Allt um íþróttir - 01.02.1951, Qupperneq 16
—— Iþróttamenn undir smásjánni —i
Þolhlauparinn Emile Zatopek er fæddur i bænum Koprivnice í Tékkó-
slóvakíu 19. sept. 1922 og er liðsforingi í tékkneska hernum. Hann á nú
heima í Prag og hefur verið virkur íþróttamaður síðan árið 1941. —
1946 var hann fimmti í 5000 m. hlaupi á E.M. í Osló og 1948 sigurveg-
ari á Ólympíuleikunum í London í 10000 m. hlaupi og annar í 5000 m.
Hann hefur verið ósigrandi síðan 1949 og á heimsmetið í 10000 m., sem
er 29:02.6 mín. Bezti árangur hans í öðrum greinum er þessi: 1500 m.
3:52.8 (1947) — 3000 m. 8:07.8 (1949) — 5000 m. 14:03.0 (1950).
Það er því engin furða, þótt Zatopek sé talinn mesti þolhlaupari, sem
uppi hefur verið, þrátt fyrir það, að hann hleypur með öðrum hætti
en hlauparar yfirleitt og að þeirra áliti brotið þær grundvallarreglur,
sem þjálfarar setja nemendum sínum. „Eimreiðin", eins og hann er oft-
ast nefndur, lætur samt ekki að sér hæða, og sannar, að hver og einn
á að leggja sér til þann hlaupastil, sem honum finnst henta bezt og
gefur beztan árangur.
Mesta athygli hefur Zatopek vakið á sér fyrir hina óþrjótandi elju að
taka þátt í keppnum. Það er ofar skilningi manna, hvernig hann heldur
út með þeim gífurlega hraða, sem hann hefur tamið sér, og að hann
skuli ætíð leggja hart að sér í þau fjölmörgu skipti, sem hann keppir.
Talið er, að Zatopek hafi mikinn áhuga á að slá met Gunders Hágg
í 5000 m. hlaupi, sem er 13:58.2, en hann færist óðfluga nær því og er
nú aðeins 4.8 sek. frá því. Hingað til hefur Hágg verið hinn óki-ýndi
konungur hlauparanna, en takist Zatopek að ná betri árangri á 5 km.,
er hann vissulega öruggur með krúnuna í bráð, því að slík ofurmenni
sem hann og Hágg eru ekki á hverju strái.
Á E.M. í Briissel í fyrra sigraði Zatopek létt bæði í 5 og 10 km. og
náði sínum bezta árangri á 5 km., þrátt fyrir þunga braut og lítilsháttar
lasleika. Flestir eru á þeirri skoðun, að í sumar nái hann takmarkinu.
Spreyttu þig!
Sá, sem getur svarað 8 spurn-
ingum réttum, hefir góða þekk-
ingu á íþróttum og íþróttamálum.
1. Á hvaða vegalengdum á Pétur
Kristjánsson sundmet?
2. Hver er form. Handknattleiks-
ráðs Reykjavíkur?
3. Hvað hafa margir íslendingar
hlaupið 1500 m. innan við
4:10 mín.?
4. Hvar var E.M. í frjálsíþrótt-
um haldið 1930?
5. Hvaða félag vann öll m. fl.
mótin í knattspymu í fyrra?
6. Hvaða árangri náði öm Clau-
sen í tugþraut á Ólympíu-
leikunum 1948?
7. Hver var kosinn „bezti íþrótta-
maður Finnlands 1950“?
8. Hvaða þjóð á Evrópumet í
4X100 m. boðhlaupi og hvað
er það?
9. Hvað á að lesa úr skammstöf-
uninni Í.F.R.N.?
10.' Hvaða skákmaður sigraði í
Saltsjöbaden-mótinu 1948?
Svör á bls. 27.
50
IÞRÓTTIR