Allt um íþróttir - 01.02.1951, Síða 26
Kristján Árnason
varð íslandsmeistari
í skautahlaupi.
Á skautamóti íslands, sem fór
fram á Akureyri um síðustu mán-
aðamót varð Kristján Ámason, KR
meistari, hlaut hann alls 246.7 st.
og nafnbótina „íslandsmeistari í
skautahlaupi 1951“. Annar varð
Þorsteinn Steingrímsson, Þrótti,
með 258,8 st. og þriðji Jón D. Ár-
mannsson, Akureyri, með 264,5 st.
í einstökum greinum urðu þess-
ir sigurvegarar: 500 m. karlar:
Kristján Ámason 51.6 (met), 1500
m. karlar: Kristján Árnason 3:15.2,
3 km. Kristján Ámason 5:55.2
(met), 5 km. Jón D. Ármannsson,
Ak. 11.43.1. — Konur: 500 m. Edda
60
Indriðadóttir, Ak. 75.9,. 1500 m.
Erla Indriðadóttir, Ak.
Ráðgerð hafði verið sýning á
listhlaupi, en vegna þess, hve mik-
ið snjóaði, féll það niður. Að öðm
leyti var veður gott og mótið fór
vel fram.
Úr Norður-Þingeyjarsýslu.
Hér í Norður-Þingeyjarsýslu
skeður fátt, sem í frásögur er fær-
andi og ekki áður getið. Þó mætti
kannske geta þess, að hinn 36 ára
gamli bóndi á Grásíðu í Keldu-
hverfi, Þorgeir Þórarinsson, sem
kunnur er víða um land fyrir góð-
an árangur í hlaupum, hljóp í
sumar 800 m. á 2:15 mín. Þetta
er að vísu ekki góður árangur, þó
við miðum aðeins við bezta árang-
ur hérlendis s.I. sumar. En það er
sjálfsagt einsdæmi hér á landi og
jafnvel þó víðar væri leitað, að
36 ára gamall maður, sem vinnur
erfiðisvinnu allt árið og hlýtur
enga aðra þjálfun en þá, sem dag-
leg störf veita, skuli geta, ef hann
kastar frá sér önnum dagsins, náð
svo góðum árangri á þessari vega-
lengd.
Umf. Leifur heppni gekkst fyrir
drengjamóti s.l. sumar, því fyrsta
hér um slóðir. Árangur var heldur
lélegur, en þó má benda á 10 mín.
7 sek. í 3 km. hlaupi hjá Jóhanni
Gunnarssyni við slæmar aðstæður.
Undirbúningur keppenda var mjög
lítill og því í raun og veru ekki
við miklu að búast. En mjór er
mikils vísir.
X + Y=Z.
IÞRÓTTIR