Fréttablaðið - 09.10.2015, Page 34
Geðhvarfahópur hittist á kl. 20
á fimmtudögum.
Sveinn Rúnar Hauksson lækn-ir hefur verið í geðhvarfahóp frá því hann var stofnaður
14. október 1999. „Fundirnir voru
fyrst kl. 21 á fimmtudagskvöldum.
Við fengum inni í húsnæði Geð-
hjálpar og höfum notið þeirrar vel-
vildar alla tíð síðan,“ segir Sveinn
Rúnar. „Fundirnir hafa núna færst
fram og eru kl. 20. Þeir eru haldn-
ir í húsnæði Geðhjálpar í Borgar-
túni 30,“ segir hann.
„Að taka þátt í sjálfshjálparhóp
fyrir þá sem greinst hafa með geð-
hvörf hefur gefið mér geysimik-
ið. Þarna er gætt nafnleyndar og
trúnaðar í hvívetna og þess vegna
er hægt að tala algerlega opið um
reynslusögu sína og líðan hverju
sinni. Að deila reynslu, styrk og
vonum með öðrum er ómetanlegt.
Það er alveg sama hvort við erum
tvö eða sjö á fundinum, þá ríkir
einlægni og hlýja sem veitir manni
styrk,“ segir Sveinn og bætir við:
„Svo finnst mér þetta virka sem
kompás. Ég átta mig betur á því
hvar ég stend, hvort sem ég er í
þyngri kantinum eða öfugt. Fund-
irnir minna mig á hvernig komið
var fyrir mér þegar erfiðast var
og hvað hefur áunnist. Mér líður
alltaf betur eftir hvern fund.“
„Fundirnir ganga ekki beint út
á ráðgjöf, heldur að deila reynslu.
En það er oft spjallað saman eftir
fundinn, og þá gjarnan skipst á
góðum ráðum, eða kannski mis-
góðum eftir atvikum. En alltaf
skal maður finna að maður stend-
ur ekki einn,“ segir Sveinn Rúnar
Hauksson.
Ómetanlegt að deila
reynslu með öðrum
Sveinn Rúnar Hauksson segir að það hafi gefið sér mikið að sækja fundi geðhvarfa-
hóps. MYND/VILHELM
Óli Laursen er búsettur á
Blönduósi. Hann hefur sótt
fundi hjá tilveruhóp um
nokkurra mánaða skeið. Það
gerir hann í gegnum Skype
í tölvunni. Fundirnir eru kl.
19.30 á þriðjudögum.
Mér hafði lengi liðið eins og ég væri einn í heimin-um, ég var mikið búinn að
velta því fyrir mér hvað ég gæti
gert til að styrkja og efla sjálfan
mig,“ segir Óli. „Þar sem engin
þjónusta var í boði hér setti ég mig
í samband við Geðhjálp og viðr-
aði þá hugmynd hvort ekki væri
möguleiki fyrir mig að taka þátt
í hópastarfi í gegnum Skype. Það
var tekið vel í það hjá Geðhjálp og
í kjölfarið var ákveðið að gera til-
raun með þetta og hefur það bara
gengið mjög vel,“ segir Óli enn
fremur.
„Nú hef ég stundað fundi hjá til-
veruhópnum um nokkurra mán-
aða skeið og verð að segja að það
hefur hjálpað mér mikið. Þetta
hefur orðið til þess að ég er far-
inn að taka mun meiri ábyrgð á
mínum sjúkdómi og er mun með-
vitaðri um hann í dag en ég var
áður.
Fundirnir fara þannig fram að
það er lesinn upp inngangur og
áhersla lögð á það að algjör trún-
aður ríki, síðan er farinn einn
hringur þar sem hver og einn fær
að tjá sig um það sem hann vill og
lögð er áhersla á það að fólk fái að
tjá sig án þess að verið sé að grípa
fram í. Eftir að búið er að fara
einn hring og allir hafa fengið að
tjá sig er farinn annar hringur þar
sem fólk reynir að enda fundinn
á jákvæðum nótum,“ útskýrir Óli.
„Mér fannst alveg frábært
hvað fólk er að gera stórkostlega
hluti og lætur ekki veikindi aftra
sér frá því að takast á við hin
ýmsu verkefni. Eftir að ég byrj-
aði í þessum hóp hefur mér farið
mikið fram, ég er orðinn sáttari
við mig og mínir eigin fordómar
í garð sjúkdómsins hafa minnkað
mikið. Ég er ekki lengur hrædd-
ur við að tjá mig um veikindi
mín. Mín reynsla af þessum hóp
er bara góð og ég mæli hiklaust
með honum við alla þá sem vilja
efla sig og styrkja,“ Óli er far-
inn að skrifa svolítið um veikindi
sín á samfélagsmiðlum. „Ég vona
að það nýtist einhverjum,“ segir
hann.
Ekki lengur einn í heiminum
Óli Laursen hefur sótt tilverufundi í gegnum Skype með góðum árangri.
Sjálfshjálparhópar góð leið til bata
Sjálfshjálparhópar eru starfandi í húsakynnum Geðhjálpar í Borgartúni 30. Þeir sem sækja fundi hjá sjálfshjálparhópunum fá mikla hvatningu og stuðning í veikindum
sínum. Gætt er fyllsta trúnaðar, trausts, nafnleyndar og samkenndar í jákvæðu umhverfi. Þátttakan er ókeypis og allir eru velkomnir.
OK-fundir eru fyrir þá sem
greindir eru með kvíðaröskun
og/eða þunglyndi og hafa
náð 20 ára aldri. Aðgangur er
ókeypis en fundir fara fram alla
miðvikudaga kl. 20.
Sigríður Rúna Sigurðardótt-ir var greind með ofsakv-íða (e. panic disorder) fyrir
nokkrum árum. Hún segir að það
hafi verið á miklu álagstímabili í
lífi sínu. Sigríður mætti á fyrsta
fundinn í vor þegar hún frétti af
OK-hópnum. „Ég hef verið alsæl
síðan þá,“ segir hún. „Þegar ég
mætti á fyrsta fundinn var ég
auðvitað ansi kvíðin. Fyrir mér
voru þetta ókunnugar aðstæð-
ur. Ég hlustaði agndofa á fólkið
í hópnum. Þetta fólk var einfald-
lega að segja mína reynslusögu,
alveg niður í smáatriði. Það var
alveg magnað að heyra frásagnir
sem gætu svo auðveldlega verið
mínar eigin,“ segir Sigríður.
Hvað hefur þátttakan gefið
þér?
„Ég brosti allan hringinn
þegar ég gekk út af fundinum
því þarna fann ég loksins and-
legt fóður og næringu fyrir mína
sársvöngu sál. Á næsta fundi
fékk ég svo staðfestingu á því
að þessi hópur væri „ættbálkur-
inn“ minn sem ég hafði svo lengi
leitað að. Þarna fann ég samleið
með ókunnugu fólki sem skildi
og þekkti líðan mína. Þarna fann
ég loksins langþráðan skilning
og mikla samkennd. Það eitt
og sér hefur ótrúlega heilandi
áhrif. Einnig það að geta deilt
reynslu minni og fengið fróð-
leik, stuðning og hvatningu frá
öðrum. Að mæta á fundina er
hluti af mínu bataferli, ég ein-
set mér að mæta óháð því hvern-
ig mér líður þann daginn. Ég er
mjög þakklát fyrir að þessi vett-
vangur sé til staðar fyrir fólk
með kvíðaraskanir,“ segir Sig-
ríður og bætir við að fundirn-
ir séu með nokkuð óformlegu
sniði, fundar stjóri leiði þó um-
ræðuna hverju sinni. „Þetta er
sjálfshjálparhópur þar sem fólk
deilir reynslusögum með bata-
miðaðri nálgun. Markmiðið er
að þátttakendur fái hvatningu
til að sigrast á veikindum sínum
í öruggu umhverfi. Fundirnir
eru byggðir á jafningjagrund-
velli, þar ríkir trúnaður, traust,
nafnleynd, samkennd og jákvætt
hugarfar.“
OK-hópurinn er með síðu á
Face book, Felmtursröskun-Ofs-
akvíði. Þar eru umræður, fyrir-
spurnir og ýmis fróðleikur.
Góð hvatning og stuðningur
til að sigrast á veikindum
Sigríður Rúna segir að sjálfshjálparhópurinn hafi gert henni mjög gott. „Þetta fólk var ein-
faldlega að segja mína reynslusögu, alveg niður í smáatriði. Það var alveg magnað að heyra
frásagnir sem gætu svo auðveldlega verið mínar eigin,“ segir Sigríður. MYND/VILHELM
Ég brosti allan
hringinn þegar
ég gekk út af fundinum
því þarna fann ég
loksins andlegt fóður
og næringu fyrir mína
sársvöngu sál.
Ég er ekki lengur
hræddur við að
tjá mig um veikindi mín.
Mín reynsla af þessum
hóp er bara góð og ég
mæli hiklaust með
honum við alla þá sem
vilja efla sig og styrkja.
Að deila reynslu,
styrk og vonum
með öðrum er
ómetanlegt.
KOMDU Í
FÓTBOLTA
9. október 2015 FÖSTUDAGUR6 l Geðhjálp
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
C
2
-3
6
2
0
1
6
C
2
-3
4
E
4
1
6
C
2
-3
3
A
8
1
6
C
2
-3
2
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
8
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K