Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 37
Og þora að vera það sem maður er. Óháður samþykki annarra. Gera það sem mann langar til að gera, gefast ekki upp, skapa sín eigin tækifæri. Ef verkefnin mín ganga vel þá er það stórkostlegt en ef ekki þá er það líka í lagi, heimurinn ferst ekki. Ég læri þá bara af því, er að minnsta kosti að reyna, taka þátt, lifa því lífi sem mig langar að lifa. Í dag er ég þakklát fyrir þessa afstöðu, þakklát fyrir þá reynslu að hafa sigrast á því sem ég ótt- aðist mest, því þegar móður- hlutverkið var í höfn varð margt annað sem áður var erfitt og ógerlegt svo auðvelt og yfirstíg- anlegt. Það er samt mannlegt að vera hræddur við útkomuna, hræddur við að mistakast og við álit annarra. Við erum það öll, einhvern tímann. Aðalatriðið er bara að láta ekki stjórnast af því og vera trúr sjálfum sér.“ Leikstjórastóllinn Tinna setti upp leikritið Útundan þar sem hún nýtti reynslu sína af ófrjósemi í leikstjóra stólnum. „Leikritið fjallaði einmitt um þrjú pör sem eru að fást við ófrjó- semi og það var svona mín leið sem listamaður að nýta mátt leik- hússins til að opna umræðuna. Ég fann hvað þetta var þörf umræða þar sem barnleysi er oft og tíðum mikið feimnis mál. Ég vildi setja upp þetta verk til að sýna fólki að það stæði ekki eitt í sinni bar- áttu.“ Eftir það lét Tinna ekkert stöðva sig og hélt áfram að leika og setja upp verk á eigin vegum og í samstarfi við aðra. Í síðustu viku frumsýndi Tinna verkið Lokaæfingu eftir Svövu Jakobs- dóttur sem fjallar um eilífa leit mannsins að öryggi í heimi þar sem ekki er allt sem sýnist. Sagan segir frá hjónum sem ákveða að búa til neðanjarðarbyrgi undir heimili sínu sem þau geta leit- að í þegar heimurinn ferst. Við þetta vakna ýmsar siðferðisleg- ar spurningar og nálægð þeirra hvort við annað afhjúpar þau. „Kaldhæðnin í þessu verki er svo sú að það sem þau eru að flýja mætir þeim aldrei sterkar en ein- mitt þarna niðri í byrginu,“ segir Tinna leyndardómsfull á svip. „Mér finnst margt í þessu leik- verki eiga mikið erindi til okkar í dag, að minnsta kosti miðað við þá leið sem ég ákvað að fara að því. Ég stytti verkið töluvert og skilgreini aldrei hvaða alheimsvá það er sem hjónin eru að flýja. Þau eru bara að flýja heimsendi, í hvaða mynd sem hann er. Í dag er svo margt sem ógnar öryggi okkar. Heimsmyndin hefur breyst töluvert frá því að Svava skrif- aði verkið en ákveðnir grunn- þættir í tilveru okkar sem reyna á okkur sem manneskjur hafa ekk- ert breyst.“ Nýlega sendi Tinna frá sér stuttmyndina Helgu og eins og önnur verk sem Tinna sendir frá sér hefur myndin mikilvæg skila- boð að geyma. „Myndin er byggð á sögu konu sem ég þekki og fjallar í stórum dráttum um mik- ilvægi þess að hlusta. Einhvern tímann heyrði ég að ást væri hlustun og fyrir mér er það al- gjörlega rétt. Góð hlustun er svo mikilvæg í lífinu, í svo mörgum skilningi.“ Draumur Tinnu er að senda myndina á stuttmynda hátíðir er- lendis og er hún um þessar mund- ir að vinna í þeim málum. „Ég hef trú á myndinni. Fyrir mér á hún erindi og sagan virðist snerta fólk.“ Þegar litið er á þau verk sem Tinna hefur sent frá sér má sjá rauðan þráð sem tengir þau öll saman, þau koma mikilvægum skilaboðum út í samfélagið og skapa þannig umræðu um mál- efni sem skipta máli í mann- legum samskiptum. Blaðamað- ur hefur það á tilfinningunni að þessi orkumikla og eldklára kona sé rétt að byrja, því verður spennandi að fylgjast með verk- um Tinnu Hrafnsdóttur í fram- tíðinni. MyndaaLbúMið Fjölskyldulífið skiptir miklu máli í lífi Tinnu Hrafnsdóttur. HEIMILISMATUR Tímalaus máltíð ORA Heimilismatur lætur tímann og hjartað ráða för því réttirnir eru tilbúnir á aðeins örfáum mínútum. Ljúengir, hollir og ölbreyttir réttir fyrir alla ölskylduna. Ding og maturinn er tilbúinn. V E R T LÍFið 9. okTóber 2015 • 7 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -7 2 2 0 1 6 C 3 -7 0 E 4 1 6 C 3 -6 F A 8 1 6 C 3 -6 E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.