Allt um íþróttir - 01.02.1951, Side 11
BóSsundssveit Ægis, er setti isl. met í 4X50 m. flugsundi. TcdiS frá
vinstri: Ari GuSmundsson, Elías GuSmundsson, SigurSur Þorkels-
son og HörSur Jóhannesson.
SUNDMÓT ÆGIS:
Pétur setti nýtt met í 50 m. flugsundi.
Mótið gekk óvenju vel.
Sundmót Ægis fór fram í Sund-
höllinni 31. jan. s.l. 62 keppendur
voru skráðir til leiks og mættu
frekar vel.
Það bar helzt til tíðinda á þessu
skemmtilega móti, að okkar ágæti
Pétur sýndi, að hann er sízt lak-
ari í flugsundi en skriðsundi, því
að hann vann Hörð eftir harða
keppni á 33.3 sek., sem er y5 úr
sek. betri tími en met Sigurðar
Jónssonar KR-ings.
Þegar tilkynnt var, að Sigurður
Þingeyingur gæti ekki mætt, þar
sem hann væri veðurtepptur á
Laugarvatni, bjuggust allir við
auðveldum sigri Atla, en Kristján
veitti honum harðari keppni en
buizt var við. Það virðist ætla að
ganga illa fyrir Atla að komast
neðar en 1:19, hverju svo sem um
er að kenna. Þorsteinn Löve, hinn
góðkunni kringlukastari ÍR-inga,
kom skemmtilega á óvart með að
verða þriðji á ágætum tíma.
Ari vann 300 m. skriðsund, eins
og við var búizt. Hann var samt
óvenju þungur, kannske ekki kom-
inn í æfingu ennþá. Helgi Sigurðs-
son, sem varð annar, er kornung-
ur og á mikla framtíð fyrir sér í
sundíþróttinni. Virðist hann vera
IÞRÓTTIR
45