Allt um íþróttir - 01.02.1951, Page 15

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Page 15
Accrington 22 6 00 00 48-48 20 Everton 22 9 211 35-46 20 Bumley 22 7 3 12 42-62 17 Derby C. 22 7 2 13 41-60 16 Notts C. 22 5 215 39-73 12 Stoke City 22 4 414 26-31 12 Á fyrsta ári keppninnar voru leiknir 22 leikir og Prestön hafði lokið þeim öllum jafnvel áður en 2. umferð bikarkeppninnar fór fram. Ef meistaratignin félli nú á dögum í hlut þess félags, sem væri efst um jól, liti sigurvegaralistinn öðruvísi út. Oftast hafa þeir skot- izt fram úr í síðustu umferðunum, vegna betra úthalds og sterkari varaliða. Fyrstu árin voru leikimir illa sóttir, því að áhorfendurnir voru vanir baráttu upp á líf og dauða og sáu enga ástæðu til að gera sér það ómak að horfa aðeins á hálfa tylft heimaleikja um auðvirðileg stig, ef félagið féll snemma út úr bikarkeppninni. Það varð því nauðsyn að færa samtökin út. Þegar Stoke var vís- að út 1890, kom Sunderland inn, og er nú eina félagið, sem aldrei hefur leikið annarstaðar en í I. deild. Næsta ár var Stoke leyfð þátttaka á ný, ásamt Darwen, og árið eftir var enn bætt tveimur fé- lögum við og jafnframt mynduð 2. deild. Darwen féll niður eftir fyrsta árið, en Sheffield Wednes- day, Nottingham Forest og New- ton Heath (nú Manchester United) var hleypt upp í I. deild. 1892 var komið á aukaleikjum milli 3 neðstu félaganna í I. deild og 3 hinna efstu í II. deild um rétt til 3 neðstu sætanna í I. deild, en 5 árum síðar var tekið upp kerf- ið, sem enn er notað, 2 neðstu nið- ur og 2 efstu upp. Eftir aldamótin voru liðin í I. deild orðin 18, og síðan 1919 hafa þau verið 22, eins og nú er. Um 1920 var svo komið, að f jöl- mörg sterk atvinnulið stóðu utan samtaka deildanna tveggja, svo sem Portsmouth, Fulham og Southampton, og höfðu félög suð- urhéraðanna myndað með sér sér- stök samtök (Suðurlígan). Beztu 22 félögin úr þeirri keppni mynd- uðu síðan III. deild og ári síðar var öðrum 22 félögum úr norður- héruðunum leyfð innganga og mynduðu þau þá nyrðri hluta m. deildar. Þannig hefur lígan vaxið, félög hafa unnið sig upp frá IIL deild upp í I., önnur hafa fallið niður sömu leið, oft sömu félögin. 1950 var svo enn bætt við 4 félög- um, 2 í hvom hluta III. deildar. Hvert verður næsta skrefið, ný m. deild? IV. deild? Tíminn einn mun leiða í ljós, hvort frekari út- þenslu er þörf. Nokkrar greinar verða að bíða næsta blaðs vegna þrengsla, eru það m. a. smágrein um Paavo Nurmi, þátturinn ísl. íþróttamenn o. fl. IÞRÓTTIR 49

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.