Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 8
150 manns á vinnustað á framkvæmdatíma l Áætlað er að hefja framkvæmdir á fyrirhuguðu virkjunarsvæði vorið 2016 og að þær standi yfir til miðs árs 2018. l Á síðari hluta ársins 2016 má gera ráð fyrir um 100 starfsmönnum á virkj- unarsvæðinu. Allt árið 2017 og fyrri hluta árs 2018 er gert ráð fyrir allt að 150 starfsmönnum á svæðinu. l Áætlaður heildarkostnaður er 13-15 milljarðar íslenskra króna (vélbúnaður er 40% af heildarkostnaði). l Ráðgert er að gangsetja stækkaða virkjun í apríl 2018. l Verkís sér um hönnun virkjunarinnar og er sú vinna þegar hafin.  l Óskað verður eftir tilboðum í vél- og rafbúnað vegna stækkunarinnar á næstu dögum. Efnt var til forvals meðal hugsanlegra bjóðenda og þeim bjóðendum sem uppfylltu skilyrði forvalsins verður gefinn kostur á þátt- töku í útboðinu. Gert er ráð fyrir að tilboð verði opnuð í byrjun desember og að gengið verði til samninga í byrjun árs 2016. l Byggingarvinna tengd stækkuninni verður boðin út í nóvember. Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að ráðast í stækkun Búrfellsvirkjunar. Stækkunin nemur 100 megavöttum (MW) í uppsettu afli og er áætlað að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Stækkunin mun nýta vatn sem í dag rennur fram hjá núverandi stöð og er áætlaður kostnaður við framkvæmdir og kaup á vélum og öllum öðrum bún- aði 13 til 15 milljarðar króna. Lengi á teikniborðinu Langt er síðan stækkun Búrfellsvirkj- unar, sem nú verður ráðist í, var fyrst ámálguð. Í raun lá það alltaf fyrir að stækkun væri góður kostur, eða allt frá því að gamla virkjunin var fullbyggð árið 1972. Þá strax var ljóst að gamla virkjunin fullnýtir ekki nema um 86% af því vatni sem rennur fram hjá henni. Stækkuð Búrfellsvirkjun mun bæta nýt- ingu á því rennsli. Þeim áformum var hins vegar slegið á frest þegar ákvörðun var tekin um að auka afl núverandi Búr- fellsstöðvar úr 210 MW í 280 MW með endurnýjun búnaðar á árunum 1997- 1999. Þess utan er stækkun virkjunar- innar söguleg fyrir Landsvirkjun því fyrirtækið var stofnað um upphaflegu virkjunina árið 1965 samhliða því að álverið í Straumsvík var reist. Svara þarf eftirspurn Ástæðan fyrir því að ráðist er í þessa virkjun nú segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að sé aukin eftirspurn frá smærri iðnfyrirtækjum, gagnaverum, ferðaþjónustunni og fleir- um. Hörður segir jafnframt að það sem er óvenjulegt við þessa framkvæmd sé að umhverfisáhrifin eru óvenjulega lítil. „Það sem er í raun óhjákvæmi- legt með okkar framkvæmdir er að umhverfissporið er stórt, sérstaklega í vatnsaflsvirkjunum. Stór lón valda þar mestum umhverfisáhrifum en hér er verið að nýta núverandi uppistöðulón og því til viðbótar var ákveðið að stað- setja stöðvarhúsið inni í fjallinu þannig að sjónræn áhrif eru í lágmarki,“ segir Hörður en mest áberandi mannvirkin verða aðrennslisskurður, frárennslis- skurður og inntaksmannvirki virkjun- arinnar. Þess má geta að sá möguleiki var skoðaður að hafa stöðvarhúsið ofanjarðar en kostnaður var áþekkur og umhverfissjónarmið látin ráða því hvaða leið var valin, en stöðvarhús neðanjarðar er talið öruggara í tilliti til náttúruvár – jarðskjálfta og eldsum- brota. Landsvirkjun er að hans sögn að skoða fleiri sambærileg verkefni. Mögu- leikar til að nýta virkjunarsvæði fyrir- tækisins betur eru fyrir hendi, og nefnir Ráðist í stækkun Búrfellsvirkjunar Landsvirkjun ræðst í stækkun Búrfellsvirkjunar um 100 MW. Fjárfest verður fyrir 13 til 15 milljarða. Stækkun Búrfellsvirkjunar og fram- kvæmdir á Þeistareykjum hafa ekki áhrif á ákvarðanatöku varðandi Hvammsvirkjun í Þjórsá. Sambærileg verkefni eru til athugunar. Búrfellsvirkjun var fyrsta stórframkvæmd Landsvirkjunar og var fyrirtækið stofnað um þá framkvæmd fyrir 50 árum. Helstu umhverfisáhrif nýrrar virkjunar eru að- rennslisskurður, frárennslisskurður og inntaksmannvirki virkjunarinnar. Stöðvarhúsið verður staðsett neðanjarðar í Sámsstaðaklifi. mynd/LandSvirkjun Hörður Blönduvirkjun í því sambandi. Þá eru möguleikar fyrir hendi á að stækka Búrfellsvirkjun enn, eða um 40 MW með því að bæta við annarri aflvél síðar í stöðvarhúsinu í Sámsstaða klifi. Léttir álaginu af þeirri gömlu Gunnar Guðni Tómasson, fram- kvæmdastjóri framkvæmda- sviðs,  segir  að framhjárennslið sé aðallega yfir sumarið og muni stækk- unin því aðeins framleiða orku hluta ársins. Afl virkjunarinnar muni hins vegar nýtast allt árið um kring til að auka rekstraröryggi og sveigjanleika raforkukerfisins. Annað sem græðist er að létta álaginu af núverandi Búr- fellsstöð sem hefur verið keyrð á yfirálagi langtímum saman, og sinna viðhaldi sem er löngu tímabært. Hvað næst? Eins og kunnugt er eru framkvæmdir hafnar við jarðhitavirkjun á Þeista- reykjum á vegum Landsvirkjunar. Fyrri áfanga, sem er 45 MW, á að vera lokið í október 2017 en síðari áfanga í apríl 2018, eða á mjög svipuðum tíma og stækkun Búrfellsvirkjunar kemst í gagnið. Tvö verkefni verða því í gangi á sama tíma, en frá sjónarhóli Lands- virkjunar, staðfestir Hörður, eru verkefnin það lítil að þau hafa engin áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækisins um hugsanlegar framkvæmdir við Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár á næstu árum, eða verði niðurstaða Skipulagsstofnunar sú að ekki sé þörf á nýju umhverfismati en ákvörðunar um það er að vænta von bráðar. Umhverfisáhrif talin lítil l Landsvirkjun tilkynnti Skipulagsstofnun um fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar í maí 2013.  l Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að stækkun virkjunarinnar um allt að 140 MW sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. l Þar sem um stækkun virkjunar er að ræða, sem ekki skal háð mati á umhverfisáhrifum, fellur framkvæmdin ekki undir verndar- og orku- nýtingaráætlun – rammaáætlun. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Það sem er í raun óhjákvæmilegt með okkar framkvæmdir er að umhverfissporið er stórt, sérstaklega í vatnsaflsvirkj- unum. Stór lón valda þar mestum umhverfisáhrifum en hér er verið að nýta núverandi uppistöðulón og því til viðbótar var ákveðið að staðsetja stöðvarhúsið inni í fjallinu þannig að sjónræn áhrif eru í lág- marki. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Kringlukast gildir frá 8. okt., til og með 12. okt. eða meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndabrengl. Kringlan - Bankastræti Púðaver - 8 myndir í boði Tilboðsverð: 6.899.- Fullt verð: 9.199.- Ennisband - Kanínuskinn Tilboðsverð: 4.597.- Fullt verð: 6.129.- Mokkalúffur Tilboðsverð: 4.079.- Fullt verð: 5.439.- Mokkahanskar Tilboðsverð: 4.447.- Fullt verð: 5.929.- KRINGLUKAST 8 - 12. október 25% afsláttur 25% afsláttur 25% afsláttur 25% afsláttur dómsmál Landeigendafélagi Geysis var óheimilt að innheimta aðgöngu- gjald að Geysissvæðinu. Þetta er niður staða Hæstaréttar. Þá hafi rík- inu verið heimilt að leggja lögbann við gjaldtöku félagsins. Hæstiréttur segir að inn á Geysis- svæðinu sé spilda sem tilheyri íslenska ríkinu einu. Um það svæði gildi óskráðar reglur íslensks réttar um sérstaka sameign, þar á meðal um hvernig ákvörðun verði tekin um nýtingu þess en þar þurfi samþykki allra landeigenda. „Breyting þessi var meiri háttar þegar þess er gætt að með henni var stefnt að því að mynda tekjur af sam- eigninni, ekki aðeins til að standa straum af kostnaði af henni heldur einnig til arðs fyrir eigendurna, í stað þess að landsvæðið stæði öllum opið án  endurgjalds,“ segir í niður- stöðu dómsins. Í yfirlýsingu landeig- enda eftir dóminn segir að þeir hafi ítrekað leitað samstarfs við ríkið um verndun og uppbyggingu svæðisins. Til að leiða ágreininginn til lykta hafi þeir boðist til að kaupa hlut ríkisins. Dómur Hæstaréttar leysi á engan hátt úr þessum ágreiningi. – jóe Máttu ekki rukka á Geysi Landeigendur rukkuðu fyrir aðgang að Geysi um stutta hríð. FréttaBLaðið/Pjetur 9 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö s t U d A G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -D 9 D 0 1 6 C 3 -D 8 9 4 1 6 C 3 -D 7 5 8 1 6 C 3 -D 6 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.