Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 28
„Það komst nánast ekkert annað að. Ég sat svo dögum skipti við tölvuna og reyndi að finna leiðir sem mögulega gætu hjálpað.“ T inna Hrafnsdóttir er Reyk­ víkingur í húð og hár, alin upp í Vesturbænum og gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð. Þegar kom að því að velja hvað stæði til næst eftir stúdentsprófin voru góð ráð dýr því Tinna hafði ekki hugmynd um hvað hún vildi verða. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi gera en var þó handviss um að ég vildi mennta mig frekar.“ Að lokum ákvað Tinna að skrá sig í lögfræði en komst svo fljót­ lega að því að það ætti ekki við hana. „Ég skipti strax um ára­ mótin yfir í almenna bókmennta­ fræði og þar var ég komin nær því sem mig langaði að fást við í lífinu. Þar var verið að lesa leikrit og greina texta, ég fann að þarna lá einhver taug sem mig langaði til að virkja.“ Í Háskólanum var Tinna hvött til að koma og taka þátt í Stúdentaleikhúsinu. „Ég hafði ekki komið nálægt leiklist á mínum uppvaxtar árum, það var alltaf verið að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að verða leikkona eins og amma mín, Herdís Þorvalds­ dóttir heitin. Við þessar spurning­ ar og saman burð kom alltaf upp í mér unglingamótþrói og ég ætl­ aði mér að gera eitthvað allt annað en að feta leiklistarbrautina. Eftir að ég tók svo þátt í Stúdentaleik­ húsinu þá fann ég að þarna var ég komin í mitt rétta hlutverk.“ Tinna fann á þessum tíma­ punkti að hún gæti ekki verið lengur í þessari afneitun gagnvart því sem henni var ætlað frá upp­ hafi og sótti um í Leiklistarskóla Íslands. „Ég laumaðist eiginlega í inntökuprófin því ég sagði engum frá þessum áætlunum mínum nema mömmu, bróður og bestu vinkonu. Ætli ég hafi ekki verið að verja mig fyrir þessum sem þóttust vita hvert leið mín myndi liggja,“ segir hún brosandi. Tinna komst inn í fyrstu tilraun og fann hvernig ástríðan og metnaðurinn gagnvart leiklistinni jókst sam­ hliða því sem hún sleppti tökunum og tók á móti því sem koma skyldi. Lífið eftir útskrift Strax eftir útskrift úr leiklistar­ skólanum fékk Tinna nokkur hlutverk hjá sjálfstæðum leik­ hópum og muna margir eftir henni sem Tóta tannálfi úr barnaleikritinu Benedikt búálf­ ur. „Hann varð afskaplega vin­ sæll hjá krökkunum enda á tann­ álfurinn sér tilvist utan leikrits­ ins.“ Í kjölfarið tók hún svo þátt í Grease í samstarfi við Borgar­ leikhúsið og svo lék hún Pöllu peru í Ávaxtakörfunni. „Ég var þakklát fyrir að fá tækifæri strax eftir útskrift og naut þess að vinna með sjálfstæðum leik­ hópum. Það að komast að hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleik­ húsinu reyndist þyngri róður en innst inni í hjartanu þóttist ég vita að tækifærin til að skapa kæmu þegar tíminn væri réttur.“ Tinna var þó hvergi af baki dottin og þáði aðal hlutverk sem henni var boðið í kvikmyndinni Veðramót sem Guðný Halldórs­ dóttir leikstýrði. Stuttu síðar lék hún svo í sjónvarpsþáttaseríunni Hamrinum undir stjórn Reyn­ is Lyngdal sem sýnd var í Rík­ issjónvarpinu. Fyrir bæði þessi hlutverk var hún tilnefnd til Edduverðlauna. Samhliða þessum hlutverkum hóf Tinna MBA­nám í Háskólan­ um í Reykjavík. „Það var virki­ lega fróðlegt og ólíkt öllu sem ég hafði áður gert. Þarna kynnt­ ist ég líka mörgu fólki með allt annan bakgrunn en ég sem mér fannst gott og lærdómsríkt, fólki sem ég lærði mikið af og var til­ búið að deila sinni reynslu.“ Mannlegt að vera hræddur Tinna giftist Sveini Geirssyni fyrir rúmu ári en hann er leikari, nýlega útskrifaður úr Leiðsögu­ skóla Íslands og ansi lunkinn tón­ listarmaður. Þau hjónin eiga gull­ fallega tvíburasyni sem nú eru á fjórða ári en þeir létu heldur betur bíða eftir sér á sínum tíma. „Á sama tíma og ég var að reyna að feta mig áfram í leikhúsheim­ inum vorum við hjónin að reyna að eignast barn en sú barátta stóð yfir í fimm ár. Þörfin fyrir að komast að í leikhúsunum föln­ aði í samanburði við þörfina fyrir að eignast barn og þegar það reyndist heldur ekki auðsótt tók það völdin.“ Læknarnir gátu aldrei gefið Tinnu útskýringu á ófrjósem­ inni og stóðu þau frammi fyrir því að orsökin gæti í rauninni legið hvar sem er. „Ég prófaði nánast allt til að koma mér í lag, jóga, breytt mataræði, nálar­ stungur og vítamín. Það komst nánast ekkert annað að. Ég sat svo dögum skipti við tölvuna og reyndi að finna leiðir sem mögu­ lega gætu hjálpað,“ segir Tinna. „Ég hefði kosið að geta vitað hvert meinið væri svo hægt væri að ráðast á það en í mínu til­ felli var það á huldu, allt ein­ hvern veginn kom til greina og gat verið að. Á þessu tímabili ef­ aðist ég mikið. Það sem mig lang­ aði í lífinu reyndist mér erfitt að sækja og ég uppplifði sjálfa mig á einhvern hátt staðnaða eða jafnvel út undan.“ Eftir ítrekaðar tilraunir í glasa­ og smásjárfrjóvgun kom loks að því að Tinna varð ólétt. „Læknirinn sagði mér að ég væri með það há óléttugildi að líklegt væri að ég gengi með tvíbura. Það er erfitt að lýsa með orðum þeirri gleði­ og léttistilfinningu þegar svo loksins „já­ið“ kemur, hvað þá tvöfalt, eftir svona lang­ an tíma. Við urðum svo spennt en þorðum samt varla að trúa þess­ um gleðifréttum. Við keyptum örugglega um tíu óléttupróf, bara til að sjá staðfestinguna aftur og aftur, og öll voru þau með sömu niðurstöðu. Við urðum að full­ vissa okkur um að þetta væri rétt og satt. Þetta var stórkost­ legt og það besta sem gat komið fyrir okkur.“ Meðgangan gekk að óskum og í heiminn komu tveir falleg­ ir drengir. „Eftir að þeir fæddust var sem eitthvað gerðist innra með mér, ég náði að sigrast á eigin takmörkunum. Ég fann að þungu fargi hafði verið af mér létt og fylltist áður óþekktri orku og framtaksvilja. Ég fann fyrir sterkri þörf fyrir að leikstýra og allt í einu kjarkinn til að gera hluti sem ég þorði engan veg­ inn að gera áður og hugsaði sem svo að ég hefði hvort eð er engu að tapa ef allt færi á versta veg. Sjálfsmyndin væri ekki í húfi því álit annarra á mér og verkefn­ um mínum væri ekki það sem skipti mestu máli heldur ástríð­ an, að hrinda þeim í framkvæmd. Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Skapar Sér tækifæri Blómavali Skútuvogi ÓKEYPIS FYRIRLESTUR FIMMTUDAGINN 15. OKTÓBER KL. 17:00 – 18:30 Benedikta fjallar: Híbýli fyrir heilsuna. Hvar finnast hættulegu efnin. Heiðar Jónsson fjallar um: Það huglæga, nornaveiðar, sjálfsstraust og daður. Skráning á namskeid@husa.is eða í síma 525 3000. BENEDIKTA JÓNSDÓTTIR Lífstíls- og heilsuráðgjafi HEIÐAR JÓNSSON snyrtir, fyrirlesari og flugþjó nn m.m. TRYGGÐU ÞÉR SÆTI MEÐ SKRÁNINGU TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ. ALLIR VELKOMNIR Frábær tilboð á meðan fyrirlestri stendur 6 • LÍFIÐ 9. október 2015 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -7 2 2 0 1 6 C 3 -7 0 E 4 1 6 C 3 -6 F A 8 1 6 C 3 -6 E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.