Allt um íþróttir - 01.02.1951, Blaðsíða 17

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Blaðsíða 17
HEIMSMEISTARAR í SKÁK — I. ADOLF ANDERSSEN 1851—58, 1859—66. Þjóðsagan hermir, að sá, er fann upp manntaflið, hafi gert Persa- veldi gjaldþrota, er sjahinn bauð honum að nefna ómakslaunin fyrir afrekið. Hin „hógværu“ til- mæli um eitt hveitikom fyrir fyrsta reitinn, tvö fyrir annan, f jögur fyrir þriðja o. s. frv., þar til taldir eru allir 64 reitir borðs- ins, vöktu aðeins kátínu, þar til upp úr kafinu kom, að ríkið átti ekki fyrir ómakslaununum, Menn eru þess nú fullvissir, að tilkoma manntaflsins sé ekki verk neins einstaks manns, heldur sé það árangur hægfara þróunar ein- hverrar einfaldrar dægrastytting- ar aftan úr grárri forneskju. Vís- indamenn telja sig hafa sannreynt, að manntafl hafi þekkzt fyrir 2500 árum á Indlandi og hafi það ver- ið nefnt Tshaturanag, sem nafnið skák er runnið frá. Síðan hafi það borizt yfir Persíu og þaðan hafi Arabar svo flutt það til Evrópu og krossferðirnar stuðlað mjög að útbreiðslu þess. Samhliða þessum flutningum þróaðist skákin smátt og smátt yfir í þá mynd, sem við þekkjum; síðustu breytingamar voru byrj- unarleikur peðs um 2 reiti og fram- hjáhlaupið (á Renaissance-tíman- um). Jafnframt hinni almennu út- breiðslu skáklistarinnar tók að bera á mönnum, sem sköruðu fram úr, Spánverjanum Ruy de Lopez nokkru fyrir 1600, ítalanum Greco nokkru eftir 1600 og Frakkanum Andre Philidor, á síðari helmingi 18. aldar. Philidor er jafnvel af ýmsum nútímamönnum talinn fremsti skákhugsuður, sem uppi hefur verið síðan sögur hófust. Ekki er þess neins staðar getið, að skáksnillingar þessara tíma hafi gert kröfu til að vera taldir öll- um öðrum fremri í heiminum í list sinni. Það er fyrst eftir fyrsta alþjóðaskákmótið, sem haldið var í London 1851 og flestir af þekkt- ustu skákmeisturum hins sið- menntaða heims tóku þátt í, að sú hugmynd kemur fram. Sigur- vegarinn í því móti, Þjóðverjinn Adolf Anderssen, gerði þó ekki kröfu til að teljast fremstur sinna samtíðarmanna í skák. Þar eð Stei- nitz, sem sigraði Anderssen í ein- vígi, taldi sig eiga rétt á titiinum heimsmeistari í skák, vegna þess sigur síns yfir ókrýndum konungi skákmeistaranna, er það viðtekin venja að telja Anderssen fyrsta heimsmeistarann. Adolf Anderssen fæddist í Bres- lau 6. júlí 1818 og hóf ungur heim- speki- og stærðfræðinám í háskóla fæðingarborgar sinnar. Að námi IÞRÓTTIR 51

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.