Fréttablaðið - 09.10.2015, Qupperneq 6
NATO Endurskipulagning og stór-
aukin geta herafla Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) er að stærstum
hluta til komin sem viðbrögð við
aðgerðum og yfirgangi Rússa. Þetta
er meðal þess sem fram kom í máli
Jens Stolten berg, framkvæmdastjóra
NATO, er hann kynnti blaðamönnum
niðurstöður fundar varnarmálaráð-
herra NATO-ríkjanna í Brussel í gær.
Þegar Stoltenberg var spurður
hvort Rússar myndu ekki túlka auk-
inn viðbúnað bandalagsins, svo sem
í ríkjum Eystrasaltsins, sem ógnandi
tilburði vesturveldanna, sagði hann
aðgerðir NATO viðbragð við fram-
ferði Rússa.
„Svo sem í Úkraínu, á Krímskaga,
en einnig í Georgíu þar sem Rússar
halda núna georgísku landsvæði.“
Ekki verði horft upp á slíkan yfir-
gang án viðbragða. „Við bregðumst
því við með því að auka getu banda-
lagsins til að flytja til herafla, aukum
um leið viðveru okkar í austri með
herliði staðsettu þar og með því að
auka varnargetu Eystrasaltsríkjanna
og starfa með þeim.“
Skilaboðin séu þau að NATO
standi sterkt að baki aðildarríkjum
sínum og hafi bæði getu og vilja til
að koma þeim til verndar gegn hvers
konar ógn.
„Allt sem NATO gerir er gert í
varnarskyni, í réttu hlutfalli og það
er algjörlega í takt við skuldbinding-
ar okkar. NATO verður að bregðast
við þegar við sjáum aðgerðaglaðara
Rússland haga sér á þann hátt sem
Rússar hafa gert síðasta árið.“
Einnig kom fram í máli Stolten-
bergs í gær að NATO stæði frammi
fyrir margvíslegum áskorunum.
„Stríðsátök, óstöðugleiki og óör-
yggi, auk flóttamannavanda sem er
hörmuleg afleiðing þess óróa sem
við sjáum suður af okkur. Við þessu
bregst NATO,“ sagði hann.
Verið væri að koma á mestu aukn-
ingu sameiginlegra varna banda-
lagsins frá lokum kalda stríðsins.
Komið hafi verið á fót sameiginlegu
viðbragðsherliði sem brugðist geti
við með mjög stuttum fyrirvara og
komið hafi verið upp smærri stjórn-
stöðvum í Austur-Evrópu. Ráðherra-
fundurinn samþykkti að bæta við
tveimur slíkum í Ungverjalandi og
Slóvakíu, til viðbótar við þær sem í
síðasta mánuði voru virkjaðar í Búlg-
aríu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen,
Póllandi og Rúmeníu.
Um leið áréttaði Stoltenberg að
lausn mála í Sýrlandi þyrfti að vera
á sviði stjórnmálanna.
„Til lengri tíma leysir hernaður
engan vanda í landinu. Bardaga þarf
að stöðva og pólitíska lausn verður
að finna.“ Áhyggjuefni væri að her
Rússa, sem látið hefur til sín taka í
landinu, beini spjótum sínum ekki
aðallega að stríðsmönnum Íslamska
ríkisins (ISIS), heldur ráðist hann á
hópa stjórnarandstæðinga og styðji
sitjandi stjórn Sýrlands.
„Framferði Rússa er ekki gagnlegt,“
sagði Stoltenberg og biðlaði til lands-
ins um að leika fremur uppbyggilegt
hlutverk og vinna með öðrum þjóð-
um í baráttunni við ISIS. Stuðningur
við Assad væri ekki uppbyggilegt
framlag til friðsamlegrar og varan-
legrar pólitískrar lausnar í Sýrlandi.
Skilaboðin eru um vernd aðildarríkja
Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu í gær fleiri aðgerðastöðvar í austanverðri Evrópu. Stór-
aukinn viðbúnaður er viðbragð við framferði Rússa, segir framkvæmdastjóri NATO. Biðlað til Rússa að hætta að styðja Sýrlandsforseta.
Telur Rússa
verða fyrir
mannfalli
Tveir Frank og einn Casper
NATO verður að
bregðast við þegar
við sjáum aðgerðaglaðara
Rússland haga sér á þann
hátt sem Rússar hafa gert
síðasta árið.
Jens Stoltenberg,
framkvæmdastjóri NATO
NATO Ashton Carter, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, segir Rússa
á leið síaukinnar einangrunar í
alþjóðasamfélaginu, með aðgerðum
sínum í öðrum löndum.
„Rússar hafa ákveðið að vefja sig
klæðum einangrunar. Því getur eng-
inn snúið við annar en stjórnvöld
í Rússlandi,“ sagði Carter á blaða-
mannafundi í höfuðstöðvum NATO
í Brussel í gær. Vísaði hann meðal
annars til brota á fullveldi Georgíu
og hvatti Rússa til að taka til baka
viðurkenningu sína á héruðunum
Suður-Ossetíu og Abkasíu sem sjálf-
stæðum ríkjum. Sama kom svo fram
í sameiginlegri ályktun varnarmála-
ráðherra NATO.
Þá sagði Carter Rússa á kolrangri
leið í Sýrlandi með stuðningi sínum
við Assad Sýrlandsforseta og líkti
því við að þeir hefðu hlekkjað sig við
sökkvandi skip. Í aðgerðum þeirra
þar hafi endurtekið sig þekkt saga
þar sem mikill munur hafi verið á
orðum og athöfnum Rússa. Þeir hafi
lýst því yfir að þeir ætluðu að leggja
lið baráttunni við ISIS, en ráðist svo á
andstæðinga Assads í landinu.
„Afstaða Rússa kemur til með að
lengja stríðsátök í landinu,“ sagði
hann og kvað Bandaríkjamenn ekki
myndu starfa með Rússum á meðan
þeir viðhalda sömu stefnu í Sýrlandi,
þar sem hegðan þeirra verði sífellt
óábyrgari. „Ég spái því að á komandi
dögum verði mannfall í liði Rússa í
Sýrlandi,“ sagði Ashton Carter. – óká
Óli Kristján Ármannson
frá Brussel
olikr@frettabladid.is
HVOR ER HVAÐ? „Við elskum Ísland. Sérstaklega af því að Íslendingar tóku okkur svo vel strax frá upphafi,“ segir Casper Christensen, aðalleikari
dönsku gamanmyndarinnar Klovn Forever sem var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi. Íslenskur tvífari Franks Hvam, hins aðalleikara myndar-
innar, var á staðnum og átti fólk erfitt með að þekkja þá í sundur. „Myndin er jú góð, en ekki jafn góð og fyrri Klovn-myndin,“ segir réttur Frank og
hlær. FréttaBlaðið/anton Brink
9 . O k T ó b e r 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U r6 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
3
-3
6
E
0
1
6
C
3
-3
5
A
4
1
6
C
3
-3
4
6
8
1
6
C
3
-3
3
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
8
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K