Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 52
Viltu vita hvað eignin þín hefur hækkað í verði ? Kristján Þ. Hauksson Sölufulltrúi. 696 1122 kristjan@fastlind.is Frítt verðmat og framúrskarandi þjónusta í þína þágu. Fermetraverð í ölbýli á höfuðborgarsvæðinu eftir hverfum árið 2014 662 6163 Bjarni Blöndal Löggiltur fasteignasali. bjarni@fastlind.is Allar tölur eru í íslenskum krónum. Miðað er við kaupverð. Heimild Þjóðskrá Íslands. 244.715 349.985 321.143 314.972 334.899 217.542 237.389 286.612 267.287 264.304 352.005 284.146 Innan Hringbrautar og Snorrabrautar Melar og Hagar Grandar Hlíðar Háaleitisbraut Lönd Teigar og Tún Vogar Heimar Hólar Sel Hraunbær 382.146 332.150 315.628 274.462 331.514 318.476 305.475 291.121 242.402 232.417 270.112 351.425 271.601 284.334 266.728 264.657 278.553 276.898 290.504 296.502 309.569 287.226 290.329 Hús Foldir Sjáland (Garðb) Akrar (Garðb) Vangur (Hafn) Álfaskeið (Hafn) Hraun (Hafn) Ás(Hafn) Berg(Hafn) Vellir(Hafn) Seltjarnarnes Mosfellsbær Garðabær utan Akrar og SjálandsBorgir Engi Víkur Rimar Grafarholt Lindir (Kóp) Smárar (Kóp) Salir (Kóp) Kórar, Hvörf, Þing (Kóp) Norðan Kópavogslækjar Nóbelsverðluanahafinn í bókmenntum árið 2015 er Svetlana Alexievich. Hún er 67 ára og hefur lengi starfað sem rannsóknarblaðamaður og verk hennar teljast til heimildarbók- mennta. Hún er hvað þekktust fyrir magnaðar frásagnir af stríðinu í Afganistan og Tsjernóbyl-slysinu en ekki hefur farið mikið fyrir þýðing- um á verkum hennar hér enn sem komið er. Halldór Guðmundsson rithöfundur, sem í haust sendir frá sér bókina um Mamúsku, var einn af þeim sem kynntu Alexievich á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík og hann segir að það sé sérstakt fagnaðarefni að hún fái Nóbelsverð- laun í bókmenntum í ár . Leyfir röddum að heyrast „Það er fagnaðarefni vegna þess sem hún hefur skrifað og fagnaðar- efni vegna þess sem hún stendur fyrir. Því hefur verið spáð í nokkur ár að hún fengi þessi verðlaun, og m.a. var heilmikil umræða um það þegar hún var hér á bókmennta- hátíð 2013. Hún er frá Hvíta-Rússlandi, fædd í Sovétríkjunum 1948, átti víst hvít- rússneskan föður og úkraínska móður, býr í Minsk og hefur lengst af verið blaðamaður, lærði raunar það fag en átti ekki alltaf auðvelt með vinnu vegna skoðana sinna. Þótt margir rithöfundar hafi lagt blaðamennsku fyrir sig um tíma, svo sem Hemingway og Marquez, er hún líklega fyrsti atvinnublaða- maðurinn til að fá verðlaunin – og fjórtánda konan. Og hún hefur tekið blaðamennskuna með sér í höf- undarverkið, því hún vinnur eins og góður blaðamaður, leyfir röddum að heyrast sem aldrei höfðu heyrst, heldur sannleika þeirra til haga og stendur vörð um sögulegt minni. Það hefur mikla pólitíska þýðingu á þessu svæði öllu, hvort sem við tölum um Rússland, Hvíta-Rússland eða Úkraínu, og sem rússneskur höf- undur hefur hún háð gagnmerka baráttu fyrir málfrelsi og gegn hvers konar yfirgangi og valdníðslu. Enginn vill þetta stríð Það var okkur á bókmenntahátíð- inni mikið kappsmál á sínum tíma að fá hana hingað. Ein ástæðan var sú að í það sinnið vorum við í samstarfi við PEN, alþjóðasamtök rithöfunda, sem héldu heimsþing sitt hér á sama tíma og því var mikil áhersla á málfrelsi og mannréttindi á hátíðinni rétt eins og þinginu og reyndar átti Sjón, forseti íslenska PEN, hugmyndina að því að bjóða henni. Koma hennar vakti mikla athygli og upplestrar hennar voru fjölsóttir, enda hafði hún frá miklu að segja. Ég fékk þann heiður að kynna hana í eitt skiptið og ræddi svolítið við hana, með aðstoð túlks því ég kann ekki rússnesku og ætla þess vegna ekki að þykjast vera neinn sérfræðingur í hennar verki. En ég man það sló mig annars vegar hvað hún var æðrulaus, þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður sem hún hefur lengst af starfað við, og hins vegar hvað hún var svartsýn á þróun mála á þessu svæði, svartsýn vegna þess hve lýðræði allt stæði veikum fótum og mannréttindi hefðu aldrei fest sig almennilega í sessi – þetta má sjá í nýlegri grein eftir hana um Pútín og Úkraínu, þar sem hún ræðst harkalega á rússneska þjóð- rembu en segir um leið, með tilvísun í Tolstoj: Enginn vill þetta stríð, en samt er það í undirbúningi. Heim- sókn hennar varð enn fremur til þess að Árni Bergmann þýddi kafla úr nýjustu bók hennar fyrir Tíma- rit Máls og menningar, hann heitir Bernskusaga og sýnir einmitt vel aðferð hennar sem höfundar.“ Örlög einstaklinga Halldór segir að Alexievich fari þá leið að tala við fjölda manns, alls margar þúsundir, um upplifun þeirra á því sem er viðfangsefni hennar hverju sinni. „Hún klippir síðan vitnisburðinn saman í stór verk sem gefa ótrúlega áhrifamikla heildarmynd, að dæma af því tak- markaða sem ég hef lesið. Fyrsta bók hennar fjallaði um konur í seinni heimsstyrjöldinni, Stríðið hefur ekki kvenlegt andlit heitir hún og er frá 1985, en síðan hefur hún með sama hætti fjallað um mörg erfið- ustu mál Sovétríkjanna, Tsjernóbyl, Afganistan, og nú síðast hvernig var að alast upp í Sovétríkjunum. Mér finnst þessi aðferð reyndar ekkert svo langt frá því sem ýmsir góðir rússneskir höfundar hafa iðkað, þótt þeir skrifi skáldskap en hún heimildasögur. Fræðimaðurinn Bakhtin gerði á sínum tíma grein fyrir margradda skáldsögunni, þar sem sjálfstæðar persónur tjá sig á sínum forsendum, og þetta var til dæmis aðferð Solsénitsíns í nokkr- um af bókunum hans um sovéska sögu. Hugmyndin er alltaf þessi að draga fram hin mannlegu sannindi bak við pólitísku viðburðasöguna, láta örlög einstaklinga hljóma saman í sterkri kviðu, leyfa þeim að segja frá á sínum forsendum. Það er afar ánægjulegt að Nóbelsnefndin hafi heiðrað Svetlönu Alexievitch og þessa aðferð hennar. Verk Svetl önu Alexievitch eru sannkallaður fjár- sjóður frá öld öfganna.“ Þúsund vitnisburðir klipptir í eina áhrifaríka heild Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti í gær að rithöfundurinn Svetlana Alexievich frá Hvíta-Rússlandi hlyti Nóbelsverðlaunin í ár. Alexievich var gestur Bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík árið 2013. Svetlana Alexievich Nóbelsverðlaunahafi og Halldór Guðmundsson á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík árið 2013. EN ég mAN þAð Sló mig ANNARS vEgAR HvAð HúN vAR æðRulAuS, þRátt fyRiR ótRúlEgA ERfiðAR AðStæðuR SEm HúN HEfuR lENgSt Af StARfAð við, og HiNS vEgAR HvAð HúN vAR SvARtSýN á þRóuN málA á þESSu Svæði, SvARtSýN vEgNA þESS HvE lýðRæði Allt Stæði vEikum fótum og mANNRéttiNdi HEfðu AldREi fESt Sig AlmENNilEgA í SESSi. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 9 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö S t U D A G U r28 M e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K _ N ÝT T .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 2 -9 3 F 0 1 6 C 2 -9 2 B 4 1 6 C 2 -9 1 7 8 1 6 C 2 -9 0 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.