Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 15
Almannatenglar eru sannleikan-um eins og engisprettufaraldur er gróðri. Í Bandaríkjunum starfa næstum fimm sinnum fleiri almanna- tenglar en blaðamenn. Svo mikil plága þykja þessir flór-mokandi afstæðispré- dikarar að alfræðiritið Wikipedia sker nú upp herör gegn spuna þeirra. Jimmy Wales, stofnandi Wikipedia, óskaði í vikunni eftir fleiri sjálfboðaliðum til að berjast gegn sveimi almannatengla sem herjar á vefritið. Öllum er frjálst að skrifa á Wikipedia. Óprúttnir almanna- tenglar misnota fyrirkomulagið og lauma þar inn áróðri í því skyni að láta skjólstæðinga sína – fyrirtæki, stjórn- málamenn, fræga fólkið og jafnvel ríkis- stjórnir – líta vel út. En ekki frekar en annarra sem vinna við að moka flór er starf almannatengl- anna öfundsvert. Stundum vorkennir maður þeim næstum því. En bara næstum því. Aðstandendur eins heitasta nætur- klúbbs Lundúnaborgar eru í djúpum skít. Í síðustu viku fóru fram mótmæli við klúbbinn DSTRKT sem sagður er vinsæll meðal alþjóðlegra stórstjarna á borð við Jay Z og Rihönnu. Aðdragandi málsins sem komst í alla helstu frétta- tíma í Bretlandi og gerði allt brjálað á samfélagsmiðlum var sakleysisleg heimsókn fjögurra vinkvenna á klúbb- inn um þar síðustu helgi. Ein þeirra hafði fengið boð um að heimsækja skemmtistaðinn. Þegar vinkonurnar mættu var þeim hins vegar sagt að aðeins tvær stúlknanna fengju að koma inn. Ástæðan olli því að Rósa nokkur Parks sneri sér í gröf sinni. Hinar tvær stúlknanna voru sagðar „of svartar“ fyrir staðinn. Í fyrstu voru viðbrögð klúbbsins við ásökunum um rasisma þögn. „No comment.“ Mótmæli hófust fyrir utan samkomuhúsið og tónlistarmenn sem áttu að koma þar fram tóku að afbóka sig. Forsvarsmenn staðarins yrðu að svara fyrir sig. En hvað? Hvað gátu þeir sagt? Starfsmaðurinn sem boðið hafði stelpunum á klúbbinn reið á vaðið. Hann fullyrti að kynþáttafor- dómar hefðu ekki átt neinn þátt í því að tveimur stúlknanna var ekki hleypt inn. Einu ástæðurnar sem gætu leitt til þess að stelpum væri meinaður aðgangur að skemmtistaðnum væru tvær: a) ef þær væru of feitar b) ef þær væru í ljótum fötum. Svo djúpt var skemmtistaðurinn sokkinn í flórinn að ákveðið var að spinna málið með því að varpa á það lyktarsprengju til að breiða yfir fnykinn af skítlegu, og hugsanlega glæpsam- legu, hátterni starfsmanna hans. En það virkaði auðvitað ekki. Því skítafýlan af fordómum er megnari en önnur lykt. Alveg eins og þjóðkirkja okkar Íslendinga fær nú að finna fyrir. Þvermóðska „forpokapresta“ Það er eins og sjálfseyðingarhvöt sé drifkraftur þjóðkirkjunnar um þessar mundir, eins og forsprökkum hennar finnist ekki nóg af tómum sætum í sunnudagsmessunum og þeir séu stað- ráðnir í að gera betur. Krafa prestastétt- arinnar um að halda í frelsið til að sýna fordóma sína í verki og gefa ekki saman í hjónaband tvo einstaklinga af sama kyni séu þeir ekki í stuði til þess undirstrikar hve lítið erindi kirkjan á við samtímann. Þessi þvermóðska er jafnmikið í takt við tímann og ef kirkjan hygðist endurvekja spænska rannsóknarréttinn, skikka alla presta til að fá sér sítt að aftan, berjast fyrir því að andasæringar og blóðtaka leystu af hólmi Landspítalann, kross- festingar kæmu í staðinn fyrir fangelsis- refsingar og að Ólafur Skúlason yrði tekinn í dýrlingatölu. Mörgum þykir ótækt að prestar ríkiskirkju skuli telja sig mega hunsa mannréttindi og gera upp á milli fólks út frá kynhneigð. Sumir hafa lagt til að þessir forpokuðu pokaprestar, forpoka- prestar, hypjuðu sig úr þjóðkirkjunni og stofnuðu sinn eigin söfnuð þar sem þeir gætu stundað í friði og á eigin kostnað allt það sem var normið árið sautján- hundruð og súrkál. Aðrir vilja ganga lengra og einfaldlega skilja að ríki og kirkju og þá geti prestarnir hagað sínum málum að vild. Hvorug lausnin er þó 21. öldinni sam- boðin. Kærleikurinn kostar ekkert Það skiptir ekki máli hvort trúfélag nýtur fjárstuðnings ríkis eða ekki. Ekki undir nokkrum kringumstæðum ætti hópi manna að leyfast að veita ekki fólki þjónustu vegna kynhneigðar þess. Heitasta næturklúbbi Lundúna- borgar leyfist ekki að meina þeldökku fólki inngöngu þótt um sé að ræða einkaframtak. Af hverju ættu einhver önnur lögmál að ríkja um trúfélög en skemmtistaði, verslanir eða líkams- ræktarstöðvar? Kirkjan reynir nú að losna úr þeim ógöngum sem hún er komin í með aðferðafræði almannatengla. Hún gefur fordómum sínum ógildishlaðin nöfn á borð við samviskufrelsi og segir að þetta sé ekki prestunum að kenna heldur Biblíunni. En slíkt orðagjálfur nægir ekki til að lofta út skítafýlunni af sleggjudómum forpokapresta úr kirkjum landsins. Öllum trúfélögum ætti að vera skylt að virða mannréttindi, þjóðkirkjunni sem og öðrum. Ef prestar þjóðkirkj- unnar og aðrir forstöðumenn trúfélaga sem hafa fengið heimild ríkisvaldsins til að gefa fólk saman í hjónaband neita einstaklingum um þá þjónustu vegna kynhneigðar þeirra á ríkisvaldið einfaldlega að taka þá hjónavígslu- heimild af þeim. Trúfélögum til heilla er vandamálið auðleysanlegt. Það kostar ekkert, ekki einu sinni þóknun fyrir almannatengil. Það eina sem trúfélög landsins þurfa að gera til að stíga inn í 21. öldina er að tileinka sér meiri mannkærleik. Á kær- leikurinn ekki einmitt að heita sérsvið kirkjunnar? Frelsið til að sýna fordóma í verki Allt frá því orkan fór að streyma frá Hellisheiðarvirkjun, haust-ið 2006, hefur fólk getað sótt hana heim og séð með eigin augum hvernig jarðhitanýtingin fer fram og í hvað þessi mikla orka undir niðri nýtist okkur. Jarðhitasýning þar sem þessum upplýsingum og þekkingu er miðlað var nefnilega hluti af virkjun- inni frá upphafi. Þessi vinsæla sýning, sem kostaði talsvert fé að setja upp, var til umfjöllunar hér í blaðinu í gær og það er rétt að halda nokkrum atriðum til haga í umræðu um hana. Þegar eigum fyrirtækis í opinberri eigu er ráðstafað til einkaaðila þarf að vanda sig og ljóst þarf að vera að afnotin eru tímabundin. Eftir fjögur ár í rekstri OR var leiga á sýningar- rýminu og því sem í því var boðið út til tiltekins tíma með hugsanlegri tímabundinni framlengingu. Í fram- haldinu var samið við hæstbjóðanda og framlengingarákvæðið var nýtt. OR hefur kostað endurbætur á sýn- ingunni á leigutímanum og bætt við hana upplýsingum, einkum sem snúa að hitaveitunni og heitavatnsfram- leiðslunni í Hellisheiðarvirkjun. Frá upphafi leigutímans var ljóst að hann tæki enda og hvenær það yrði. Leigj- endum var því ekki sagt upp þegar Orka náttúrunnar tók við rekstrinum nú á dögunum heldur rann leigutím- inn út á tilsettum, umsömdum tíma, sem var löngu fyrirséður. Gert var samkomulag milli leigj- enda og leigusala um uppgjör vegna loka leigusamningsins. Það mátti skilja af greininni hér í blaðinu í gær að svo væri ekki og að réttur leigjand- ans hafi verið meiri en kveðið var á um í samningum. Það er ekki rétt. Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafull- trúi OR Svar Jóns Steinars Gunnlaugs-sonar við grein minni í Frétta-blaðinu 6. þ.m. sannar þau orð mín, að réttarfar í landinu sé of mikilsverður þáttur nútímalýðræðis til þess að lögfræðingar og gamlir hæstaréttardómarar fjalli einir um þau mál. Sjónarmið Jóns Steinars eru sjónarmið liðins tíma, sjónarmið úreltrar lögspeki, þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar, og forsenda fyrir starfi dómstóla væri „að hin lagalega rétta niðurstaða sé aðeins ein“, eins og Jón Steinar orðar það. En hvað veldur því þá, að dómstólar klofna í málsniðurstöðum sínum? Það er vegna þess að hin lagalega rétta niðurstaða er ekki alltaf ein. Í framtíðinni munu dómarar verða „þverskurður af fólkinu í land- inu“ því að bæði kynferði, menntun, innsæi og lýðræðisleg hugsun skipta miklu máli – en ekki úreltar kenn- ingar um eina rétta niðurstöðu. Krafa nútíma lýðræðis er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð okkar og örlög eru ráðin. Konur og aðrir sólbaðs- stofunuddarar – taka tvö Tryggvi Gíslason fv. skólameistari Sif Sigmarsdóttir Í dag Það eina sem trúfélög landsins þurfa að gera til að stíga inn í 21. öldina er að tileinka sér meiri mann- kærleik. Á kærleikurinn ekki einmitt að heita sérsvið kirkjunnar? Leigjendum var því ekki sagt upp þegar Orka náttúrunnar tók við rekstrinum nú á dögunum heldur rann leigu- tíminn út á tilsettum, um- sömdum tíma, sem var löngu fyrirséður. Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins og baráttuna gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins SÆKTU APPIÐ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu þér Hreyfils appið og pantaðu bleikan bíl. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 15F Ö s T u d a g u R 9 . o k T ó B e R 2 0 1 5 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 1 -F 1 0 0 1 6 C 1 -E F C 4 1 6 C 1 -E E 8 8 1 6 C 1 -E D 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.