Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2015, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 09.10.2015, Qupperneq 24
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is l ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is l forsíðumynd Vilhelm Gunnarsson auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Lífið www.visir.is/lifid S umir dagar eru erfiðari en aðrir, sérstaklega þeir dagar sem færa manni rok, rigningu og myrk­ ur í morgunmat. Á þeim dögum er freistandi að draga sængina yfir höfuðið og halda áfram að sofa, fara svo framúr og velja það að vera í fýlu allan dag­ inn. Vísindamenn eru búnir að finna það út að gleðin fylgir genum frá forfeðrum okkar að hluta til en að hver og einn geti stjórnað líðan sinni með hugar­ fari og framkvæmdagleði. Áður en þú gefst upp á gleðinni og leyfir fýlunni að taka öll völd þá skaltu reyna þetta: gleðitónar Góð gleðitónlist getur gert kraftaverk fyrir skapið. Einhvers staðar las ég það um daginn að lagið Don’t Stop Me Now með Queen virkaði svona líka svaka­ lega vel. Nú svo er það líka Don’t Worry Be Happy með Bobby McFerrin og Wake Me Up Be­ fore You Go Go með Wham. Jafn­ vel þótt mörg gleðilög séu klisju­ leg og klístruð þá virka þau til að koma manni í gott skap og þá er takmarkinu náð. gott gláp Hlátur eykur dópamínið í heil­ anum og þar af leiðandi verð­ um við glaðari þegar við hlæj­ um. Það er fullt af myndbrot­ um, til að mynda á YouTube, sem eru bráðfyndin. Finndu gömul Fóstbræðrainnslög eða eitthvað frá hinu frábæra fólki í Satur­ day Night Live sem er búið að fá Bandaríkjamenn til að hlæja í hátt í þrjátíu ár. góður göngutúr Göngutúr er eitt af því allrabesta sem þú getur gert fyrir sálina, jafn­ vel þó að hann sé stuttur. Súrefni og fagurt umhverfi bætir súran svip. Það væri jafnvel enn betra ef þú gæfir þér tíma í útiskokk. gott knús Vísindamenn eru búnir að sanna það að faðmlög lækka streitu­ hormón í líkamanum og hækka magn oxýtósíns um leið en það hefur meðal annars jákvæð áhrif á líðan. Nudd hefur sömu áhrif þannig að það er frábær hug­ mynd að panta sér tíma í nudd og njóta. Þakklæti Ég hef margoft skrifað um þakk­ læti í pistlum mínum og þar fer vísa sem svo sannarlega er aldr­ ei of oft kveðin. Það er mikil­ vægt að þakka fyrir það sem maður hefur og góður vani að þakka fyrir eitthvað þrennt, þegar þú leggst á koddann á kvöldin, sem þú upplifðir þann daginn. Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið heldur tíðindalaus þá er alltaf eitthvað sem þú getur þakkað fyrir. Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Þetta kann að hljóma ótrúlega en í nýútkominni bók, „Þarmar með sjarma“, var gerð rannsókn á því hvernig fólk sat á salerninu og hversu langan tíma það tók að hafa hægðir. Í ljós kom að það að sitja á hækjum sér er hentug- asta stellingin fyrir ristilinn til að tæma sig á sem skemmstum tíma. Þetta er ævagömul stelling sem enn er notuð víða um heim. Það má segja að það geti beinlínis verið skaðlegt fyrir líkamann (kvillar eins og ristilbólgur og gyllinæð eru ansi algengir) ef hann nær ekki að tæma sig vel og almennilega. Það gæti því verið nauðsynlegt að endurskoða hið hefðbundna vestræna salerni eða jafnvel að setjast á hækjur sér ofan á salerninu! að sitja rétt á salerninu Björk Eiðsdóttir fjöl- miðlakona með meiru hlust- ar á heldur betur hressandi lög þegar hún þarf að fá útrás. Þessir tónar fá þig til að hoppa, slamma, dansa, hlaupa og syngja hástöfum. Brennum aLLt Úlfur Úlfur tarantúLur Úlfur Úlfur Du Hast rammstein sugar maroon 5 take me to CHurCH Hozier narfi skálmöld Love tHe way you Lie eminem og riHanna enter sanDman metallica 7/11 Beyoncé Drunk in Love Beyoncé Fáðu útrás Gleði í hversdeGinum Við verðum glaðari þegar við hlæjum, göngutúrar hressa og kæta og faðmlög minnka streitu­ hormón í líkamanum. Það má ýmislegt gera án mikillar fyrirhafnar til þess að gera sér glaðan dag. „Það er mikilvægt að þakka fyrir það sem maður hefur.“ Morphosis hárlínan frá Framesi: Þykkara og sterkara hár - Gæðahárvörur með mjög öflugri virkni Morphosis Densifying-línan frá Framesi er fyrir viðkvæmt og fínt hár. Hún örvar hárvöxt, virkjar blóðrásina, stuðlar að þykkara hári og styrkir hársekkina og hárstráin. Hún innheldur stofnfrumur úr eplum sem hefur verið sýnt fram á að stuðla að endurnýjun og fresta merkjum öldrunar í húð og hári. ADV_MORPH_pagina_INGLESE_MORPHOSIOS 2014 27/02/14 11:48 Pagina 1 Þétt og mikið hár ber ekki einungis vott um heilbrigði og fegurð heldur líka öryggi og sjálfsálit. Bláberjaþykkni, prótein, vítamín og stofnfrumur úr eplum eru grunnurinn til að stöðva niðurbrot og stuðla að þéttleika með því að örva hársekkinn. Fyrir sterkari og heilbrigðari hárrót. Kraftar Miðja ahafsins framesi.is Eingöngu selt á hárgreiðslustofum Eingöngu selt á hárgreiðslustofnum Dreifingaraðili Hár og Smink. Virknin kemur úr náttúrunni Heilsuvísir 2 • lÍfIÐ 9. októbeR 2015 líFið mælir mEð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 4 -1 A 0 0 1 6 C 4 -1 8 C 4 1 6 C 4 -1 7 8 8 1 6 C 4 -1 6 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.