Fréttablaðið - 09.10.2015, Side 64

Fréttablaðið - 09.10.2015, Side 64
Vandræði Volkswagen hafa ekki farið framhjá neinum og umfjöllun um stjarn­fræðilegar sektargreiðslur og hrókeringar í stjórn­ endastöðum tröllríða fjölmiðlum. Einn stærsti bílaframleiðandi í heimi riðar til falls með ófyrirséðum afleiðingum. Á sama tíma deyr fólk í mann­ skæðum flóðum á frönsku rívíerunni. Minnst 16 létust um síðustu helgi og þriggja er enn saknað. Yfirgefnir bílar liggja eins og hráviði um göturnar og yfirvöld óttast gripdeildir og tala um dómsdagsástand. Í stórglæsilegum borgum á borð við Cannes þar sem stórstjörnur hafa svifið um á rauðum dreglum flúðu Frakkar fyrirvara­ laust í neyðarskýli og tugir þúsunda upplifðu rafmagnsleysi. Afleiðingar loftslagsbreytinga eru ekki lengur ófyrirséðar og þær fara ekki í mann­ greinarálit. Sumstaðar les maður að VW hafi lagt til hliðar fyrir væntanlegum sektargreiðslum vegna svindlsins umrædda og annars staðar kemur fram að bílaframleiðandanum sé eftir sem áður nokkur vorkunn enda nær ómögulegt að mæta sífellt strangari mengunarstöðlum. Í augum almenn­ ings virðist vera um að ræða einhvers konar Tour de France bílaiðnaðarins, þar sem VW er Lance Armstrong og mengunaryfirvöld ígildi uppáþrengj­ andi lyfjaeftirlits. Munurinn á VW og Lance Arm­ strong er sá að bílaframleiðandinn er ekki bara að svindla á sjálfum sér og sínum heldur er VW að svindla á okkur öllum. Mengunarstuðlar eru ekki settir fram til að klekkja á bíla­ framleiðendum og gera þeim erfiðara um vik að uppfylla dísildraum neyt­ enda, heldur eru þeir settir fram til að bjarga mannkyninu frá sjálfu sér. Ólíkt því sem fram kemur í flestum fjölmiðlum þá er stóra VW­málið nefnilega ekki æsispennandi leikur að krónum, aurum og forstjórastólum heldur siðlaus leikur að lífum. Leikur að lífum Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 • Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 RÝMUM TIL FYRIR NÝJA TÍMA VEGNA BREYTINGA Á VERLSUN OKKAR Í FAXAFENI BJÓÐUM VIÐ SÝNINGAREINTÖK OG ELDRI GERÐIR AF ÝMSUM VÖRUM MEÐ 20–50% AFSLÆTTI. …… NÚ ER TÆKIFÆRIÐ …… STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL. Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka STÖÐ 3 +ENDALAUST TAL +1 GB Í GSM 1.990 kr. til 1. nóvember* Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is HEILL HELLINGUR AF NÝJUM ÞÁTTUM Á STÖÐ 3 FÁÐU STÖÐ 3 Á BETRA VERÐI Í HAUST *G ild ir fy rir e in a ás kr ift . V ið sk ip ta vi ni r s em ta ka þ es su ti lb oð i f yr ir 1. nó ve m be r h al da þ es su m k jö ru m í ei tt á r. Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Guðmundar Kristjáns Jónssonar Bakþankar 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 1 -D D 4 0 1 6 C 1 -D C 0 4 1 6 C 1 -D A C 8 1 6 C 1 -D 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.