Fréttablaðið - 09.10.2015, Page 20
1
4
3
2
5
8
6
7
4
9
9
Höskuldur
Gunnlaugsson
mark 2 og 4
Arnþór A.
Atlason
mark 3 og 7
Arnór Sveinn
Aðalsteinsson
mark 5
Jonathan
Glenn
mark 6
Atli
Sigurjónsson
mark 8
Andri Rafn
Yeoman
mark 9
Stoðsending Mark
✿ Svona voru níu stoðsendingar Blikans Kristins Jónssonar í Pepsi-deild karla sumarið 2015
Guðjón P.
Lýðsson
mark 1
Kristinn tvöfaldaði stoðsendingar
sínar frá því á síðasta tímabili
Kristinn Jónsson sneri aftur í Pepsi-deildina í sumar eftir
ársdvöl hjá sænska liðinu IF Brommapojkarna. Kristinn
gaf meira en tvöfalt fleiri stoðsendingar í sumar en
þegar hann lék síðast í deildinni sumarið 2013 og var
enn fremur með fleiri stoðsendingar í sumar heldur en
hann var með samanlagt sumrin 2012 og 2013.
Í dag
Olís-deild karla
ÍBV FH 31-22
Markahæstir: Theodór Sigurbjörnsson
10, Hákon Daði Styrmisson 3 - Einar Rafn
Eiðsson 10/3, Þorgeir Björnsson 4.
Eyjamenn unnu sinn fimmta leik
í röð gegn slökum FH-ingum sem
hafa ekki byrjað tímabilið vel.
Theodór Sigurbjörnsson var enn og
aftur í banastuði í liði ÍBV og skoraði
tíu mörk.
Valur Afturelding 25-22
Markahæstir: Guðmundur Hólmar
Helgason 8, Ómar Ingi Magnússon 4/1 - Árni
Bragi Eyjólfsson 9/3, Ágúst Birgisson 3,
Jóhann Jóhannsson 3.
Valur reyndist sterkari á
lokasprettinum gegn Mosfellingum.
Staðan var jöfn, 20-20, þegar tíu
mínútur voru eftir en Valsmenn
unnu lokakafla leiksins 5-2.
Fram Grótta 23-22
Markahæstir: Garðar B. Sigurjónsson 7/4,
Sigurður Örn Þorsteinsson 4 - Finnur Ingi
Stefánsson 13/3, Þráinn Orri Jónsson 2.
Arnar Snær Magnússon tryggði
Fram mikilvægan sigur á Gróttu
með marki þremur sekúndum
fyrir leikslok. Fram leiddi með sjö
mörkum um miðjan seinni hálfleik
en Seltirningar unnu þann mun
upp og náðu að jafna. Það dugði þó
ekki til.
18.45 England - Eistland Sport 2
18.45 Spánn - Lúxemborg Sport 3
18.45 Svartfj.land - Austurríki Sport
00.00 Presidents Cup Golfstöðin
19.30 Haukar - ÍR Schenker-höllin
Nýjast
Patrekur til VeszPrém?
Patrekur Jóhannesson, þjálfari
austurríska handboltalandsliðsins,
er einn þeirra sem koma til greina
sem næsti þjálfari ungverska
stórliðsins MKB Veszprém,
sem landsliðsmaðurinn Aron
Pálmarsson leikur með. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins hefur
framkvæmdastjóri
Veszprém haft
samband við Patrek
sem gerði Hauka að
Íslandsmeisturum
síðasta vor.
Veszprém, sem
hefur orðið
ungverskur
meistari
undanfarin átta
ár, er án þjálfara
eftir að Carlos
Ortega var sagt
upp störfum fyrir
tveimur vikum.
Undankeppni EM 2016
Frakkland Ísland 27-17
Markahæstar: Rut Jónsdóttir 3, Arna Sif
Pálsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 3/3.
Ísland hélt í við franska liðið framan
af leik en þremur mörkum munaði
á liðunum í hálfleik, 11-8. Seinni
hálfleikurinn var hins vegar mjög
slakur og Frakkar bættu jafnt og þétt
við forskotið og unnu að lokum tíu
marka sigur.
Undankeppni EM U-21 árs landsliða
2017
Úkraína Ísland 0-1
0-1 Árni Vilhjálmsson (71.).
Árni Vilhjálmsson tryggði íslenska
landsliðinu skipuðu leikmönnum
21 árs og yngri frábæran útisigur
á Úkraínu. Árni kom inn á sem
varamaður á 65. mínútu og skoraði
sigurmarkið sex mínútum síðar.
Ísland er komið með tíu stig eftir
fjóra leiki í riðli 3.
FótBOlti Kristinn Jónsson, leik-
maður ársins í Fréttablaðinu, spil-
aði ekki bara í bestu vörn deildar-
innar heldur var hann einnig mest
skapandi leikmaður Pepsi-deildar-
innar í sumar. Kristinn gaf 9 stoð-
sendingar á félaga sína í Blikaliðinu.
Undirritaður hefur tekið saman
stoðsendingar frá árinu 1992 og er
þetta í fyrsta sinn sem bakvörður
leggur upp flest mörk.
Tveir höfðu náð öðru sætinu
Sam Tillen komst einna næst því
sumarið 2013 þegar hann gaf 10
stoðsendingar á félaga sína í FH
og endaði í 2. sæti á eftir liðsfélaga
sínum Ólafi Páli Snorrasyni. Tillen
gaf þá sjö af sínum tíu stoðsending-
um úr hornspyrnum en allar stoð-
sendingar Kristins í sumar komu
hins vegar eftir spil úti á velli.
Kristinn hafði einu sinni verið
í öðru sæti á listanum en það var
Íslandsmeistarasumar Blika árið
2010 þegar Kristinn gaf átta stoð-
sendingar eða einni færri en stoð-
sendingakóngur þess sumars sem
var Óskar Örn Hauksson.
Kristinn hefur nú gefið 32
stoðsendingar úr bakvarðar-
stöðunni á ferli sínum í úrvals-
deild karla. Kristinn er einnig
fyrsti Blikinn sem verður stoð-
sendingahæstur á þessum 24
árum sem stoðsendingar
hafa verið teknar saman
í efstu deild karla.
Hann endaði líka
fjögurra ára einokun
FH-inga á stoðsend-
ingatitlinum en und-
anfarin ár höfðu FH-
ingarnir Ólafur Páll
Snorrason og Atli Guðnason skipst
á að gefa flestar stoðsendingar.
Sigursendingin í uppbótartíma
Kristinn gaf einni stoðsendingu
meira en Leiknismaðurinn Hilmar
Árni Halldórsson en í 3. sætinu voru
síðan FH-ingurinn Atli Guðnason,
KR-ingurinn Jacob Schoop og Skaga-
maðurinn Jón Vilhelm Ákason sem
allir gáfu sjö stoðsendingar hver.
Kristinn Jónsson tryggði sér efsta
sætið á síðustu stundu, eða í upp-
bótartíma í lokaleiknum.
Sú stoðsending sem tryggði
honum sigurinn skar sig líka
úr af þessum níu því þetta var
bæði eina stoðsendingin sem
Kristinn gaf hægra megin á
vellinum og eina stoðsend-
ingin sem hann gaf á útivelli.
Kópavogsvöllurinn var vissulega
leiksvið Kristins í Pepsi-deildinni
í sumar. Hann spilaði þar 11 leiki,
skoraði þar bæði mörkin sín og gaf 8
af 9 stoðsendingum sínum. Kristinn
var með 7,0 í meðaleinkunn í leikj-
um Blika í Kópavoginum þar sem
hann var hreinlega óstöðvandi
í hlaupum sínum upp vinstri
vænginn.
Leiknismaðurinn Hilmar
Árni Halldórsson var allt
í öllu í sóknarleik nýliða
Leiknis og stóð sig mjög vel
á sínu fyrsta ári í Pepsi-
deildinni.
H i l m a r Á r n i
gaf sína áttundu
stoðsendingu á
móti Fjölni í 19.
umferð og var
einn á toppnum
þar til að Kristinn
jafnaði hann í 21.
umferð. Kristinn tók
síðan titilinn með því
að gefa stoðsendingu
á fimmtu mínútu í uppbótartíma í
sigri Blika á Fjölni í lokaumferðinni.
Með því að gefa átta stoðsendingar
þá átti Hilmar Árni stoðsending-
una á bak við 40 prósent marka
Leiknis liðsins í sumar en alls kom
hann með beinum hætti að 16 af 20
mörkum Leiknis í sumar.
Kristinn og Hilmar Árni fóru ólíkt
að við að gefa stoðsendingar sínar.
Allar níu stoðsendingar Kristins
komu í opnum leik en Hilmar Árni
gaf sex af átta stoðsendingum sínum
beint úr hornspyrnum.
Þrír komu að tólf mörkum
Þrír leikmenn slá þeim Kristni og
Hilmari þó við þegar kemur að því
að taka þátt í undirbúningi marka
en þar eru taldar saman stoðsend-
ingar og sendingar sem eiga stóran
þátt í undirbúningi marka án þess
að vera síðasta sending. Blikinn
Guðjón Pétur Lýðsson og FH-ing-
arnir Atli Guðnason og Þórarinn
Ingi Valdimarsson komu þannig að
undirbúningi tólf marka sinna liða
í sumar en Kristinn, Hilmar Árni og
Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sig-
urðsson voru þar allir einu marki á
eftir. ooj@frettabladid.is
Bakvörður efstur í fyrsta sinn
Blikinn Kristinn Jónsson lagði upp flest mörk í Pepsi-deild karla í sumar en vinstri bakvörðurinn úr Kópa-
vogi gaf einni stoðsendingu meira en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson.
Flestar stoðsendingar í Pepsi-
deild karla sumarið 2015:
Kristinn Jónsson, Breiðabliki 9
Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 8
Jón Vilhelm Ákason, ÍA 7
Atli Guðnason, FH 7
Jacob Schoop, KR 7
Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6
Heiðar Ægisson, Stjörnunni 6
Þórarinn Ingi Valdimarsson, FH 6
Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 5
Patrick Pedersen, Val 5
Almarr Ormarsson, KR 5
Ásgeir Marteinsson, ÍA 5
Davíð Örn Atlason, Víkingi 5
Sigurður Egill Lárusson, Val 5
Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni 4
Böðvar Böðvarsson, FH 4
Guðmundur Karl Guðmunds, Fjölni 4
Sören Frederiksen, KR 4
Bjarni Gunnarsson, ÍBV 4
Jeremy Serwy, FH 4
Aron Sigurðarson, Fjölni 4
Andrés Már Jóhannesson, Fylki 4
Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 4
Gary Martin, KR 4
Atli Sigurjónsson, Breiðabliki 4
Þáttur í undirbúningi marka:
Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 12
Atli Guðnason, FH 12
Þórarinn Ingi Valdimarsson, FH 12
Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 11
Kristinn Jónsson, Breiðabliki 11
Kristinn Freyr Sigurðsson , Val 11
Jón Vilhelm Ákason, ÍA 10
Jacob Schoop, KR 10
Ásgeir Marteinsson, ÍA 10
Hilmar Árni Halldórsson
gaf 8 stoðsendingar á sínu
fyrsta tímabili.
8 af 9
Kristinn Jónsson gaf
stoðsendingum
sínum í sumar á
Kópavogsvelli.
9 . O K t ó B E r 2 0 1 5 F Ö S t U D A G U r20 S P O r t ∙ F r É t t A B l A ð i ð
sPort
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
2
-E
7
E
0
1
6
C
2
-E
6
A
4
1
6
C
2
-E
5
6
8
1
6
C
2
-E
4
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
8
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K