Allt um íþróttir - 01.02.1951, Síða 7
vissulega að fresta mótinu, en
raunin varð önnur og hættu nokkr-
ir keppendur þá.
Ingibjörg Árnadótúr
Ásgeir Eyjólfsson var með bezt-
an tíma eftir fyrri umferð og mátti
teljast öruggur sigurvegari, svo
góður var tími hans. Endalokin
urðu líka þau, að hann sigraði
með yfirburðum. Það er þó engan
veginn öruggt, að honum veitist
jafn auðvelt um sigur á væntan-
legum mótum, því bæði Þórir Jóns-
son, Stefán Kristjánsson, Guðni
Sigfússon og margir fleiri sýndu
mikil tilþrif í þessari keppni, en
veður eins og slíkt, sem keppt var í,
hefur misjöfn áhrif á menn og má
að einhverju leyti kenna því um,
að keppnin varð ekki harðari. Von-
andi keppa A-flokksmennimir oft
með sér í vetur og blátt áfram
verða að gera það, til þess að öðl-
ast keppnisreynslu, og einmitt nú,
þegar þeir virðast vera betri en
nokkum tíma áður, ætti að koma
á sem flestum mótum fyrir þá og
bjóða jafnvel slyngustu svigmönn-
unum utan af landi. Það er allt of
lítið að taka ekki þátt í nema svo
sem 5 til 7 mótum yfir veturinn.
Helztu úrslit mótsins urðu þessi:
A-fl. karlœ 1. Ásgeir Eyjólfson, Á.
2:05.8 mín., 2. Þórir Jónsson, K.R. 2:12.4,
3. Bjami Einarsson, Á. 2:29.9, 4. Gísli B.
Kristjánsson, l.R. 2:33.7, 5. Guðni Sigfús-
son, l.R. 2:34.9.
B-fl. karla: 1.-2. Jónas Guðmundsson,
K.R. og Ingólfur Árnason, Á. 1:49.0, 3.
Gisli Jóhannsson, Á. 1:50.7.
C-fl. karlœ 1. Magnús Ármann, Á.
1:25.8 min., 2. Jóhann Magnússon, Á.
1:30:5, 3. Bjöm Kristjánsson, Vík. 1:32.3,
4. Halldór Jónsson, Á. 1:37.3, 5. Ingi
Guðmundsson, K.R. 1:39.4.
A- og B-flokkur kvenruv 1. Ingibjörg
Ámadóttir, Á. (A-fl.) 1:20.1 min., 2. Ást-
hildur Eyjólfsdóttir, Á. (B) 1:29.9, 3.
Karolína Guðmundsdóttir, Isafirði 1:44.7.
C. fl. kvennœ 1. Þuriður Ámadóttir,
Á. 1:01.4 mín.
Drengjaflokkur: 1. Óli Þór Jónsson,
I.R.
ALLT UM ÍÞRDTTIR
Gerizt áskrifendur!
... • .
ÍÞRÓTTIR
41