Allt um íþróttir - 01.02.1951, Síða 18

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Síða 18
loknu gerðist hann prófessor í stærðfræði við sama háskóla og var það til dauðadags, 13. marz 1879. Strax á námsárum sínum tók Anderssen að tefla, en tók hægum framförum og kvað heldur lítið að honum. Sigur hans í mótinu í Lon- don kom því eins og þruma úr heið- skíru lofti. Með því móti var flett nýju blaði í sögu skáklistarinnar, alþjóðlegu skákmótin hafa haft ómetanlega þýðingu fyrir út- breiðslu og þróun skáklistarinnar síðustu öldina. Aldarafmælis þessa merka áfanga verður minnzt eftir nokkra mánuði með stóru skák- móti í Bretlandi. Það hefir verið sagt um Anders- sen, að hann hafi haft rómantíska ást á kombínasjónum, svo ríka, að þó oft hafi einföld vinningsleið eða einn leikur nægt til að gera út um skák, hafi hann heldur kos- ið að gera út um hana með glæsi- legri kombínasjón með nokkrum fómum og klykkt út með óverjandi máthótun. Að sjálfsögðu er hverj- um og einum í sjálfsvald sett, á hvem hátt hann sigrar, en þessi háttur Anderssens hefur sætt nokkurri gagnrýni af eftirkom- endum hans. Hún skerðir þó á eng- an hátt glæsileikann á skákum Anderssens, þær hafa ekki misst ljómann og em og verða perlur í heimi skáklistarinnar. Á síðari árum hneigðist Anders- sen frá hinum opna árásarstíl og tók að gefa stöðunni meiri gaum (positions-stíll), og em það án efa áhrif frá hinum bandaríska ofjarl hans, Paul Murphy, sem sigraði hann í einvígi 1858. Á dögum Anderssens var lítið um stór skák mót, en auk sigurs síns í London 1851, bar hann einn- ig sigur úr býtum á skákmótinu í London 1862 og Baden-Baden 1870. Árið 1866 tapaði hann fyrir Wil- helm Steinitz í einvígi (8:6). Hér kemur ein af skákum An- dersesns, tefld 1862. Hv.: Rosanes Sv.: Anderssen 1. e2—e4 e7—e5 2. f2—f4 d7—d5 3. e4Xd5 e5—e4 4. Bfl—b5t Leikið í anda þessara tíma, er að- eins var hugsað um mátárásir og að reyna að vinna sem mes't af mönnum af andstæðingnum, alveg án þess að hugleiða og meta hvort staðan væri trygg. Nú er alkunna, að baráttan í byrjuninni stendur um yfirráð miðborðsins og því mundi nú leikið d2—d3 til að eyða peðinu á e4. í samræmi við stíl sinnar samtíðar reynir Rosanes að skapa sér sterkari peðastöðu án þess að sinna útspili manna sinna og uppbyggingu taflsins. 4....... c7—c6 5. d5Xc6 Rb8Xc6 Á þessum árum var oftast leikið bXc. 6. Rbl—c3 Rg8—f6 7. Ddl—e2 Hvítur hefði fremur átt að leika d-peðinu og koma mönnum sínum út, en í stað þess reynir hann að vinna annað peð, e-peðið. Svartur 52 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.