu ár og er í dag orðinn heldur afhuga greining- um enda um 200 ára gamalt fyrir- bæri að ræða. „Okkur er svo tamt að takast á við hlutina útfrá dis- ease og dis-ability í stað þess að leggja áherslu á heilbrigði og getu. Faðir geðlæknisfræðinnar, Emil Kraeplins, flokkaði geðveiki í þrjá meginflokka með örfáum undir- flokkum. Í dag eru undirflokkarn- ir á fimmta hundrað. Mér finnst eitthvað bogið við það. Í dag byggir heilbrigðiskerfið að stórum hluta á því að meðhöndla einkenni og bjóða endurhæfingu. Kannski af því að það felast meiri peningar í veikind- um og örorku en getu og heilbrigði – en mér finnst tími til kominn að staldra við. Okkur er líka svo tamt að setja merkimiða á allt. Ef við lítum á mannfólkið sem risavaxið tré þá erum við alltaf að bæta við greinum í stað þess að horfa á stofn- inn og ræturnar sem eru sammann- legar. Við nálgumst fólk frekar út frá því hvar það er staðsett á grein- unum.“ Héðinn segir geðheilbrigðismál- in auk þess sérstaklega flókin enda engar hlutlægar sannanir fyrir því að eitthvað sé að heldur aðeins hug- lægt mat eins á huglægu ástandi annars. „Að síðustu er að mínu mati mikið vald fólgið í þessum grein- ingar kerfum.“ Yfirskrift Alþjóðageðheilbrigð- isdagsins í ár er Dignity in Mental Health, eða Virðing í verki. Hvern- ig kallast innihald bókarinnar á við það? „Í bókinni fer ég m.a. yfir atvik sem átti sér stað árið 2008 en þá var mér synjað um innlögn á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna gagnrýnna skoð- ana á aðferðum sjúkrahússins í við- tali við Kastljós. Yfirskrift dags- ins snýr meðal annars að virðingu fagfólks í garð notenda en þetta er dæmi um hið gagnstæða og gaf um- boðsmaður Alþingis það síðar út að hann efaðist um lögmæti synjunar- innar á sínum tíma,“ segir Héðinn. „Menn vilja berjast fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu en áherslan á þjónustu vill stundum gleymast hjá hinu opinbera. Innan markaðar- ins þykir sjálfsagt að veita þjónustu en hjá hinu opinbera getur það verið snúnara þar sem notendur hafa ekki beinan kaupmátt á þjónustuna.“ Héðinn segir lækna og heil- brigðisstarfsfólk ekki hafa einka- leyfi á því að hjálpa. „Það er margt annað sem hjálpar og hver þarf að finna sína leið. Sumir geta þurft að styðja sig við lyf um tíma. Öðrum gagnast að hreyfa sig og/eða hug- leiða og öðrum að breyta mataræð- inu,“ segir Héðinn sem sjálfur sagði skilið við lyfin fyrir nokkr- um árum. „Mér gagnast til dæmis vel að sitja í köldum potti við upp- haf dags. Það veitir ró yfir dag- inn en svo hef ég líka tileinkað mér reglulega hugleiðslu. Auk þess er heilmikið fengið út úr því að hafa fjörugt ímyndunarafl og alls kyns skynjanir,“ segir hann og brosir út í annað. „Við erum sem fyrr segir öll á sama rófi og nýlegar rannsókn- ir renna stoðum undir það að ekki séu jafn skörp skil á milli geðsjúk- dóma og heilbrigðis og lengi hefur verið talið.“ En hvað þarf að þínu mati að breytast til að tryggja virðingu í geðheilbrigðisþjónustunni? „Það þarf að halda áfram opinni um- ræðu bæði fagfólks og notenda og allra sem koma að þessari þjón- ustu. Að menn tali um það sem vel og miður er gert alveg eins og gert er um alla aðra þjónustu.“ Héðinn segir þó margt hafa áunnist. „Við getum meðal annars séð það á því hvernig orðræðan hefur breyst í gegnum tíðina. Í upphafi var talað um lunacy eða tunglsýki, svo mad- ness, insanity, svo mental illness og nú mental health með viðskeytinu problem. Við þokumst því áfram, a.m.k. í orðræðunni.“ Hvað finnst þér Geðhjálp hafa lagt af mörkum til að auka áhuga fólks á geðrækt og Geðheilsu? „Fé- lagið hefur staðið sig mjög vel og stækkar sífellt og nær til fleiri. Í upphafi var þetta aðallega félag not- enda, aðstandenda og fagfólks. Mér finnst félagið vera að þokast í átt að því að hafa miklu víðari skírskotun og vera fyrir alla sem hafa áhuga á geðheilbrigði, en ef grannt er skoð- að hafa það flestir því öll eigum við svo mikið undir því að búa við góða geðheilsu.“ Erum öll á sama rófi Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst með nafni og kennitölu þátttakanda og nafni og kennitölu greiðanda ef annar aðili en þátttakandi er greiðandi á verkefnisstjori@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 2.000, frítt fyrir félaga í Geðhjálp. Hægt er að skrá sig í Geðhjálp á www.gedhjalp.is. ÖÐRUVÍSI LÍF Upplifun, reynsla og lærdómur aðstandenda geðsjúkra Gullteigur, Grand Hótel 14. október 2015. Fundarstjóri Erla Hlynsdóttir fjölmiðlakona. 13.00 – 13.15 Ljóð Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, les upp ljóð í minningu Pálma, bróður síns. 13.15 – 13.30 Inngangur Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar. 13.30 – 13.50 Reynsla aðstandenda af alvarlegum geðsjúkdómum Knútur Birgisson, fötlunarfræðingur. 13.50 – 14.05 Með hjálp frá Virginíu Woolf Styrmir Gunnarsson, maki. 14.05– 14.25 Lifað með harminum Einar Zeppelin Hildarson (Zeppi), sonur. 14.25 – 14.40 Litla systir. Erla Kristinsdóttir, systir. 14.40– 14.55 KAFFIHLÉ 14.55– 15.10 Rússíbaninn sem alrei stoppar Helga Björg Dagbjartsdóttir, móðir. 15.10 – 15.30 Sætaskipti – lærdómur móður og fagmanns. Ragnheiður Eiríksdóttir, móðir/hjúkrunarfræðingur. 15.30– 15.45 Samantekt Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar. MYND/STEFÁN Í sumar byrjaði Héðinn með uppistand í félagi við tónlistarmanninn Jónas Sigurðsson undir yfirskriftinni Hamingjan og Úlfurinn. „Jónas syng- ur og ég segi reynslu- sögur og set eitthvað á svið sem einhverjir nefna geðveiki en ég kalla upp- lifun af reynslu á jaðri skynsviðsins. Við prufu- keyrðum dagskrána í ágúst og fluttum okkur svo í Salinn í Kópavogi í september og sýndum fyrir fullu húsi. Næsta uppistand er á dagskrá 15. október.“ FÖSTUDAGUR 9. okTóbeR 2015 5Geðhjálp l 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -1 3 9 0 1 6 C 2 -1 2 5 4 1 6 C 2 -1 1 1 8 1 6 C 2 -0 F D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.